Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Draumurinn hefur alltaf verið að komast á rafbíl, knúinn orkunni úr bæjarlæknum. Þessi hafa fylgt mikil heilabrot og að mörgu hefur verið að hyggja, en loksins fann ég bíl sem hentaði,“ segir Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal í Mýrdal. Hann gerði sér erindi til Reykjavíkur síð- astliðinn föstudag og tók á móti spán- nýjum bíl af gerðinni Chevrolet Volt frá Bílabúð Benna. Mikill sparnaður Bílakaup þessu væru varla í frá- sögur færandi nema sakir þess að í Fagradal er heimarafstöð og raunar hefur bærinn aldrei verið tengdur samveitu. Því er útgerð bílsins að mestu leyti sjálfbær og orkan heima- fengin. Slíkt er sjálfbært nýmæli. Fjórar klukkustundir tekur að fullhlaða rafgeymi Chevrolet-bílsins og aksturdrægi hleðslunnar er 70 kílómetrar. Þegar geymirinn er tæmdur grípur bensínmótor inn í, en hann knýr rafal sem aftur framleiðir þá orku sem þá þarf inn á geymana. Mótorinn eyðir 1,2 lítrum af bensíni til framleiðslu á rafmagni sem dugar til 100 kílómetra blandaðs aksturs. Afl bílsins er 111 KW og 150 hestöfl. „Ég set ég bílinn í samband að kvöldi og þá mjatlast inn á geym- inn yfir nóttina. Það verður því alltaf hægt að aka af stað að morgni á heimafengnu rafmagni,“ segir Jónas og bætir við að mánaðarlegur elds- neytisreikningur fyrir bíla sína hafi gjarnan verið í kringum 150 þúsund krónur. Nú sjái hann hins vegar fram á að þessi tala lækki um tugi þúsunda króna á mánuði og miðað við að bílinn kostaði nýr úr kassanum rétt tæpar sjö milljónir króna megi vænta að bílakaupin borgi sig upp á um sex ár- um. Rafstöðin framleiðir 16 KW „Við í Fagradal eru sjaldan í neinum langferðum og ættum að komast flest á rafhleðslunni einni. Það sem mér finnst annars helsti kosturinn við Chevrolet Volt er bens- ínmótorinn. Fólk á bílum sem þarf alltaf að hlaða hefur oft lent í miklum vandræðum úti á landi, þar sem raf- hleðslustöðvar eru yfirleitt ekki til staðar,“ segir Jónas, sem er fréttarit- ari Morgunblaðsins í Mýrdal auk þess að fást við sauðfjárbúskap og fiskeldi. Allt rafmagn sem til þess þarf kemur úr heimarafstöðinni sem til renna 70 sekúndulítrar að vatni úr 39 metra fallæð. Framleiðslan er alls 16 KW – sem með forsjálni dugar ágætlega bæði fyrir bú og bíl. Rafmagn frá heima- virkjun beint á bílinn Ljósm/Ragnhildur Jónsdóttir Hleðsla Jónas Erlendsson setur Chevrolet bílinn góða í samband. Rafgeymar fullhlaðast á fjórum klukkstundum.  Sjálfbær Chevrolet í Mýrdal  Borgar sig upp á 6 árum Mesti vindstyrkur mældist á land- inu í gær 28 m/s og var það í Mikla- dal á Vestfjörðum. Á norðanverðu Snæfellsnesi, Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu urðu íbúar einnig varir við snarpan vind, sem og á Akureyri, þar sem fjögur trampólín tóku á loft. Hafnaði eitt þeirra á íbúðarhúsi og annað á bif- reið. Leiktækið sem fauk á húsið skildi eftir sig dæld í þaki hússins en það sem hafnaði á bifreiðinni olli einnig nokkrum skemmdum. Í gærkvöldi voru björgunar- sveitir svo kallaðar út á Hólmavík til þess að forða tjóni, en þar í bæ var allt útlit fyrir að þak íbúðar- húss myndi gefa sig í veður- ofsanum. Þurftu björgunarmenn einnig að festa betur bát sem var við það að losna í höfninni. Birta Líf Kristinsdóttir, veður- fræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir tíðindalítið veður fram undan. „Veðrið næstu daga, í mjög stuttu máli, er bara hægur vindur fram yf- ir helgi með skúrum eða úrkomu í öllum landshlutum. Það hlýnar svo á sunnudag eða mánudag en þang- að til verður milt veður,“ segir hún og bendir á að hlýjast verði á Aust- urlandi í dag. Spurð hvort sumarveður sé á leiðinni á næstunni kveður hún nei við. „Það verður bara mjög íslenskt og tíðindalítið veður.“ khj@mbl.is Veðurstofan gerir ráð fyrir „íslensku veðri“ Morgunblaðið/G.Rúnar Kunnuglegt Regnhlífar geta látið illum látum og reynst flóknar í notkun. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Atli Ingibjargar Gíslason, fyrrver- andi alþingismaður, segir að hann hafi í vetur bætt við nafni móður sinnar, sem fyrra eftirnafni, í virð- ingarskyni við móður sína. Hún hafi alltaf verið aðalkonan í lífi hans. Atli segir að víða í spænskumæl- andi löndum, séu börn kennd bæði við eftirnafn móður og föður og bendir á Fidel Castro á Kúbu, máli sínu til sönnunar. Fullu nafni heiti hann Fidel Alejandro Castro Ruz – og Ruz sé ættarnafn móður Fidels. Var aðalkonan í lífi mínu „Móðir mín hét Ingibjörg Jóns- dóttir. Hún lést árið 1997. Hún var aðalkonan í lífi mínu og mér þótti óumræði- lega vænt um hana. Svo skildu foreldrar mínir árið 1963 og þá flutti ég með mömmu og við bjuggum alltaf saman og geng- um í gegnum þykkt og þunnt saman. Hún á miklu meira í mér heldur en pabbi minn, Gísli Gunnarsson. Mér fannst því bara viðeigandi að ég kenndi mig við hana, í virð- ingarskyni. Mér finnst þetta vera hinn ágætasti siður að kenna sig bæði við móður og föður,“ sagði Atli Ingibjargar Gíslason. Í virðingarskyni við móður sína  Góður siður að kenna sig við bæði Atli Ingibjargar Gíslason Eftir því sem íbúða- hverfi færast lengra frá sjó skapast meiri þörf fyrir svokallaðar set- tjarnir og er þessa dag- ana unnið að fram- kvæmdum við tvær slíkar við Fornahvarf í Vatnsendahverfi í Kópavogi. Settjörn er mann- gerð tjörn sem tekur á móti menguðu regn- vatni og öðru yfirborðs- vatni og er hlutverk hennar að hreinsa mengunarefni úr vatn- inu áður en það rennur út í vötn, sjó eða ár. Í tjarnirnar safnast því efni eins og t.d. olía, gúmmíagnir frá dekkjum og sandur og þarf reglu- lega að hreinsa þær því að mengun, jafnvel þó að í litlu magni sé, getur haft skaðleg áhrif á lífríki í ám og vötnum. Áætluð verklok settjarnanna við Fornahvarf eru í lok október í ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg Settjarnirnar taka við menguðu vatni Framkvæmdir Þessar settjarnir við Fornahvarf í Kópavogi gegna mikilvægu hlutverki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.