Morgunblaðið - 09.06.2015, Side 36

Morgunblaðið - 09.06.2015, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Bjó í Leifsstöð í viku 2. Sá taglið þegar hún féll niður 3. Sáu að sér og skiluðu bílnum 4. Thelma Ásdísardóttir breytti … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslenska sveitin sem hitar upp fyrir Kings of Leon 13. ágúst nk. er Kaleo. Mosfellingarnir fjórir í Kaleo skrifuðu á dögunum undir útgáfusamning við plötuútgáfuna Atlantic Records og eru fluttir til Austin í Texas. Ný plata er væntanleg frá þeim seinna á árinu, en upptökustjórinn er Mike Crossey, sem t.d. hefur unnið með Arctic Monkeys. Miðasala hefst 16. júní. Kaleo hitar upp á tón- leikum Kings of Leon  Hot Eskimos kemur fram á djasskvöldi Kex Hostel í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Karl Olgeirsson píanóleikari, Krist- inn Snær Agnars- son trommuleikari og Jón Rafnsson bassaleikari. Á efnisskrá tónleikanna er nýtt efni í bland við eldra, en tríóið vinnur þessa dagana að nýrri plötu sem verður tekin upp nú í lok mánaðarins. Djasstríóið Hot Eskimos leikur á Kex  Fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins er Móðurharðindin eftir Björn Hlyn Haraldsson í leikstjórn höfundar. Áætlað er að frumsýna í septemberbyrjun í Kassanum. Í hlut- verkum eru Árni Pétur og Kjartan Guðjóns- synir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Hall- grímur Ólafsson. Leikárið hefst á Móðurharðindum Á miðvikudag Fremur hæg breytileg átt og skúrir eða dálítil rign- ing. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á fimmtudag Norð- austan og austan 3-8 m/s. Bjart með köflum fyrir vestan annars skýjað og skúrir eða svolítil rigning á Suður- og Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-10 m/s og smáskúrir en bjart- viðri á Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR „Ég hugsa nú að það hafi ekki margir búist við því að Fjölnisliðið færi í Garða- bæinn og tæki þrjú stig en við vissum hvað við ætl- uðum að gera,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, spilandi að- stoðarþjálfari Fjölnis, en hann er leikmaður sjöundu umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Fjölnisliðið hefur farið vel af stað í deildinni. »1 Fáir reiknuðu með sigri í Garðabæ Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik kom til Ísrael í gær og hóf strax undirbúning fyrir viðureign við lands- lið heimamanna í undankeppni EM sem fram fer annað kvöld í Tel Aviv. „Við verðum að taka leikinn mjög al- varlega og fara inn í hann af fullum krafti,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari og segir ísraelska liðið leika fast á heimavelli. »2 Búa sig af kostgæfni undir leikinn í Tel Aviv ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé er fyrsta konan til að skrá sig í lengstu vegalengd Mt. Esja Ultra, ofurhlaups á Esjunni, sem verður laugardaginn 20. júní næstkomandi. „Síðan Esjuhlaupið byrjaði hefur mig alltaf dreymt um að taka þátt í tíu ferða hlaupinu, sem nú verður ell- efu ferðir, því að hlaupið er mikil áskorun og ég er stöðugt að skora á sjálfa mig að gera eitthvað sem ég hef ekki gert áður,“ segir Halldóra. „Það er líka enn meiri áskorun að engin kona hefur gert þetta.