Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 Um þessar mundir er ég að sýsla í nokkrum verkefnum, en þarber hæst væntanlega kvikmynd mína, Andið eðlilega, sem ferí tökur í vetur,“ segir Ísold Uggadóttir kvikmyndargerðar- kona sem á afmæli í dag. „Auk þess hef ég verið að sinna pródúser- ingu fyrir bandarísk heimildamyndafyrirtæki sem hafa verið í tökum hér á landi, en eitt slíkt er væntanlegt í lok mánaðarins og stefni ég út á land með liðið. Þá sit ég í stjórn Bíó Paradísar þar sem mikið fjáröfl- unarátak er nú í gangi til að bæta aðgengismál og hvet ég lesendur til að leggja verkefninu lið á Karolina Fund.“ Á afmælisdaginn mun Ísold undirbúa veislu sem haldin verður á æskuheimili hennar um kvöldið. „Þar er að ýmsu að huga, en veislu- höld minna um margt á kvikmyndagerð, enda þarf allt að smella í báðum tilfellum; leikmynd, búningar og andlitsförðun aðalpersóna, að ógleymdri hljóðrásinni. Hvað varðar áhugamál, þá renna þau saman við starf mitt, þannig að stundum veit ég ekki hvort ég er í vinnunni eða sinna áhugamálinu mínu. Eins og gefur að skilja hef ég mikinn áhuga á kvikmyndum, kvikmyndagerð og handritum; og svo á ljósmyndun, tónlist, sögum af fólki, auk áhuga á alþjóðamálum og pólitík.“ Sambýliskona Ísoldar er Þórdís Claessen, grafískur hönnuður hjá 66° Norður og tónlistarkona. Foreldrar Ísoldar eru Margrét Guðna- dóttir, listakona í Kirsuberjatrénu, og Uggi Agnarsson, sérfræðingur í lyf- og hjartalækningum á hjartadeild Landspítalans. Ljósmynd/Þórdís Claessen Á ferðalagi Ísold stödd á matsölustaðnum Edduveröld í Borgarnesi síðastliðið vor en þar var Þórdís, sambýliskona hennar, með tónleika. Áhugamál og vinnan renna saman í eitt Ísold Uggadóttir er fertug í dag Á sthildur fæddist í Reykjavík 9.6. 1955 en ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu í Keflavík fyrstu tvö ár- in. Þá var móðir hennar í hjúkr- unarnámi og faðirinn á sjónum. Hún bjó síðan með foreldrum sín- um á Ásvallagötu, Víðimel, Laug- arnesvegi, Njörvasundi og í Skriðustekk er hún hleypti heim- draganum. Ásthildur fór sex ára í sveit til ömmusystkina sinna á Bakka á Kjalarnesi. Þar urðu kýrnar uppá- haldsdýrin hennar og eru enn. Hún var í sveit öll sumur til 12 ára ald- urs, vann þá í fiskbúð við Lauga- læk sem faðir hennar rak, vann við frystihús Júpiter og Mars á Kirkjusandi og var síðan ráðskona hjá afa sínum á Húsavík í tvö sum- ur. Ásthildur var í Langholtsskóla, lauk landsprófi frá Ármúlaskóla og stúdentsprófi frá MR 1977. Hún stundaði nám í bókasafnsfræði við HÍ sem í einn vetur en þá kallaði sveitin og Ásthildur sinnti kallinu: „Ég réði mig sem kaupakonu sumarið 1972 og þar með voru ör- lögin ráðin. Þar var kaupamaður að nafni Birgir Aðalsteinsson sem hefur verið minn lífsförunautur síð- an.“ Ásthildur og Birgir stofnuðu heimili 1975 og þremur dætrum síðar, vorið 1984, hófu þau búskap í Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi: „Þar voru frábærir sveitungar sem studdu okkur og leiðbeindu á alla lund. Okkur var síðan boðið að taka við búi á Bakka árið 1996. Ári síðar fluttum við þangað og þar er- um við enn með 45 mjólkandi kýr og 55 kvígur og naut á öllum aldri.“ Ásthildur vann á fasteignasölu og heildsölu eftir stúdentsprófi og fyrir austan kenndi hún við Gaul- verjaskóla í átta ár og keyrði jafn- framt börn í og úr skóla meðfram bústörfunum. Hún hefur sinnt fé- lagsstörfum á Kjalarnesi en hefur nú sagt sig frá ábyrgðarstöðum þó að hún sæki enn fundi af kappi. „Kýrnar eru mínar ær og kýr. Ég er með skráð ætterni þeirra langt aftur og get rakið ættir sumra þeirra m.a. til hennar Hosu 42 sem var uppáhaldskýrin mín þegar ég kom í sveitina 1961. Á Bakka eru til kúaskýrslur frá langalangafa mínum, Guðbrandi, langafa Þorvarði og ömmu bræðr- um mínum, Bjarna og Gunnari. Okkar skýrsluhald fer síðan allt í gegnum Huppu á netinu. Ég er mikil fjölskyldukona en af- mælisgjöfin mín frá fjölskyldunni felst í því að allir komu með okkur til Króatíu að mömmu meðtalinni, alls 25 manns. Um kýrnar okkar sjá svo Ólöf Ósk Guðmundsdóttir frá Miðdal og Hafþór Finnbogason frá Breiðalæk á meðan.“ Fjölskylda Eiginmaður Ásthildar er Birgir Aðalsteinsson, f. 30.3. 1955, bòndi. Foreldrar hans voru Svanlaug Þor- Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi – 60 ára Í Króatíu Ásthildur og Birgir með dætrum, tengdasonum og barnabörnum í afmælisferðinni sem nú stendur yfir. Ættfræði kúa á Bakka Washington DC Óðinn Kristján fædd- ist 27. apríl 2015 kl. 9.06. Hann vó 3,76 kg og var 52,1 cm. Foreldrar hans eru Yvonne Kristín Fulbright og Graham DeJong. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.