Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
ÖRYGGISVÖRUR
VERKTAKANS
–Þekking og þjónusta í 20 ár
Tunguhálsi 10 • www.kemi.is
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
Stefán Pálsson sagnfræðingur mun
leiða sögugöngu um Viðey í kvöld og
ganga með gesti um vestureyna.
Fram kemur í tilkynningu að vest-
ari hluti Viðeyjar tengist einkum
landbúnaði í eynni í gegnum tíðina,
klausturhaldi og ræktunartilraunum
Skúla Magnússonar fógeta.
Á þriðjudagskvöldum eru auka-
ferðir til Viðeyjar frá Skarfabakka
kl. 18.15 og 19.15. Gangan hefst kl.
19.30 við Viðeyjarstofu en siglt verð-
ur heim kl. 21.
Söguganga
um Viðey
Viðey Viðeyjarstofa var reist á 18. öld
í tíð Skúla Magnússonar landfógeta.
„Við erum að yfirfara lagerinn og
sjá hvað varð eldinum að bráð,“ seg-
ir Brynjar Bergsteinsson, fram-
leiðslustjóri hjá Set röraverksmiðju
á Selfossi, en mikill eldur kviknaði
þar á sunnudagskvöld. Brynjar seg-
ir að tjónið sé áætlað um 10-15 millj-
ónir króna. Ekkert mannvirki varð
eldinum að bráð og ekkert tjón varð
á fólki, en mbl.is greindi frá því í
gær að eldsupptök mætti rekja til
fikts tveggja níu ára drengja með
kveikjara og brúsa af eldfimum
vökva sem þeir höfðu fundið á göt-
unni.
Fjölmargir komu að slökkvistarfi,
þ.m.t. björgunarsveitarmenn, Rauði
krossinn og barnaverndaryfirvöld.
Fjöldahjálparstöð var opnuð í Valla-
skóla, en þangað leituðu 25 manns.
Einnig kviknaði í árið 2012
Árið 2012 var einnig eldsvoði hjá
Set Röraverksmiðju, en þá kviknaði í
geymsluhúsnæði út frá rafmagni. Í
samtali við mbl.is sagði Bergsteinn
Einarsson, forstjóri Set, að miklar
öryggisumbætur hefðu átt sér stað
hjá fyrirtækinu síðan 2012 en
kannski þyrfti að gera enn meira.
Ljósmynd/Jón K.B. Sigfússon
Þykkur reykur Af eldinum á Selfossi stafaði mikill og þykkur reykur á
sunnudagskvöld. Tjónið af eldsvoðanum er áætlað 10-15 milljónir króna.
Fikt varð að báli
Áætlað tjón vegna brunans á Sel-
fossi á sunnudagskvöld 10-15 milljónir
„Spurt var hvort viðkomandi hefði
unnið í þjónustustörfum síðastliðin
tíu ár og af þeim sem svöruðu og
höfðu gert það var 41% sem hafði
verið kynferðislega áreitt,“ sagði
Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags-
og kynjafræðingur, í samtali við
mbl.is um niðurstöður rannsóknar
sem hún vann sem kynntar voru í
gær á ráðstefnu sem Starfsgreina-
sambandið stóð fyrir ásamt MAT-
VÍS og systursamtökum á Norður-
löndum gegn staðalmyndum og
kynferðislegri áreitni innan hótel-,
veitinga- og ferðaþjónustunnar.
Starfsgreinasambandið í sam-
starfi við Rannsóknarstofnun í jafn-
réttismálum við Háskóla Íslands lét
vinna rannsókn á tíðni og eðli kyn-
ferðislegs áreitis gagnvart starfs-
fólki í þjónustustörfum. Rannsóknin
var unnin af Félagsvísindastofnun
og Steinunni þar sem hún athugaði
hversu stór hluti þeirra sem störf-
uðu í þjónustugeiranum hefði orðið
fyrir kynferðislegri áreitni.
Steinunn segir slíkt líklega al-
gengara en flestir geri sér grein
fyrir. „Það hafa mjög fáar rann-
sóknir verið gerðar á Íslandi hing-
að til um þetta málefni, þó að það
hafi verið í vinnuverndarlöggjöf
lengi, þannig að umfang og eðli
þess hefur ekki verið rannsakað
mikið hingað til. Við erum meira að
rannsaka þolendurna en vitum
kannski ekki hvað gerendurnir eru
að hugsa. Þeir, samkvæmt þessari
rannsókn, eru oftast viðskipta-
vinir.“
Gerendur oftast
viðskiptavinir
41% orðið fyrir kynferðislegri áreitni
Morgunblaðið/Kristinn
Rannsókn Steinunn Rögnvaldsdóttir segir fáar rannsóknir á Íslandi um kynferðislega áreitni í garð starfsfólks.