Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
✝ Ágústa Mar-grét Vign-
isdóttir fæddist 4.
ágúst 1923 í Árna-
nesi í Nesjum. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjól-
garði á Hornafirði
31. maí 2015. For-
eldrar hennar voru
Rannveig Þórunn
Gísladóttir og
Vignir Jónsson.
Bróðir Ágústu var Árni Sigur-
bergur, f. 27.2. 1936, d. 10.8.
1997.
Árið 1946 giftist Ágústa Þor-
birni Sigurðssyni, f. 7.2. 1918,
d. 16.4. 1988, og eignuðust þau
sex syni.
Þeir eru: 1) Sigurbergur, f.
6.3. 1946, d. 5.12. 2007. 2)
Vignir, f. 25.6. 1947, maki Sig-
Ágústa lauk hefðbundinni
skólagöngu þess tíma. Ágústa
og Þorbjörn byggðu sér hús,
Sólheima, á Hafnarbraut 24 og
fluttu inn árið 1946. Þar bjó
Ágústa allt til ársins 1994 þeg-
ar hún flutti í eigin íbúð í Ekr-
unni. Síðustu fjögur árin dvaldi
Ágústa á hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði við mjög góða um-
önnun og leið henni afar vel
þar. Ágústa vann við flug-
afgreiðslu Flugfélags Íslands,
sem lengst af var á heimili
þeirra eða þar til starfsemin
fluttist í flugstöðina á Árnanes-
flugvelli árið 1983. Eftir lát
Þorbjörns tók hún við starfi
vitavarðar við Stokksness- og
Hvanneyjarvita og sinnti því
ásamt sonum sínum allt til árs-
ins 2010. Auk þessara starfa
sinnti hún stóru og fjölmennu
heimili sem hún opnaði einnig
fyrir starfsmönnum og gestum
Flugfélags Íslands.
Ágústa Margrét verður jarð-
sett frá Hafnarkirkju, Horna-
firði þriðjudaginn 9. júní 2015
kl. 13.
ríður Ragnhildur
Eymundsdóttir og
eiga þau tvö börn.
3) Ólafur Björn f.
14.9. 1948, maki
Sigurbjörg Karls-
dóttir, eiga þau
fjögur börn og
Ólafur á eina dótt-
ur fyrir. 4) Örn
Þór, f. 21.6. 1951,
maki Unnur Garð-
arsdóttir, eiga þau
þrjú börn og Unnur á eina
dóttur fyrir. 5) Ágúst Hilmar,
f. 17. 10. 1952, d. 10.1. 2010,
maki Halldóra Bergljót Jóns-
dóttir og eiga þau fjögur börn.
6) Guðjón Hermann, f. 13.8.
1962, maki Christine Ann Sav-
ard og eiga þau tvær dætur.
Afkomendur Ágústu eru orðnir
59 talsins.
Ég trúi því að amma sé
ánægð að vera komin til Tobba
afa og strákanna sinna en það
er samt skrítið að nú sé hún
farin frá okkur hinum. Eftir
standa sem betur fer margar
minningar og þakklæti.
Í fyrsta lagi er ég þakklát að
bera nafnið hennar ömmu,
pabbi segir að hann hafi rétt
verið búinn að sjá í kollinn á
mér þegar hann nefndi mig.
Þegar ég var svo skírð var það
amma sem hélt á mér undir
skírn. Þegar ég var barn fannst
mér nafnið gamaldags og alls
ekki nógu töff en í dag finnst
mér það flott og virðulegt og
ber það með stolti. En ég fékk
ekki bara nafnið því ég er full-
viss um að ég hafi einnig fengið
handverks- og hönnunarhæfi-
leika, æðruleysi, þakklæti og
mögulega örlítið af söfnunar-
áráttunni. Amma heklaði dúllur
í teppi fram á síðasta dag og ég
held að hún hefði dáið miklu
fyrr ef hún hefði hætt að getað
skapað því það var ein af henn-
ar helstu ástríðum í lífinu og
eftir hana standa ógrynnin öll
af fallegum teppum, lopasokk-
um, krosssaumsverkum, tré-
skurði og mörgu fleiru. Ég var
svo heppin að fá að fylgjast
með henni, læra af henni og í
dag nota ég mikið af hennar
arfleifð í starfi mínu.
