Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
POWERSÝNING
KL. 10:30
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstil
boð
Þriðjudagstilboð
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
Anna Þorvaldsdóttir tónskáld hlaut
sl. föstudag Kravis Emerging
Composer-verðlaunin frá Fílharm-
óníusveit New York-borgar. Verð-
launaféð nemur 50 þúsund dölum,
jafnvirði hátt í sjö milljóna ís-
lenskra króna, og verður Önnu fal-
ið að semja tónverk fyrir hljóm-
sveitina.
New York Times greinir frá
verðlaununum á vefsíðu sinni. Þar
er Anna sögð þekkt fyrir marg-
slungin verk. Alan Gilbert, tónlist-
arstjóri Fílharmóníunnar í New
York, hrósar Önnu fyrir einstaka
hljóðmynd sem tengist íslenskri
arfleifð hennar traustum böndum.
Verðlaunin eru veitt annað hvert
ár til upprennandi tónskálds og hitt
árið til eldra tónskálds fyrir ævi-
starf. Anna hlaut Tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir
verk sitt Dreymi. Sama ár hlaut
hún tvenn verðlaun á Íslensku tón-
listarverðlaununum, sem tónhöf-
undur ársins í flokknum sígild og
samtímatónlist og plata hennar,
Rizhoma besta platan í sama flokki.
Mikill heiður Anna Þorvaldsdóttir.
Anna Þorvaldsdóttir verðlaunuð
AF TÓNLIST
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hin sívinsæla alþýðusveitStuðmenn bauð í þrígangupp á heilmikið „sjó“ í
Hörpu um liðna helgi, þar sem fé-
lagarnir héldu áfram að flytja lög
af löngu klassískum plötum sveitar-
innar, með stuðningi fleiri slagara
úr viðamiklu lagavali þeirra.
Að þessu sinni var komið að
þeim fertuga eðalgrip Sumar á
Sýrlandi, en flest laga plötunnar
virðast enn lifa góðu lífi í sálar-
kirnum að minnsta kosti tveggja
kynslóða Íslendinga – og sum fá
fólk alltaf til að svipast um eftir
dansgólfi.
Sýningin var fagmannlega
unnin, með tilheyrandi galgopa-
skap og bröndurum (sem reyndar
nutu ekki alltaf skilnings ungling-
anna sem fylgdu föður sínum á
skemmtunina).
Sýningin hófst með hyllingu á
áhrifavöldum (eldri) hljómsveitar-
meðlima; Guðmundur Pétursson
hefur leyst Þórð Árnason af hólmi
sem sólógítarleikari sveitarinnar –
eitt gítargoð tekið við af öðru – og
þeir Valgeir Guðjónsson hryngítar-
leikari brugðu sér ásamt hinu
firnaþétta ryþmapari Ásgeiri
Óskarssyni og Tómasi M. Tóm-
assyni í Shadows-leik, þar sem
Gummi P. var Hank Marvin, og svo
tíndust fleiri inn á svið, á hljóm-
borðin þeir Jakob Frímann og Ey-
þór Gunnarsson, söngkvartett og
blásaratríó, auk Egils Ólafssonar
söngvara sem var í fantaformi.
Salurinn var hitaður upp með
tilvísunum í útvarpsþætti Svavars
Gests, þeir Valgeir og Jakob spjöll-
uðu á gamalkunnan hátt við gesti
milli laga; úr „Octopus’s Garden“
Bítlanna var rennt yfir í „Hring og
Bíltagæslumennina“ og þá var far-
ið að hlýna í salnum og talið var í
fyrstu lögin af Sumri á Sýrlandi.
Ekki alveg í sömu röð og á plöt-
unni, til að byrja með, heldur var
byrjað á „Gefðu okkur grið“, þá
kom „Andafundurinn mikli“ í vold-
ugri útsetningu með blásurum og
raddkvartett á útopnu og svo birt-
ist ný og ungleg Stína stuð, leik- og
söngkonan Ágústa Eva Erlends-
dóttir, og skellti sér án þess að hika
í hlutverk Steinunnar Bjarnadóttur
og Röggu Gísla og fór listavel með
„Út á stoppistöð“. Egill var ekki í
minna stuði, söng „Giv mig et
billede“ glæsilega, og skyggnilýs-
ing Eggerts Þorleifssonar í kven-
mannsgervi var sótt í kvikmyndina
Með allt á hreinu, við mikla lukku.
