Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 11
unum hjá RÚV séu ekki lágu töl-
urnar af annesjunum, og fyrir vikið
sér fólk loksins raunverulegar
tveggja stafa tölur yfir sumarið, því
hér er mikil veðurblíða. Þetta skiptir
miklu máli þegar fólk velur sér hvert
það ætlar að ferðast um Ísland,“
segir Þröstur og bætir við að hann
viti til þess að stundum banni íslensk
bílaleigufyrirtæki ferðamönnum að
fara á Vestfirði.
„Þeir vilji ekki að þeir fari á bíl-
unum hingað af ótta við einhverja
örfáa spotta sem eru malarvegir, og
segja auk þess að á Vestfjörðum sé
ekkert að sjá. Þetta er fáheyrt, allir
sem þekkja vita hversu mikil
náttúrufegurð er hér fyrir vestan og
mikil upplifun fyrir fólk. Heldur
finnst okkur Vestfirðingum þetta
slæm landkynning.“
Morgunblaðið/Kristinn
Edith Piaf Brynhildur verður söngfuglinn á frönsku menningarkvöldi.
Ógnvekjandi Hér gefur að líta eitt þeirra skrímsla sem finna má á safninu.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti
um sögu og starfsemi VR og viðtali
við formanninn Ólafíu B. Rafnsdóttur.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ
Heimsókn til VR
– saga og starfsemi
stærsta stéttarfélags
á Íslandi
í þættinum Atvinnulífið
sem er á dagskrá Hringbrautar
kl. 21.00 í kvöld.
• Nýafstaðnir kjarasamningar
• Fjölbreytt þjónusta við 30 þúsund félagsmenn
•Baráttan fyrir jöfnum launum kynjanna
•Öflugt sjóðakerfi og VR-Skóli lífsins
Á dagskrá
Hringbrautar
í kvöld kl. 21.00
Í sumar verður ýmislegt um að
vera í ævintýradalnum fallega
Bíldudal og vert að koma þangað í
heimsókn. Selárdalur er í 20 mín-
útna fjarlægð, þar sem Samúel
Jónsson, listamaðurinn með
barnshjartað, lét drauma sína um
forna suðræna menningu og bygg-
ingarlist rætast úti við Dumbshaf.
Það er einstæð tilfinning að skoða
eftirlíkingar ljónanna í Granada
með hafgolu í hárinu og kríugarg í
eyrunum.
Í undraheimum Skrímslaseturs
geta krakkar farið í skrímslaleitar-
ferð þar sem þeir kynnast helstu
ógnvöldum hafsins við Arnarfjörð.
Ferðin endar á prófi sem saman-
stendur af spurningum um undir-
hafsskrímslin. Í próflok fá börnin
vottað plagg því til sönnunnar að
þau hafi staðist skrímslaprófið,
enginn fellur, og að þau séu orðin
skrímslasérfræðingar.
Á Steampunk-hátíðinni 20.-27.
júní breytast Vestfirðir í ævintýra-
landið Bíldalíu þar sem gufupönk
er allsráðandi. Í fyrra voru krýnd
konungur manna og drottning
álfa. Að þessu sinni verða veislu-
höld og skemmtun sem varir í
heila viku. Í fyrra breyttist allt í
litla þorpinu og tóku flestir þátt og
skemmtu sér vel. Gufupönk er eins
konar búningaleikur þar sem fólk
hittist og bregður sér í hin ýmsu
hlutverk, oftast í búningum sem
það hefur unnið sjálft. Þetta er
stór grímudansleikur í heila viku.
Heimamenn taka virkan þátt í
hátíðinni Bíldudals grænar baunir
sem verður síðustu helgina í júní –
þá troðfyllist bærinn og margir
brottfluttir Bílddælingar mæta.
Frítt er fyrir krakka í hoppukastala
og ýmislegt annað. Skrímslasetrið
verður með fjölbreytta dagskrá og
Herbert Guðmundsson mun halda
uppi stuðinu föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Ævintýraheimurinn Bíldudalur
MEÐ HAFGOLU Í HÁRINU OG KRÍUGARG Í EYRUNUM
Gufupönk Steampunk Iceland er stór grímudansleikur í heila viku á Bíldudal.