Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og
Danmerkur 2015
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við erum búin að vera hér írúmt ár, ég stunda sjóinnen er með annan fótinn ílandi hér á setrinu,“ segir
Þröstur Leó Gunnarsson, sem ásamt
Helgu Sveindísi konu sinni sér um
veitingasöluna í Skrímslasetrinu á
Bíldudal. Hann er fæddur og uppal-
inn á Bíldudal en hefur eins og
landsmenn vita búið og starfað sem
leikari fyrir sunnan, en hann flutti
aftur heim á Bíldudal þegar hann
hætti í leikhúsinu.
„Það er æðislegt að þurfa ekki
að vera í leikhúsvinnunni á kvöldin
og um helgar. Hér á Bíldudal er
mikil uppbygging og nú fer að vanta
húsnæði. Stórt laxeldisfyrirtæki er
að fara í gang hér og þá þarf að fá
hundrað manns til starfa, hvert ein-
asta hús er umsetið. Þetta er frábær
þróun, því að bærinn var kominn í
mikla lægð,“ segir Þröstur og bætir
við að gert sé ráð fyrir um 4.000
manns á Skrímslasetrið í sumar.
„Hér er ferðamannasprengja
eins og annars staðar á landinu. Í
vor og það sem af er sumri hefur
bæði íslenskum og erlendum gestum
fjölgað mjög.“
Allir voru dolfallnir
Þröstur segir að ýmsir við-
burðir séu í boði á kaffihúsinu á
Skrímslasetrinu og núna í byrjun
júní tróð þar til dæmis upp banda-
rískur tónlistarmaður sem kallar sig
Crywolf.
„Hann er frá Los Angeles og
hefur dvalið hér á Bíldudal við að
semja tónlist fyrir næstu plötu. Við
fengum því heimsfrumsýningu hér á
Skrímslasetrinu og allir voru dol-
fallnir, þetta voru meiriháttar tón-
leikar.“
Haldin verða þrjú menningar-
kvöld í sumar þar sem landsþekktir
listamenn troða upp og boðið verður
upp á dýrindis veisluföng.
„Við ætlum að bjóða upp á
franska veislu 25. júlí, en þá kemur
Brynhildur Guðjónsdóttur leikkona
og bregður sér í hlutverk söngfugls-
ins Edith Piaf. Einnig mun hún
fræða gesti um franskar matar- og
vínhefðir, en hún er vel kunnug
franskri menningu. Á þessu kvöldi
verður stefnumót franskrar og bíld-
dælskrar matarhefðar og góð frönsk
vín á boðstólum,“ segir Þröstur og
bætir við að franskir sjómenn hafi
þekkt vel til Bíldudals fyrr á öldum
og ekki sé ólíklegt að brúna bráin sé
frá þeim komin.
Fangarnir á Hrauninu
með góðan matarsmekk
„Kenneth Máni, sem leikinn er
af Birni Thors, kemur til okkar
þann 7. ágúst, ef hann sleppur af
Hrauninu. Hann ætlar að leiða gesti
í gegnum málsverð sem við köllum
Léttir réttir frá Litla-Hrauni. Eng-
inn ætti að láta það fæla sig frá, því
fangarnir á Eyrarbakka hafa góðan
matarsmekk og láta ekki bjóða sér
hvað sem er. Eitthvað muldraði þó
Kenneth Máni um Hraun á ís,“ seg-
ir Þröstur og hlær.
„Við ætlum að hræra saman í
prógramm þar sem Kenneth Máni
mætir sem gestakokkur og þjónn.
Ég tek kannski einhvern þátt í því
og við gerum eitthvað skemmti-
legt.“
Þröstur Leó segir að einnig sé
von á stóru númeri síðar í ágúst, en
það sé ekki endanlega frágengið.
„Þetta er frægasti Vestfirðingur-
inn.“
Loksins réttar hitatölur
Þröstur segir að margir Ís-
lendingar eigi eftir að ferðast um
Vestfirði og hvetur hann þá til að
koma hið fyrsta og njóta alls sem
kjálkinn hafi upp á að bjóða.
„Bróðir minn hefur barist fyrir
því í áraraðir að hitatölurnar við
Bíldudal sem birtast á veðurkort-
Með annan fót í landi
á setri skrímsla
Hann sagði skilið við leikhúsið og flutti á æskuslóðirnar á Bíldudal, þar sem
hann stundar sjóinn og sér um veitingar og viðburði á Skrímslasetrinu ásamt
konu sinni. Þau ætla að bjóða upp á ýmislegt skemmtilegt í sumar, Kenneth Máni
ætlar að bjóða upp á létta rétti af Hrauninu og Edith Piaf mun syngja á frönsku.
Fjölskyldan Þröstur Leó ásamt Helgu Sveindísi konu sinni og Maríu dótt-
ur þeirra í náttúrufegurðinni í heimhögunum og veðurblíðunni á Bíldudal.
Kenneth Máni Björn Thors í hlut-
verki hans mætir á Skrímslasetur.
Stemning í bænum Gleðin var mikil á
krýningarhátíðinni í fyrra á Gufupönki.
Aðrir tónleikarnir í tónleikaröðinni
Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju
verða í kvöld kl. 20, en þá munu þær
Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona
og Helga Aðalheiður Jónsdóttir
blokkflautuleikari flytja tónlist eftir
14. aldar tónskáldið Guillaume de
Machaut. Yfirskrift tónleikanna er
„Hver er þessi Vilhjálmur?“
Á efnisskránni eru ástarljóð, sung-
in á miðaldafrönsku og næsta víst að
það verður áhugavert að upplifa slíka
tónlist í kirkjunni, því fjallað verður
um ástina í öllum sínum ólíku mynd-
um, stemningin ýmist dansandi glað-
vær eða nístandi tregafull. Listakon-
urnar kynna efnið sjálfar og tónleik-
arnir standa yfir í tæpa klukkustund.
Ókeypis er inn, en tekið við fram-
lögum við kirkjudyr í lokin.
Gestir eru að venju beðnir um að
ganga til kirkju frá Flosagjá.
Ástin í öllum sínum ólíku myndum, glaðværð og tregi
„Hver er þessi Vilhjálmur?“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þingvallakirkja Fögur er hún og notalegt að njóta tónlistar í þessu gamla húsi.