Amma sagði stundum eitt-
hvað á þá leið að hún hefði nú
getað gert mikið ef hún hefði
fengið tækifæri til og átti þá við
menntun og atvinnumöguleika.
En það sem hún gat búið til frá
grunni, endurnýtt eða betrum-
bætt var meira virði en mörg
menntun og óhemju mikil búbót
fyrir stóra fjölskyldu og hennar
stóra heimili sem kallað var
Flugfélagið. Herbergi ömmu og
afa þar var hreint og fallegt,
amma bjó alltaf fallega um
rúmið og reyndi eins og hún
gat að koma þeim sið yfir á
mig. Enn sem komið er án mik-
ils árangurs en mér er alltaf
hugsað til hennar, bæði í þau
örfáu skipti sem ég bý um rúm-
ið og þegar það er í óreiðu.
Amma hugsaði og sagði alltaf
að hlutirnir gætu verið verri,
alveg eins og Pollýanna, sem
var ein af hennar uppáhalds-
sögum. Hún var þakklát fyrir
lífið og tók því ekki sem sjálf-
sögðum hlut og sagði oft „ef ég
lifi“ ef verið var að skipuleggja
eitthvað fram í tímann. Hún var
mjög þakklát þeim sem önn-
uðust hana síðustu árin á
hjúkrunarheimilinu og þar leið
henni vel. Vil ég nota tækifærið
og þakka innilega öllu starfs-
fólki þar fyrir það. Ég hugsa
oft um Flugfélagið, skrítna L-
laga baðherbergið, langa eld-
húsið með borðkrók í öðrum
endanum þar sem við skreytt-
um piparkökur fyrir jólin. Smá-
kökuskápurinn sem náði frá
lofti til gólfs með hálfmánum,
loftkökum og fleiru í. Frans-
brauð með smjöri, sultu og kexi
ofan á. Í stofunni var hand-
verkshorn þar sem amma sat
og prjónaði eða heklaði á með-
an við lékum okkur í banka- og
búðaleik, hlupum þá út í Lands-
banka til að fá alls konar nótur
til að skrifa á eða róluðum og
lásum Andrésblöð. Ef okkur
var kalt settum við á okkur
lopakraga og stúkur á úlnliðina
sem amma geymdi á ofninum í
stofunni þannig að þeir væru
alltaf heitir og notalegir. Amma
hugsaði vel um sína og var höf-
uð Tobbalinganna, stolt og
ánægð með hvern einasta af-
komanda sinn og telja þeir nú
alls 84 með öllum. Ég mun
ávallt minnast ömmu með ást,
virðingu og þakklæti.
Ágústa Margrét
Arnardóttir.
Það eru því miður ekki al-
menn mannréttindi heldur að-
eins forréttindi fárra að fá að
eiga ömmu eins og Gústu
ömmu. „Jedúddamía …“ sagði
hún þegar einhver kom í heim-
sókn, „… eru þetta ekki …“ og
svo taldi hún upp gestkomandi
með nafni og byrjaði þá jafnan
á því að telja upp yngstu fyrst
og svo eftir röð til hins elsta.
Fátt vissi hún betra en að bjóða
af því sem hún átti, gleðja gesti
með góðgæti en gladdi þó mest
með nálægð og umhyggju.
Það hrannast upp minningar
um þá dásemdardaga þegar við
bræður fengum að lenda á flug-
inu þegar við vorum pollar. Þar
var dekrað við okkur með kruð-
eríi og morgunmat í rúmið,
kandís var í stauknum auk tíma
til að spjalla, lesa Pollýönnu,
spila og segja sögur.
Það var alveg sama hvenær
maður rak inn nefið til ömmu,
hvort sem það var í frímínútum
í skólanum, á slæpingi um miðj-
an dag eða maður kom hjólandi
að ná sér í plástur þegar maður
hafði skorið sig við neta-
afskurðinn, alltaf hafði amma
að gefa þá hluti sem eru dýr-
mætastir hverju barni; nógan
tíma og athygli og svo eitthvað
gott í gogginn á eftir.
