Morgunblaðið - 09.06.2015, Side 30

Morgunblaðið - 09.06.2015, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 �7 5 www.katla.is HA! RASPfTERTU? Ja, petta verc5ur pu ai:5 pr6fa. Finndu uppskrift a katla.is undir nafninu RASPTERTA og pr6fac5u... pessi kemur skemmtilega a 6vart. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Hugmyndin var að skoða þau áhrif sem hver fjórðungur landsins hefur haft á mig – og það er auðvitað spurning um lífshlaup og smekk,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli þeg- ar hann sýnir blaðamanni splunku- nýja bók sína, Icelandic landscapes – The artists view. Í henni gefur að líta málverk Tolla frá ýmsum tímum, af íslenskri náttúru, skipað niður eftir landshlutum, og hugleiðingar hans um náttúruna og þessi svæði, á ís- lensku, ensku og þýsku. „Það er eins með landsfjórðung- ana og börnin manns eða myndirnar, ég get ekki gert upp á milli þeirra,“ segir hann. „Líttu á Vestfjarðakjálkann. Þetta er þurs – það er ekki hægt að neita því. Svo förum við norðaustur, yfir í mildina og það liggur við móður- faðminn eins og í Aðaldal og á Hér- aði. Fyrir okkur sem eigum tilveru okkar hér í verstöðinni á hjaranum, þá er tilfinningin þar á góðu sumri afskaplega ólík þeirri hjá Vestfjarða- þursinsum,“ segir Tolli og vonast til þess að bókin gefi tilfinningu fyrir þessu ólíka eðli landshlutanna. „Það er rannsóknarefni sem ég áttaði mig enn betur á þegar verkin voru komin saman í þessa bók,“ segir hann og styður fingri á kápu bók- arinnar. „Lítum aftur á Vestfjarða- kjálkann. Hann hefur miklu geó- metrískari form en aðrir landshlutar. Jökullinn hefur unnið verkið eftir réttskeið þegar hann heflaði þessi fjöll. Svo er annar landshluti sem er pönkaður og óút- reiknanlegur en það er eldvirki hryggurinn, upp Reykjanesið og norður úr. Þar er alltaf partí og ves- en. Alltaf útköll …“ Frásögn af landslagi Er hann meðvitað að fást við ólíka hluta landsins þegar hann málar landslagsmyndir? „Ég er að vinna með landslag og frásögn af landslagi, sem þýðir að ég set oft upp sjóndeildarhring og ein- hver kennileiti, og þá er ég um leið að fást við þekkt minni í huga mér þótt ég sé að mála splunkunýt mál- verk. En þar sem ég vinn við þetta á hverjum degi, allan ársins hring, þá er ég líka að reyna að fást við þann háska sem getur legið í of mikilli endurtekningu. Því leitast ég alltaf við að þróa áfram það sem ég er að gera og festast ekki í einhverjum bisness, þótt einhverjar myndir selj- ist vel. Ég er auðvitað þakkátur fyrir að fólk vilji myndir, jafnvel eina um- fram aðra, en um leið leita ég út- gönguleiða yfir á næsta stig. Það er eins og að spila tölvuleik, maður verður að komast á næsta borð.“ Aukabúgrein ekki síður falleg Tolli er ekki bara símálandi, eins og umhverfið á vinnustofunni þar sem við sitjum ber vitni um, málverk á trönum og veggjum allt í kring, heldur hefur hann einnig sent frá sér nokkrar ólíkar bækur sem byggjast á myndheiminum. Finnst honum það mikilvægt? „Mér finnst starfsumhverfi lista- manna vera heillandi heimur. Rit- höfundurinn er mínímalískur sem listamaður, hann þurfti ekkert ann- að en penna og blokk, í dag litla tölvu. Þessi fátæklegi förumaður andans getur hins vegar búið til umhverfi þar sem hundruð og þús- undir manna eru í vinnu kringum hugverk hans, reistir eru ævintýra- legir heimar, búnar til kvikmyndir; nýjar stefnur geta orðið til í fót- sporum hins fátæka förumanns. Mér hefur fundist það heillandi með myndlistarmanninn hvað starf hans gefur af sér miklar afurðir. Til dæmis þessar ótrúlegu fallegu myndlistarbækur, sem oft er það fallegasta sem fólk sér í bókabúð- um. Mér hefur oft þótt þessi aukabúgrein myndlistarmansins ekki síður falleg en listaverkið sjálft. Því hefur mér þótt það mik- ilvægt að allir þessir hlutir séu til staðar í kjölfar listamannsins: plak- atið, boðskortið, bókin, umræðan. Ég hef líka verið heillaður af þeirri hugmynd að nýta bergmálið af listaverkunum í nytjahluti. Eins og bókmenntir verða nytjahlutir þegar sífellt er verið að vitna í setningar í skáldskap einhverra manna, til að hjálpa þér gegnum daginn. Þannig hefur texti Halldórs Laxness, Ein- ars Más og fleiri góðra skálda orðið hluti af nytjabúskap okkar í dagsins önn. Bækur þeirra hafa leyst marga gátuna, leyst margan hnút- inn, þess vegna styðjumst við við allan þann heim sem listamaður getur búið til. Því er ég mjög hrifinn af bókinni sem hluta af þeirri veröld sem listir eru.