Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin handavinnustofa kl. 9-16 með leiðbeinanda kl. 12.30. Boðinn Handverk kl. 9-16. Brids / kanasta kl. 13. Bingó kl. 13. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 14. Furugerði 1 Handavinna kl. 8-16, (bútasaumur, perlur, prjónað, harð- angur og klaustur) með leiðbeinanda, ganga kl. 13 og samverustund kl. 15.30. Nánari upplýsingar í síma 411-2740. Garðabær Bútasaumur kl. 13, í Jónshúsi, Bónusrúta frá Jónshúsi kl. 14.45, meðlæti með síðdegiskaffi selt kl. 14 - 16, hádegismatur kl. 12, (panta með dags fyrirvara.) Gerðuberg Opnar vinnustofur í allt sumar kl. 9-15.30. Perlusaumur kl. 9-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10, ganga um hverfið kl. 10.30. Starf Félags heyrnarlausra kl. 11-15. Grænmetisræktun, leitið uppl. Gjábakki Handavinnustofan opin, hádgisverður kl. 11.40, heitt á könnunni til kl. 15.30 Hraunbær 105 Frítt kaffi á könnunni og spjall kl. 8.30 Opin handa- vinna – leiðbeinandi kl. 9. Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10.30. Gönguhópur kl. 10.30. Hádegismatur kl. 11.30. Bónus bíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30. Hraunsel Myndmennt kl. 10. Ganga Kaplakrika alla daga kl. 10-12. Gler kl. 13. Brids kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 14.40. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, Bónusbíll kl. 12.40, bóka- bíll kl.14.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu nánar í síma 411-2790. Norðurbrún Morgunkaffi kl. 8.30. Útskurður kl. 9. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Ganga með starfsmanni kl. 14. Vesturgata 7 Þriðjudagur. Setustofa / kaffi kl. 9. Almenn handavinna kl. 9. Fótaaðgerð kl. 9. Hárgreiðsla kl. 9. Hádegisverður kl. 11.30. Kaffi- veitingar kl. 14.30. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Óvissuferðir, ættarmót, hvataferðir, fyrirtækjaferðir, skemmtiferðir! Heklusýning, hótel, veitingahús. Tjaldstæði, hestaleiga, veiði, göngu- leiðir. Skipuleggjum viðburði ef óskað er. Uppl. á www.leirubakki.is og í síma 487-8700. Aðalfundur Aðalfundur Sálarrannsóknarfélags Íslands verður haldin sunnudaginn 14. júní kl. 18:00 í húsakynnum félagins að Hamraborg 1, Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn Sálarrannsóknarfélags Íslands. VIÐ BREYTUM OG RÝMUM! Úrval af vönduðum leðurskóm fyrir dömur á 50% afslætti! Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. 3 GÓÐIR ! Teg 12208 - spangarlaus, fæst í hvítu og svörtu í stærðum 75-95 C,D á kr. 5.700,- Teg 13012 - haldgóður, mjúkur í 80- 100 C,D,E á kr. 5.700,- Teg 81103 - létt fylltur í stærðum 70-85B og 75-90C á kr. 5.700,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Ríf ryð af þökum, ryðbletta, hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Hún Ása mín hefur kvatt okkur, hún Ása okkar allra. Leiðir okkar lágu saman er við hittumst í vorskóla í Austur- bæjarskólanum 1936 og við höf- um átt samleið síðan. Okkur varð strax vel til vina. Hún sat hjá Ástu Bjarna og þær voru vinkonur alla ævi. Erla Ragn- ars bjó á Grettisgötu og Ása á Njálsgötu og þær voru góðar vinkonur alla tíð. Adda (Árný Sigurðar) bjó á Freyjugötu og við 3 vorum mikið saman. Ása var lengi einbirni og bjó með Friðbjörgu mömmu sinni og Helgu ömmu, en Jón pabbi var sjaldan heima því hann var til sjós, skipherra á varðskipi. En stórfjölskyldan bjó öll í sama húsinu. Afi og amma, for- eldrar Jóns, Ása og Gyða föð- ursystur bjuggu öll á hæðinni fyrir ofan. Adda eignaðist lítinn bróður (átti fleiri systkini) en þetta fannst okkur spennandi. Þá fór- um við að passa. Svo eignaðist Ása Jóna Jónsdóttir ✝ Ása Jóna Jóns-dóttir fæddist 