Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 Deilur á vinnumarkaði Kristján H. Johannessen Ingvar Smári Birgisson Ákveðið var á sáttafundi Samtaka at- vinnulífsins (SA) með iðnaðar- mannafélögunum seint í gærkvöldi að fresta fyrirhuguðum verkfalls- aðgerðum. Höfðu iðnaðarmanna- félögin boðað sex sólarhringa verkföll á miðnætti annað kvöld. Þeim hefur nú hins vegar verið frestað til 22. júní næstkomandi. Hefði verkfallið tekið til rúmlega 5.700 félagsmanna. Fulltrúar Rafiðn- aðarsambandsins (RSÍ), Félags vél- stjóra og málmtæknimanna (VM) og Matvís komu til fundar við samn- inganefnd SA um miðjan dag í gær og náðist samkomulag um frestun verk- falla laust fyrir klukkan hálftólf. „Menn eru búnir að reyna að tog- ast á eins og hægt er. En það á auð- vitað eftir að fara yfir sérmál og önn- ur atriði svo að þetta er nú ekki búið,“ segir Guðmundur Ragnarsson, for- maður VM, og bendir á að stefnt sé að undirritun samninga hinn 15. júní. Meginútlínur komnar Þorsteinn Víglundsson, formaður SA, segir niðurstöðu fundarins ánægjulega. „Það náðist upplegg að kjarasamningi við þann hóp iðn- aðarmanna sem var ókláraður. Það er ánægjulegt að það hafi náðst að koma þessu í þennan farveg og þar með af- stýra þeim verkfallsaðgerðum sem voru yfirvofandi,“ segir hann. Spurður hvort komnar séu skýrar útlínur að samningi svarar Þorsteinn: „Við teljum að við séum komnir með meginútlínur samnings en auðvitað á eftir að ræða sérmál við hvert og eitt samband. Við treystum því að það verði hægt að vinna þetta á góðum takti.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, segist vera „til- tölulega sáttur“ við þær meginlínur sem settar hafi verið í samninga- viðræðunum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem menn geti í það minnstareynt að vinna út frá. Ann- ars hefði maður ekki farið þessa leið.“ Ræða næst sérmál félaganna Aðspurður segir hann næstu skref vera þau að ræða sérmál félaganna. „Planið er að setjast niður næstu daga og klára sérmál þessara þriggja hópa,“ segir Kristján Þórður og bætir við að hann sé hæfilega bjartsýnn á að samningar náist inn- an settra tímamarka. „En auðvitað á eftir að koma í ljós hvernig gangi að ræða þessi sérmál. Við verðum í það minnsta tilbúnir að fara í þær við- ræður,“ segir hann. Samkomulag náðist um frestun verkfalla  Víðtækum áhrifum af yfirvofandi verkföllum RSÍ, VM og Matvís slegið á frest  Verkföllum frest- að til 22. júní  Stefnt er að því að skrifa undir samninga 15. júní  Sérmál félaganna eru eftir Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkissáttasemjari Sáttafundur SA með iðnaðarmannafélögunum hófst um miðjan dag í gær. Samkomulag náðist um frestun verkfalla um hálftólf. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Eygló Harðardóttir velferðar- ráðherra hefur lagt fram húsnæðis- frumvarp sem hefur það megin- markmið að lækka húsnæðis- kostnað efna- minni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta. Fjármálaráðu- neytið gagnrýnir frumvarpið í um- sögn sinni. Segir í umsögn fjármála- ráðuneytisins að hlutfallslega verði aukning á niður- greiðslu húsaleigu meiri eftir því sem tekjur heimila séu hærri og að aukinn ríkisstuðningur við leigj- endur muni að öllum líkindum leiða til hækkunar á leiguverði. Barn verði metið Í rökstuðningi frumvarpsins segir að því sé ætlað að vera liður í því að jafna húsnæðisstuðning hins opin- bera við ólík búsetuform og stuðla þannig að því að landsmenn hafi raunverulegt val um búsetuform. Í frumvarpinu er lagt til að tvö stjórn- sýslustig fari með framkvæmd hús- næðisbóta. Annars vegar að félags- og húsnæðismálaráðherra fari með yfirstjórn húsnæðisbóta og hins vegar að Tryggingastofnun ríkisins fari með framkvæmdina. Þá er lagt til að teknar verði upp húsnæð- isbætur í stað húsaleigubóta og verði hinar nýju bætur greiddar út mánaðarlega. Þá miðist grunn- fjárhæðir við fjölda heimilismanna óháð aldri en ekki fjölskyldugerð eða