“ Laminn í hverju plássi Tolli skrifar sjálfur hugleiðing- arnar í bókina og hann hefur lengi fengist við orð í einhverri mynd, allt frá því að hann samdi lagatexta og flutti með hljómsveitum eins og Ík- arusi. „Já já, og þennan texta í bókinni skrifaði ég allan í Búddaklaustri sem ég var í í Skotlandi. Ég ákvað að skrifa hugleiðingar um samskipti mín við landið og fólkið í landinu, og gefa lesandanum smá innsýn í það hvers vegna ég er landslagsmálari. Þetta er ekkert dæmigert spall við ferðamann, þar sem landinu er lýst, heldur persónulegar pælingar. Ég segi til dæmis frá því að ég hafi verið laminn í hverju plássi sem ég kom á sínum tíma í sem farand- verkamaður,“ segir hann og hlær. „Fyrir það að vera í fyrsta lagi Reykvíkingur, í öðru lagi dópisti og í þriðja lagi kommúnisti. Jafnvel hippi! Ég var með alla þessa stimpla. Það getur verið gaman fyr- ir útlendinga að heyra sögu Reyk- víkings um það hvernig landið tók á móti honum. Það var merkileg reynsla og ég segi frá mörgu svona. Þetta er ekki hefðbundin mynd- listarbók heldur bók sem á að vekja hughrif. Í útlitinu liggja myndir saman, við getum þess ekki hvað myndirna eru stórar, í hvaða miðil þær eru unnar og hvað þær heita; þetta verk snýst um mynd- heimana og bókin ræður ferðinni en ekki að myndlistarmaðurinn verði að fá sitt fram. Þetta átti að vera skemmtileg bók sem gripi fólk með í ferðalag.“ Í tilefni útgáfgunnar efnir Tolli á næstunni til sýningar í galleríi sínu á Hólmaslóð 2 þar sem hann sýnir ný verk og bókin verður kynnt. Þetta snýst um myndheimana  Myndlistarmaðurinn Tolli fjallar um landshlutana í nýrri bók  Skrifaði hugleiðingarnar í Búddaklaustri í Skotlandi  „Skoða þau áhrif sem hver fjórðungur landsins hefur haft á mig“ Morgunblaðið/Einar Falur Myndlistarmaðurinn „Bókin ræður ferðinni en ekki að myndlistarmaðurinn verði að fá sitt fram. Þetta átti að vera skemmtileg bók sem gripi fólk með í ferðalag,“ segir Tolli. Hann er hér við einar trönurnar í vinnustofu sinni. Helen Mirren hampaði sínum fyrsta Tony þegar bandarísku Tony- leikhúsverðlaunin voru afhent í 69. sinn við hátíðlega athöfn í Radio City Music Hall í New York sl. sunnudag. Verðlaunin hlaut hún fyr- ir túlkun sína á Elísabetu II. Breta- drottningu í The Audience eftir Pet- er Morgan, en leikritið beinir sjónum sínum að persónulegum samskiptum drottningar við þá for- sætisráðherra sem gegnt hafa störf- um á valdatíma hennar. Í þakkar- ræðu sinni sagði Mirren það ótrúlegan heiður að hljóta verðlaun- in og tók fram að þau myndu rata upp á arinhilluna við hlið Óskarsins sem hún hlaut fyrir túlkun sína á El- ísabetu II. í kvikmyndinni The Queen. Mirren hafði á orði að nú ætti hún aðeins eftir að vinna til Grammy-verðlauna og tók fram að hún ætti kannski að vinna að hljóð- bók til að eiga möguleika á slíkum verðlaunum. Sigursælustu sýningar kvöldsins voru bandaríski söngleikurinn Fun Home, unninn upp úr skáldsögu Al- ison Bechdel, og breska leikritið Furðulegt háttalag hunds um nótt, leikgerð Simons Stephen á skáld- sögu Marks Haddon, en hvor sýning um sig hlaut fimm verðlaun. Fun Home var valin besti nýi söngleik- urinn, Jeanine Tesori og Lisa Kron voru verðlaunaðar fyrir bestu frum- sömdu tónlistina og handrit, Michael Cerveris var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki í söngleik og Sam Gold besti leikstjórinn fyrir söngleik Furðulegt háttalag hunds um nótt var valið besta nýja leikritið, Mari- anne Elliott hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn á leikriti, Alex Sharp fyrir leik sinn í aðalhlutverki í leikriti, Bunny Christie og Finn Ross fyri bestu leikmynd og Paule Constable fyrir bestu lýsingu. AFP Sigursæl Helen Mirren var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Elísabetu II. Mirren hampar Tony-grip

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.