12. september 1930. Hún andaðist 15. maí 2015. Útför Ásu fór fram 26. maí 2015. Ása líka lítinn bróður og við tók- um allar þátt í þeirri gleði, hann var skírður þegar Ása fermdist. Jó- hann Pétur, hann var mjög hrifinn af stóru systur og sagði alltaf svo fal- lega: Ása mín. Það festist því við hana og við kölluðum hana það síðan. Svo eignaðist ég líka lítinn bróður og þá vorum við allar jafnar nema hvað Ása eignaðist annan bróður, Birgi Þór. Það var gaman þegar Ása átti afmæli, það voru margir gestir og góðar kökur og við fórum í allskonar leiki. Peggý frænka kom og Lalla á Njáls- götunni, Gyða frænka bjó í sama húsi, þær voru allar eldri en við og því litum við upp til þeirra. Svo varð Gyða dama og fór að vinna í Nínon, sem var tísku- verslun í Bankastræti. Það var voða gaman að koma þar inn, en það var ekki vel séð að „stelpur“ sem ekki voru að versla væru að flækjast og Gyða var hrædd um að fá skammir. Hún þurfti að sýna vinnunni virðingu. Ása var í sveit í nokkur sumur á Arn- arstapa á Snæfellsnesi. Svo fór hún að vinna hjá símanum, fyrst á langlínu Landssímans og seinna á ritsímanum. Svo kom hann Jói, Akurnes- ingurinn Jóhann Gunnlaugsson. Þau giftu sig áttu yndislega fal- legt heimili og eignuðust þrjá syni: Jón Friðrik, Gunnlaug Helga og Gunnar Einar. Þau fluttu í Sæviðarsundið og voru með matvöruverslun og Ása vann lengi í búðinni. Í Sævið- arsundinu bjó líka Maja Gísla, hún var með okkur í barnaskól- anum og þarna lágu leiðir þeirra aftur saman og þar varð mikil vinátta milli hjóna. Svo kom Ingi Valur, sonur Jóa, til þeirra og gekk í framhaldskóla í Reykjavík, bjó hjá þeim og varð einn af fjölskyldunni. For- eldrar mínir voru landnemar í Fossvogi og áttu þar sumarbú- stað, það fannst okkur gaman á vorin að við fengum að fara 3 saman þangað með svefnpoka og gista, stundum var gist í tjaldi, þegar fleira fólk var í bú- staðnum. Þau hjónin fóru í mörg ár í sumarfrí til Spánar. Þau voru dugleg að fara á Skagann, Jói átti mörg systkini og var mikill samgangur og samheldni milli þeirra. Þau hafa átt miklu barnaláni að fagna, eignast góð- ar tengdadætur og mörg barna- börn, sem öll hafa verið natin og hjálpsöm í veikindum Jóa og stutt Ásu eftir andlát hans. Ég og mín fjölskylda vottum sonum Ásu og öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Dóra G. Jónsdóttir. Afi var ekki maður margra orða en mikið fannst mér hann alltaf stórmerkilegur og heillandi maður. Eflaust verið mikill sjarmör í þá tíð. Skammt er á milli þess sem afi og amma mín fara yfir móð- una miklu. Í vetur þegar við komum nokkur til að dvelja síð- ustu daga ömmu hjá þeim kom svo skýrt í ljós hversu kær þau voru hvort öðru. Það var svo fal- legt að sjá hversu afa var um- hugað um að það færi vel um ömmu og hvernig hann róaðist og gat hvílst betur sjálfur þegar henni leið vel. Það kemur því ekki á óvart hve stutt er á milli andláta þeirra. Eftir sitjum við samt með sorg í hjarta en þó smá ljós í myrkrinu með þá trú að þau séu sameinuð á ný. Ég kom mjög oft norður á Laugar til ömmu og afa og vá, hvað mér þótti afi stór maður í þeirri merkingu að hann hlyti að vera merkilegasti maðurinn í sveitinni. Hann átti svo mörg stór tæki og vélar sem ég kann ekki að telja upp og fyrirtæki með skrifstofu heima. Það var náttúrulega flottasta svæðið þar sem hægt var að fara í skrif- stofuleik með reiknivél og allt sem mann dreymdi um að nota í þannig leik. Hann var alltaf með einhver verkefni í gangi og endalaust menn að koma að hitta hann. Afi átti líka flottasta bílinn á landinu, eða mér fannst það allavega. Buick 1978, svartur, sem áður hafði verið ráðherra- bíll. Strax við þau kaup sagði ég við