“ Þó að Halldóra hafi hlaupið 23 sinn- um á Esjuna á undanförnum tveimur mánuðum og æfi fyrir þríþrautina Ironman í Flórída í haust, þar sem keppendur synda 3,8 km, hjóla 180 km og hlaupa maraþon, byrjaði hún ekki markvisst að hlaupa fyrr en 2011. „Ég hljóp reyndar og gekk hálft maraþon í Glitnis-Reykjavíkur- maraþoninu 2008, því þá var ég ný- byrjuð að vinna í bankanum og mikið var lagt upp úr því að allir starfsmenn væru með,“ segir hún. „Ég fór leiðina á rúmum þremur tímum enda í engu formi. Þá ákvað ég að gera eitthvað í mínum málum, byrjaði að taka á mataræðinu, skráði mig síðan á hlaupanámskeið og hljóp Laugavegs- maraþonið 2011. Eftir það varð ekki aftur snúið.“ Lærði að hjóla, synda og skíða Um þetta leyti kynntist hún hjón- unum Bryndísi Baldursdóttur og Ás- geiri Elíassyni. „Bibba er fyrsta ís- lenska konan til að taka þátt í Iron- man, frábær og hvetjandi, og ég skráði mig með þeim í Ironman í Coz- umel í Mexíkó 2012. Þá átti ég ekki reiðhjól og kunni ekki að synda skrið- sund en var komin með æfingu í að hlaupa. Í kjölfarið fór ég í Ironman í Frankfurt 2013 og Ironman í Kalmar 2014, en markmiðið er að komast á heimsmeistaramótið í Ironman í Kona á Hawaii.“ Halldóra var í fyrsta hópnum, sem lauk keppni í fjórþraut- inni Landvættinum, þar sem keppt er í einni þraut í hverjum landsfjórð- ungi. „Ég hafði aldrei stigið á göngu- skíði, fékk þau í jólagjöf, byrjaði að skíða og fór svo í 50 kílómetra Fossa- vatnsgöngu í maí 2013.“ Halldóra hefur skrifað upp lista með markmiðum og eitt þeirra var að komast í Félag 100 km hlaupara á Ís- landi. „Ég hljóp 100 kílómetra á Spáni í haust sem leið og var þar með formlega tekin inn í klúbbinn,“ segir hún. „Ég verð 46 ára 20. júní og þá finnst mér tilvalið að fara 11 Esjur á afmælisdaginn,“ segir ofurkonan. „Ég hef 18 tíma til þess að ljúka hlaupinu. Aðalatriðið er að koma flottust, skemmtilegust og glöðust í mark.“ Fyrsta konan í ofurhlaup á Esju  Halldóra í lengstu keppnis- vegalengdina Keppniskona Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé í 100 km hlaupinu á Spáni í haust sem leið. Elísabet Margeirsdóttir og Sigurður Kiernan hafa skipulagt hlaup á Esju, Mt. Esja Ultra, undanfarin þrjú ár með aðstoð frá hlaupahópi Ármanns og fleiri hlaupurum. Að þessu sinni verður í fyrsta sinn boðið upp á maraþon á Esju, 42,2 km hlaup, með 3.300 m hækkun. Maraþonið gefur punkt fyrir hlaupið Ultra-Trail du Mont Blanc í Frakklandi og fleiri hlaup. Nánast engin endurtekning er í þessu náttúruhlaupi. „Þetta er ævintýrahlaup,“ segir Elísabet. Samtals hafa um 100 manns tekið þátt í öllum vegalengdum Esjuhlaupsins ár hvert og þar af hafa fimm karlar far- ið lengstu vegalengdina, 10 ferðir fram og til baka fyrstu tvö árin og 11 ferðir í fyrra. Nú bætist maraþonið við og gerir Elísabet ráð fyrir 20 kepp- endum í því. Keppnin í erfiðasta hlaupinu hefst á miðnætti, ræst verður í maraþonið kl. átta um morguninn og á hádegi í tveggja ferða hlaupið, en skráning stendur yfir (www.mtesjaultra.is). Brautarskoðun á maraþon- leiðinni verður haldin frá Esjustofu kl. 20 næstkomandi sunnudag. Maraþon á Esju í fyrsta sinn MT. ESJA ULTRA HLAUPIÐ Í FJÓRÐA SINN „Við erum eiginlega aðalliðið í bæn- um þótt það séu karlalið líka. Ég held til dæmis að við séum eina liðið sem hefur sinn eigin klefa á vell- inum og erum kannski svo- lítið dekraðar miðað við liðin sem eru þarna. Það er gam- an,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem hefur farið vel af stað í at- vinnumennsku í Svíþjóð. »1 Við erum eiginlega aðalliðið í bænum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.