Þegar við svo urðum eldri og
komum með okkar börn í heim-
sókn var sama sagan; tími, at-
hygli, notalegheit og kandís og
fókusinn á yngstu gestina.
Ég hef grun um að vinnudag-
arnir hafi ekki alltaf verið
stuttir eða auðveldir á fluginu í
gamla daga þegar afgreiðslan
var á Hafnarbrautinni og heim-
ilið kannski oftar líkara umferð-
armiðstöð og farfuglaheimili en
venjulegu fjölskylduafdrepi.
Sex sprækir synir, karlarnir
hennar, svo og gestir og gang-
andi sem oft þurfti að fæða og
hýsa fyrirvaralítið í sambandi
við flugið.
Ég man hvað okkur fannst
amma sniðug þegar hún þvæld-
ist um allt á hjólinu sínu með
þvottaklemmu á buxnaskálm-
inni til að buxurnar færu ekki í
keðjuna og þegar hún á gamals
aldri, eftir að afi dó, tók upp á
því að fara að keyra. Eftir það
þvældist hún um allt á rauðu
bílunum sínum, sér og öðrum til
mikillar ánægju, fram á níræð-
isaldur. Í segulbandstækinu var
harmonikkutónlist og líkt og
gerist í fluginu var hún með
gátlista um hvernig best væri
að koma tryllitækinu í gang,
taka af stað og ganga frá því
aftur.
Skipulagður safnari var hún
og klippti gjarnan út úr blöð-
unum fréttir sem sneru að
hennar fólki eða sjávarútvegi
og flugi á Hornafirði og límdi í
úrklippubækur. Minnisstætt er
þegar við fengum stefnisbút af
plastbát í trollið fyrir nokkrum
árum. Ég hringdi í ömmu og
þegar við komum í land hafði
hún fundið í klippisafninu sínu
fréttir af plastbáti sem hafði
farist á þessum slóðum nokkr-
um árum áður og myndir af
honum sem pössuðu við útlitið á
stefnisbútnum sem við fengum.
Amma var búin að skila sínu
í lífinu og vel það, hún var af
þeirri kynslóð sem færði okkur
Íslendinga nánast úr torfkof-
unum í nútímann. Hún var
ánægð með lífshlaup sitt og
stolt af fólkinu sínu.
Minning um góða konu,
dásamlega ömmu lifir. Ef fleiri
í heiminum væru eins innrétt-
aðir og hún Gústa amma væri
heimurinn betri en hann er í
dag.
Sigurður Ólafsson.
Elsku amma. Eins langt og
minningar mínar ná tókstu allt-
af svo vel á móti mér og öllum
þeim sem komu í heimsókn til
þín. Þú varst endalaust þakklát
þegar maður lagði lykkju á leið
sína til að heilsa upp á þig. Þá
heyrðist gjarnan í þér: „Nei
sko, jedúddamía, er þetta ekki
hún Bára mín Sigurbjörg.“ Þú
varst þá ekki lengi að rífa upp
varalitinn, hárgreiðuna og
spöngina og græjaðir þig í
snarhasti þó svo þetta væri
bara hún Bára litla. Þú varst
alltaf svo fín og glæsileg. Þegar
ég minnist þín, elsku amma, sé
ég lífsglaða góða konu. Þú
bentir manni gjarnan á hvað
maður hefði það gott, að lífið
gæti verið verra og maður ætti
að vera þakklátur fyrir það sem
maður ætti. Þú sást einhvern
veginn alltaf góðu hliðarnar á
öllu og öllum, sem lýsir þér svo
vel.
Ég stoppaði oft við hjá þér,
hvort sem það var bara rétt til
að kíkja við og fá eitt ömmuk-
nús, grípa í einn rommýslag
eða til að lenda (gista). Þegar
ég var barn jafnaðist ekkert á
við ævintýrin með þér enda
brölluðum við margt saman.