Valgeir sagði ekkert fegurra
en mann sem sefur á tónleikum en
enginn var að sofna í Eldborg, enda
margir slagarar óleiknir; þar á
meðal „Í bláum skugga“ sem
Ágústa Eva söng í bláum kjól og
kraftmikið „Fljúgðu“ þar sem Egg-
ert sveif yfir hljómsveitinni og
„gleymdist“ hangandi inn í hlé. Það
„uppihang“ var vel gert.
Kallaði á dansleik
„Söngur dýranna í Týról“ var
fluttur í þéttri og fínni útgáfu með
tilvitnum í „Purple Haze“, Tómas
bassaleikari fór skemmtilega með
„Á Spáni“ og „Gefðu okkur grið“
var í mystískri prog-rokk útgáfu.
Egill lauk síðan flutningi laganna
af plötunni með hugljúfri útgáfu
„Dagur að rísa“ við orgelleik.
Þá var keyrt á úrval annarra
Stuðmannalaga og gáskinn tók að
minna meira á dansleik og hörm-
uðu margir gesta eflaust þröngan
ramma niðurnjörvaðra bekkja þeg-
ar „Búkalú“, „Manstu ekki eftir
mér“, „Íslenskir karlmenn“ og aðr-
ir vinsælir slagarar gerðu áhlaup á
innri eyrun og virtist 15 manna
stórsveitin á sviðinu ekki skemmta
sér síður en gestirnir.
„Þetta er mikil reynsla fyrir
fertuga hljómsveit, samanlagður
aldur okkar hér á sviðinu nær aftur
á Söguöld,“ stundi Valgeir upp
móður eftir eitt lagið og samt var
talið í eitt lag til.
Í lokin stóð salurinn – mikið til
fólk milli fimmtugs og sextugs – og
hyllti sínar reyndu hetjur, Stuð-
menn, í enn einni endurnýjaðri
mynd, meðan þeir léku lokalagið.
Í síðasta viðlaginu sungu þeir:
„Hvar ertu búin að vera öll þessi
ár?“ Svarið var á sviðinu fyrir
framan okkur – þeir hafa aldrei
farið neitt og því var fagnað.
Mikil reynsla fyrir fertuga hljómsveit
Morgunblaðið/Golli
Reynsluboltar Egill Ólafsson og félagar hans í Stuðmönnum fluttu lögin af Sumar á Sýrlandi, og fleiri til, í Hörpu.
» Flest laga plöt-unnar virðast enn lifa
góðu lífi í sálarkirnum
að minnsta kosti tveggja
kynslóða Íslendinga.
Njósnagamanmyndin Spy aflaði
mestra miðasölutekna um nýliðna
helgi af þeim kvikmyndum sem
sýndar eru í bíóhúsum landsins, hátt
í sjöundu milljón kr. og hafa nú tæp-
lega sex þúsund manns séð myndina
frá því hún var tekin til sýninga.
Tvær íslenskar myndir eru á topp
tíu listanum þessa vikuna, verð-
launamyndin Hrútar sem rétt tæp-
lega átta þúsund manns hafa séð og
gamanmyndin Bakk sem tæplega sjö
þúsund manns hafa séð. Þess má
geta að kvikmyndin Fúsi er í 11. sæti
listans, en hana hafa rúmlega 11
þúsund manns séð. Aðsóknarmesta
myndin á topp tíu listanum er að
þessu sinni ofurhetjumyndin Aven-
gers: Age of Ultron, en tæplega 40
þúsund manns hafa séð hana.
Bíóaðsókn helgarinnar
Vinsælir njósnarar
Bíólistinn 5. - 7. júní 2015
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
Spy
San Andreas
Hrútar
Mad Max: Fury Road
Pitch Perfect 2
Tomorrowland
Home
Bakk
Ástríkur á Goðabakka
Avengers: Age of Ultron
Ný
Ný
1
2
4
3
5
7
9
6
Ný
Ný
2
4
4
2
11
5
8
7
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10