afa að þegar ég gifti mig myndi ég vilja að hann keyrði mig í Buick. Afi stóð sko við Björn Jóhann Guðmundsson ✝ Björn JóhannGuðmundsson fæddist 11. apríl 1931. Hann lést 24. maí 2015. Útförin fór fram 8. júní 2015. þetta og uppfyllti draum minn. Þessi bíll er enn í bíl- skúrnum á Hóla- braut og kom afi síðast suður á hon- um sl. sumar. Það verður erfitt að hugsa til fram- tíðarinnar án ömmu og afa, sem hafa verið mikilvægur og fallegur hluti af mér allt mitt líf. Ég held fast í mína trú að nú séu þau sam- einuð á ný á stað þar sem allt er heilt og gott, þeim líður vel og munu taka á móti okkur hinum megin þegar þar að kemur. Þar til næst elsku afi minn, kysstu ömmu frá mér. Þín Guðný Lára Jóhannsdóttir. Björn afi var herramaður, hann hjúkraði ömmu þegar hún lá banaleguna í vetur og rölti svo á eftir henni í Sumarlandið nú þegar gróðurinn er að taka við sér og sólin að verða hæst á lofti. Afi var svona náttúrulega svalur gaur, hann var ekkert að flækja hlutina heldur var fata- stíllinn einfaldur, svipaði til gömlu kvikmyndastjarnanna og til að toppa ímyndina keyrði hann um á glæsibifreiðinni Bu- ick. Afi var maður fárra orða, með honum þurfti maður ekki endilega að tala einhver ósköp til að eiga gæðastundir. Vænt- umþykja hans skein í gegn í faðmlögum hans, brosi, klappi á handarbakið og hlátri. Afi var stórhuga maður og óhræddur við að fara ótroðnar slóðir, það gerði hann meðal annars með snjóblásaranum sem hann hannaði og smíðaði. Með þeirri uppfinningu var hann töluvert á undan sinni samtíð. Hann var ekki bara hug- myndaríkur heldur líka laghent- ur og duglegur að koma hlutum í verk, taka vídeó, smíða, gera við bíla, mála og yrkja. Það sköpunarverk afa sem er í mestu uppáhaldi hjá mér er hornveggurinn í Hólabraut sem afi breytti í pálmatré, þvílík snilldarhugmynd sem passaði alltaf svo vel þarna inn, gaf heimilinu í senn ævintýrablæ og ró. Eftir að afi komst á eft- irlaunaaldurinn tók hann til við að smíða úr silfri því ekki gat svona maður setið með hendur í skauti. Hann sótti námskeið og fyllti svo í eyðurnar sjálfur og þróaði sinn stíl. Hann gerði ófáa dýrgripi handa ömmu, það þótti henni vænt um enda mikill fag- urkeri. Þvílíkt magn af skart- gripum sem hann hefur smíðað af mikilli natni, ég er ótrúlega þakklát fyrir þá skartgripi sem hann gaf mér og þeir skart- gripir eru margfalt dýrmætari en silfrið sem notað var í þá. Við hófum alltaf okkar sum- arfrí síðustu rúmu tíu árin á að fara norður í Hólabraut og er- um innilega þakklát fyrir þær gæðastundir sem við áttum þar með ömmu og afa í fallegu sveit- inni í Reykjadalnum. Síðustu ár- in hefur Sigurjón litli byrjað að mala um leið og sólin fer að skína og sagt: „Hvenær förum við að heimsækja ömmu Guð- nýju og afa Björn?“ Hann var ekki í rónni fyrr en við vorum komin í Hólabraut í faðm þeirra hjóna. Morgnana hóf hann með ömmu Guðnýju í eldhúsinu og síðan var brallað ýmislegt með langafa og skemmtilegast fannst honum að fá að sitja með á sláttutraktornum og gera garð- inn fínan. Skúrinn hans afa hafði líka aðdráttarafl og gaman var að fylgjast með afa sínum smíða alla fallegu hlutina. Það má segja að tilhlökkunin hjá mér og Atla væri ekki minni en hjá barninu. Við erum ekkert tilbúin að kveðja afa frekar en ömmu fyrr í vetur, en það er huggun að nú eru þau hjónin sameinuð á ný. Þeirra er sárt saknað en minn- ing þeirra lifir fast í hugum okk- ar áfram. Þau hjónin voru stór- ar manneskjur hvort á sinn hátt og margt í þeirra viðhorfum og lífsskoðunum sem ungu fólki er bæði gott og hollt að taka með sér áfram út í lífið. Sara Valný, Atli Þór og Sigurjón Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.