Eftirlætisminningarnar mínar
eru þegar ég lenti á flugfélag-
inu. Þá var mjög mikilvægt að
taka með sér kjól og betri
skóna. Við klæddum okkur oft
upp, greiddum hárið og settum
á okkur varalit. Íslandslögin
eða Hönd í hönd voru gjarnan
sett á fóninn og svo svifum við
um stofuna í gömlu dönsunum
alveg þar til við hreinlega gát-
um ekki meira. Nóg var af sög-
unum þínum en þær einkennd-
ust flestar af Pollýönnu, æsku
þinni, strákunum þínum sex,
Tobba afa og Sigga Óla.
Vinkonur mínar minntust
ósjaldan á ömmuna á kaggan-
um sem brunaði um bæinn, með
harmonikkutónlistina í botni og
með fullan bíl af skvísum. Jú,
það varst sko þú, amma. Það
var alltaf svo gaman hjá þér og
mikil gleði í kringum þig. Minn-
ingarnar eru óteljandi og ég
gæti sennilega fyllt Morgun-
blaðið ef því væri að skipta, en
þú yrðir nú reyndar sennilega
glöð með það, meira bitastætt
til að klippa út, sortera og líma.
Við áttum það sameiginlegt að
hafa mikinn áhuga á spila-
mennsku og gripum við nánast
alltaf í rommý, lönguvitleysu
eða marías. Einnig var mjög
mikilvægt að spila alltaf eftir
þeim reglum sem þú, Guðrún
Ingólfs og Lukka vinkonur þín-
ar spiluðuð eftir, því það voru
„réttu“ reglurnar. Ávallt tókum
við rúntinn í Óslandið þar sem
horft var eftir bátunum og vit-
anum og eftir að myndirnar af
Tobba afa og Sigga Óla voru
settar á Sigurðar Ólafssonar
húsið var algjört skilyrði að
keyra fram hjá og heilsa upp á
þá í leiðinni.
Að kveðja þig verður mér
ljúfsárt. Ég samgleðst þér að
vera komin til Tobba afa og
hafa fengið að fara eins og þú
vildir orðið sjálf. Þú varst klár-
lega búin að lifa lífinu lifandi
eins og þú vildir og þú varst
svo tilbúin að kveðja þessa
jarðvist. Ég mun samt sakna
þín og samveru okkar. Þú varst
engri lík og betri vinkonu er
varla hægt að hugsa sér. Ég er
jafnframt endalaust þakklát
fyrir að hafa átt þig að og feng-
ið að eiga allar þessar góður
stundir sem sköpuðu svo marg-
ar góðar minningar með þér.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir.
Nú þegar Ágústa vinkona
mín hefur kvatt sækja að ljúfar
minningar. Minningar um vin-
áttu og hlýhug sem einkenndi
hana, sem og eiginmann hennar
Þorbjörn Sigurðsson, en hann
féll frá árið 1988. Ljúfar minn-
ingar eru svo samtengdar þeim
að annað verður ekki frá hinu
skilið.
Ég tel það með dýrmætari
happafeng lífsins að hafa
kynnst þeim og fjölskyldu
þeirra – meira og minna fyrir
tilviljun, en þannig stóð á að
leigja þurfti skrifstofuhúsnæði
fyrir verkfræðistofu á Höfn í
ársbyrjun 1983. Fyrir valinu
varð Hafnarbraut 24, þar sem
heimili þeirra var ásamt að-
stöðu fyrir flugafgreiðslu til
margra ára. Fjölskyldan hafði
verið nátengd fluginu með ein-
um og öðrum hætti, nánast frá
upphafi þess, og er það raunar
enn. Ég varð oft var við virð-
ingu og þakklæti í garð fjöl-
skyldunnar meðal þeirra sem
að flugsamgöngum á Íslandi
stóðu, ekki síst í árdaga þeirra.
Það var einstaklega gott og
gefandi að njóta þessa sam-
býlis. Alltaf ljúft að skjótast
upp; fá kaffi og nýbakað hjá
Gústu. Og ekki var síður að fá
Tobba í heimsókn niður á stof-
una, þar sem hann spjallaði um
heima og geima og dró þá ekk-
ert undan. Dýrðarstundir!
