Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Þarftu að framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Líklegt er að næstu vikurnar verði
ringulreið í tyrkneskum stjórn-
málum eftir að Réttlætis- og þróun-
arflokkurinn, AKP, missti óvænt
þingmeirihlutann í kosningunum um
helgina. Flokkurinn hafði stefnt að
því að fá tvo þriðju þingsæta en fékk
aðeins tæplega 41% fylgi og 258 sæti
af 550 en hafði 327. Niðurstaðan er
mikið áfall fyrir AKP-manninn Re-
cep Tayyip Erdogan forseta sem
hugðist fá þingið til að samþykkja
stjórnarskrárbreytingar og auka
mjög vald forsetaembættisins.
Tyrkneska líran lækkaði mikið í
gær vegna óvissunnar og á verð-
bréfamarkaðnum í Istanbúl féll verð
um 8%. AKP hefur stýrt landinu frá
2002 og Erdogan var forsætisráð-
herra þar til í fyrra. Hagvöxtur var
lengi mikill en hefur hrapað úr 10% í
3% síðustu fimm árin. Og vaxandi
einræðistilburðir Erdogans hafa
gert marga honum fráhverfa.
Nýjar áherslur
Forsetinn var óvenjuhógvær í
gær. „Álit þjóðarinnar er ofar öllu,“
sagði hann og hvatti menn til að taka
á þessari nýju stöðu af raunsæi.
AKP segist nú vilja samstarf með
öðrum en ekki er ljóst hvaða flokkur
kemur helst til greina. Margir spá
því að fljótlega verði aftur boðað til
kosninga. Þrír aðrir flokkar komu að
manni en mestum tíðindum þótti
sæta að vinstriflokkurinn Lýðræð-
isflokkur alþýðunnar (HDP), sem
einkum nýtur stuðnings kúrdíska
þjóðarbrotsins, fékk 13% atkvæða
og 80 sæti.
Í forystu HDP eru tveir leiðtog-
ar, annar er kona, Figen Yüksedag,
hinn er Selahattin Demirtas. Flokk-
urinn brýtur að mörgu leyti blað í
íhaldssömu múslímasamfélagi Tyrk-
lands. Einn frambjóðenda hans er
yfirlýstur hommi og HDP leggur
áherslu á aukin réttindi samkyn-
hneigðra. Einnig vill hann efla um-
hverfisvernd.
Kúrdískir uppreisnarmenn
börðust í rúm 30 ár gegn stjórn-
arhernum, um 40 þúsund manns
féllu. Margir Kúrdar vilja aukið
sjálfsforræði, aðrir fullt sjálfstæði,
að sögn BBC. „Við höfum reynt alla
aðra flokka en enginn þeirra stóð
með okkur,“ sagði áttræð kona, Sak-
ine Arat, sem missti fimm börn í
stríðinu. „Nú erum við búin að finna
einn sem lítur á okkur sem jafningja.
Þess vegna kjósum við hann.“
Mikil óvissa í tyrk-
neskum stjórnmálum
AFP
Sigur Ungir stuðningsmenn HDP fagna á götum Diyarbakir í suðausturhluta Tyrklands á sunnudagskvöld.
Flokkur Erdogans án þingmeirihluta í fyrsta sinn
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Leiðtogar sjö öflugustu iðnríkja
heims, G-7 hópsins svonefnda,
reyndu á seinni degi fundahalda
sinna í Garmisch-Partenkirchen í
þýsku Ölpunum í gær að semja um
stefnu í loftslagsmálum. Angela
Merkel Þýskalandskanslari er sögð
vilja að ríkin leggi fram samræmdar
tillögur á loftslagsþingi Sameinuðu
þjóðanna í París í desember.
Merkel vill að samið verði um að
smám saman verði horfið frá því að
nota jarðefnaeldsneyti, þ.e. kol. olíu
og gas, en talið er að losun koldíoxíðs
úr þessum efnum ýti undir hlýnun
loftslagsins. Einnig vill hún að sett
verði markmið um minnkandi losun
og fjárhagsaðstoð við fátækar þjóðir
til að hjálpa þeim að takast á við
slæmar afleiðingar hlýnunar.