fjölda barna. „Helgarforeldrar“ fái bætur Jafnframt er lagt til að ef barn dvelji að lágmarki 30 daga á ári á heimili hjá öðru foreldri, hafi for- eldrarnir sameiginlega forsjá, geti barnið talist heimilismaður í skiln- ingi laganna. Í úrsögn fjármálaráðuneytisins kemur fram að frumvarpið muni auka útgjöld ríkisins til leigjenda um liðlega tvo milljarða á ári. Marg- ir þættir frumvarpsins eru gagn- rýndir í umsögn fjármálaráðuneyt- isins. Greining fjármálaráðuneytisins á frumvarpinu gefur til kynna að hlut- fallslega aukist niðurgreiðsla húsa- leigu meiri eftir því sem tekjur heimila séu hærri. Einstætt foreldri með tvö börn og árstekjur upp á 3-4 m. kr. fengi u.þ.b. 100 þ. kr. meiri húsnæðisbætur, en foreldri í sömu aðstöðu með 8-9 m. kr. í árstekjur fengi u.þ.b. 115 þ. kr. meira í hús- næðisbætur við lagabreytingarnar. Að sama skapi fengju hjón með tvö börn og 8-9 m. kr. í árstekjur meiri hækkun en hjón með 3-4 m. kr. í árstekjur. Frumvarpið hækki leiguverð og skili leigusölum meiri ábata Enn fremur telur fjármálaráðu- neytið að aukinn ríkisstuðningur við leigjendur við núverandi aðstæður á leigumarkaði muni að öllum lík- indum leiða til hækkunar á leigu- verði, sem kynni að skila meiri ábata fyrir leigusala en fyrir leigj- endur, auk þess sem sveitarfélög kynnu að draga úr sínum sérstöku húsaleigubótum. Þá er gagnrýnt að frumvarpið feli í sér þá breytingu að framkvæmd almennra húsaleigubóta verði færð til ríkisins, en með því móti yrði framkvæmd á húsnæðisstyrkjum til leigjenda eftirleiðis á tveimur stjórnsýslustigum, með auknum rekstrarkostnaði og flóknara ferli fyrir hluta bótaþega. Morgunblaðið/Frikki Húsnæði Markmið frumvarpsins er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta. Hart skotið á nýtt húsnæðisfrumvarp  Niðurgreiðsla húsaleigu eykst meira hjá tekjuhærri heimilum  Ætlað að jafna stuðning við ólík búsetuform Eygló Harðardóttir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Sú heilbrigðisþjónusta sem lands- mönnum stendur til boða þessar vikurnar er óviðunandi. Heilbrigðiskerfið hefur farið niður um flokk og það liggur mjög á að leysa þetta mál svo við getum far- ið að hefja þá erfiðu vegferð að ná kerfinu upp aftur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspít- alans, en langvarandi verkfalls- aðgerðir Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga hafa haft þung áhrif á alla starfsemi sjúkrahússins. Búið að fresta 700 aðgerðum Er Landspítalinn nú rekinn sem bráðaspítali þar sem öllu er for- gangsraðað og einungis bráðum aðgerðum sinnt. Samkvæmt upp- lýsingum frá spítalanum hefur 700 skurðaðgerðum verið frestað frá því að verkfallsaðgerðir fyrst hóf- ust, þar af eru 200 aðgerðir sem frestað hefur verið frá því í síð- ustu viku. Alls hefur um 8.300 myndgreiningarannsóknum verið frestað, a.m.k. 148 hjartaþræð- ingum og 5.600 komum á dag- og göngudeildir auk þess sem inni- liggjandi sjúklingum hefur verið fækkað um 130 á Landspítalanum. Fólk yrði kallað úr sumarfríum „Það er búið að þrengja alla starfsemi spítalans. Eins og stað- an er núna sinnum við bráða- málum og því fárveika fólki sem liggur inni hjá okkur en við gerum í raun ekki neitt annað,“ segir Páll og bendir á að mikil deyfð sé yfir öllum starfsmönnum spítalans vegna þessa. Aðspurður segir Páll Landspít- alann brátt munu glíma við annan vanda þegar starfsmenn fara í sumarleyfi. „Þegar sumarfríin byrja af alvöru í júlí verður ekkert hægt að ráða fram úr þessu nema kalla fólk til vinnu aftur úr sumar- fríum,“ segir hann og bendir á að vegna öryggis sjúklinga verði þó að leysa deiluna löngu áður en til þess komi. Heilbrigðiskerf- ið hefur fallið niður um flokk  Óviðunandi heilbrigðisþjónusta í boði, segir forstjóri Landspítala Morgunblaðið/Eggert Aðgerð Forstjóri Landspítalans segir afar þungt yfir starfsmönnum, sem þurfi að upplifa síaukið vinnuálag vegna langvarandi verkfalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.