Húmorinn var í góðu lagi hjá
þessum góðu vinum mínum.
Sonur okkar, þá fimm ára, átti
líka alltaf gott athvarf hjá
Gústu. Og ekki skemmdi að
nokkrir hillumetrar fundust,
m.a. með Andrési Önd og fé-
lögum. Auðvitað á dönsku, sem
kom sér vel, því við vorum ný-
flutt frá Danmörku.
Ekki var í kot vísað hjá þeim
heiðurshjónum og ekki ein-
göngu boðið upp á kaffi og með
því. Stundum voru á borð born-
ir mér fremur framandi réttir,
svo sem selsafurðir, lúra og
fleira í þeim dúr sem Tobbi
kom gjarnan með að landi.
Maður átti líka ógleymanlegar
stundir með honum úti á firði,
þegar hann vitjaði og lagði net
sín. Notalegar kyrrðarstundir
með hjartahlýjum og skemmti-
legum manni.
Glatt var á hjalla, þó að fyrir
kæmi að alvaran svifi yfir vötn-
unum – og þá helst þegar ill-
fært var um Ósinn og bátar
ekki komnir í land. Kvíðann
báru þau hljóðlega og af virð-
ingu. Þau þekktu náttúruöflin
og fórnir sem þau áttu til að
krefjast. Þeirri stund urðu þau
fegnust þegar staðfest var að
allir, og þar á meðal synir, aðrir
afkomendur og vinir, væru lent-
ir heilir á húfi.
Gústa var alla tíð virðuleg,
eins og drottningu í ríki sínu
sæmir, og þannig kveður hún
jarðvistina í mínum huga.
Þeirra beggja minnumst við
Helga og fjölskylda okkar með
hlýhug og eftirsjá og með þakk-
læti fyrir samfylgdina.
Sturlaugur Þorsteinsson.
Ágústa Margrét
Vignisdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir og
systir,
VALA INGIMARSDÓTTIR,
Einimel 11,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 1. júní.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans.
.
Bjarni Þórður Bjarnason,
Bryndís Líf Bjarnadóttir,
Ingimar Stefán Bjarnason,
Ingimar Jóhannsson, Lillý Valgerður Oddsdóttir,
Oddný Ingimarsdóttir, Thorsteinn Jóhannesson,
Oddur Ingimarsson, Soffía Valgarðsdóttir,
Davíð Ólafur Ingimarsson.
Elsku eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og systir,
STEINUNN EDDA NJÁLSDÓTTIR,
Tröllakór 6,
Kópavogi,
lést á heimili sínu, í faðmi
fjölskyldunnar, föstudaginn 5. júní.
Útför hennar fer fram fimmtudaginn 18. júní kl. 13 frá
Bústaðakirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Karitas
og Krabbameinsfélagið.
.
Hans B. Guðmundsson,
Guðmundur Hansson, Kristín Donaldsdóttir,
Elín Rós Hansdóttir, Birgir Birgisson,
Berglind Íris Hansdóttir, Bjarni Ólafur Eiríksson,
barnabörn, barnabarnabarn og systkini.
Okkar ástkæra
INGIBJÖRG MELKORKA
ÁSGEIRSDÓTTIR,
Vesturgötu 154,
Akranesi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
þriðjudaginn 2. júní.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 12. júní kl. 15.
.
Kristín Frímannsdóttir, Stefán Þór Sigurðsson,
Ásgeir V. Hlinason,
Benedikt Þór Ásgeirsson,
Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, Bjarni Tryggvason,
Guðrún Birna Ásgeirsdóttir, Sæþór Sindri Kristinsson,
Ásdís Ösp Ásgeirsdóttir, Stefán Logi Grímsson,
Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir
og systrabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR,
Vallholtsvegi 17,
Húsavík,
lést 3. júní á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Útför hennar verður frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
13. júní kl. 15.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga.
.
Sigþór Haraldsson, Kristján Viðar Haraldsson,
Brynja Ragnarsdóttir, Hugrún Inga Ingimundardóttir
og barnabörn.