Umsvif ofstækisafla
Leiðtogarnir ræddu einnig vax-
andi hættu vegna umsvifa ofstækis-
afla og tóku þrír gestir G-7, þeir Mu-
hammadu Buhari Nígeríuforseti,
forseti Túnis, Beji Caid Essebsi og
Haider al-Abadi, forsætisráðherra
Íraks, þátt í þeim viðræðum, að sögn
BBC. Var einkum fjallað um hásk-
ann sem stafaði af árásum Ríkis ísl-
ams, IS, í Írak og Sýrlandi, einnig
Boko Haram í Nígeríu og grennd.
Nígeríski herinn hefur náð góðum
árangri í átökum við Boko Haram
síðustu vikurnar og frelsað þúsundir
fanga samtakanna.
Frammistaða íraska hersins í bar-
dögum við IS-menn hefur oft valdið
miklum vonbrigðum. Sem dæmi má
nefna að þegar IS réðst á borgina
Ramadi gafst tífalt fjölmennara her-
lið Íraka upp án bardaga. David
Cameron, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði á fundi G-7 á sunnudag
að Bretar ætluðu að fjölga um 125
manns í liði sem annast þjálfun
íraskra stjórnarhermanna. Banda-
ríkin og fleiri ríki hafa haldið uppi
hörðum loftárásum á stöðvar IS en
þrátt fyrir það ræður IS enn yfir
stórum svæðum bæði í Írak og Sýr-
landi.
G-7 leggi fram
tillögur um
koldíoxíðlosun
Merkel vill samninga um að hverfa
smám saman frá jarðefnaeldsneyti
AFP
Rökræða Angela Merkel Þýska-
landskanslari og Barack Obama
Bandaríkjaforseti í fundarhléi.
Rússum refsað
» Ríki G-7 eru Bandaríkin,
Kanada, Bretland, Frakkland,
Ítalía, Þýskaland og Japan.
Rússland var áttunda ríkið en
var vísað burt vegna innrás-
arinnar í Úkraínu.
» Rússar sýna enga viðleitni
til að hætta að ýta undir átökin
í Úkraínu og kemur til greina
að G-7 herði enn viðskiptalegar
refsiaðgerðir gegn þeim.
Byrjað var í gær að flytja um 150 manns úr röðum flóttamanna frá Bangla-
dess aftur til heimalandsins frá Búrma. Hópurinn, allt karlmenn, fannst á
báti sem var á reki skammt frá ströndum Búrma. Samkomulag náðist milli
stjórnvalda í löndunum tveim um að mennirnir væru Bangladessar en þeir
höfðu hafst við í bráðabirgðabúðum Búrmamanna fyrir flóttafólk.
Áður en mennirnir héldu heim yfir brú á landamærunum fengu þeir ný föt
en þegar þeir fundust í bátnum voru þeir illa til reika og þjakaðir af mat-
arskorti. Alls voru liðlega 200 manns í bátnum. Flest bendir til þess að
Búrma ætli ekki að senda þá sem eftir eru til Bangladess. Þeir eru taldir vera
úr röðum Rohingya-manna sem eru þjóðarbrot múslíma í Búrma, ættaðir frá
Bangladess. Rohingya-menn hafa sætt miklum ofsóknum í Búrma.
Þeir búa flestir í Rakhine-héraði og hafa ekki haft ríkisborgararétt í land-
inu síðan 1982. Flestir Rohingya-menn segjast þó vera afkomendur fólks
sem fluttist til Búrma fyrir mörgum árum og jafnvel öldum. kjon@mbl.is
AFP
Aftur heim Flóttamenn bíða þess í Búrma að verða fluttir til Bangladess.
Bangladessar á
heimleið frá Búrma