Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 *Mér finnst samfélagið vera að halla sér of mikið í þá átt að fólk þurfi að eigameiri og meiri pening í poka til að börn þess eigi framtíð og eigi jafn miklamöguleika og önnur börn í þessu landi. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona í þakkarræðu á Grímuverðlaunahátíðinni. Landið og miðin UM ALLT LAND HALLORMSSTAÐUR Húsnæði grunnskólans á Hallormsstað verður senn auglýst til sölu en skólahaldi sö samráði aðra eigend þeirra. FJALLABYGGÐ Fyrirhugað er að halda norræna strandmenningarhátíð á Siglufirði árið 8 áðs Fjalla fram staðfe safns Íslands um tíðinni með framlagi að upphæð kr. 1,5 milljónir og ákvað ráðið þá að leggja til við bæjarstjórn að bæjarfélagið tæki þátt í hátíðinni með framlagi til jafns á við safnið. HVERAGERÐI Framkvæmdir við endurb ytra sundlaugarhússins í Lauga að hreinsa málningu utan af h ru langt komnar. Að þeim lo með sérstökum efnum se til mikils sóma. Gert er rá ljúki í ágúst en til þessara milljónir kr. Ennfremur er ta verði æða í rður það SKAGAFJÖRÐUR Systkinin frá Glaumbæ í S laumbæja gjöf kertastand, til minning na, sr. Gunna Margréti Ólafsdóttur, en á ár liðin frá fæð on, Du101 ár frá fæðingu Gunna Gunnar Gunnarss om hannaði g smíðaði kerta ar honum þakkað fyrir sinn mik gjöfinni. Feykir segir frá þessu. Á eru frá vinstri: Sigríður FjólaVikt æsem er í sóknarnefnd Glaumb jarkirkju, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Stefánsson Gs(sonur Stefán unnarssonar), Margrét ór Gunnarsson, Ólafur Gísli Gunnarsson. HREPPUMÝRDALS rn RangárþingsSveitarstjó ammögulegt svarðandi itarstjórn MýrdSve gárþinRan og byg „Sv þ Þetta athæfi hefur hlotiðóformlega nafngift, kallastprjónagraff, og fær við- skeyti sitt af enska orðinu „graf- fiti“ eða veggjakrot. Blaðamaður sló á þráðinn til Berglindar Björnsdóttur, hvatamanns uppá- tækisins, og bað hana að spjalla aðeins við sig. Berglind var hin kátasta og sagði hugmyndina að uppátækinu hafa sprottið upp þeg- ar hún sá verk Reykjavíkunder- groundyarnstormers. „Ég fylgdist með prjónagröffurunum í Reykja- vík, þegar þær byrjuðu að skreyta tré og fleira. Ég sá myndirnar frá þeim og þetta var svo ótrúlega flott.“ Korter í Húnavöku - Er langt síðan? „Ætli það séu ekki tvö ár síðan. Svo kom ég með þessa hugmynd í fyrra, bara korteri fyrir Húna- vöku, en þá var allt of stuttur tími til ráðstöfunar til þess að gera þetta almennilega. Ég hafði samband við Jóhönnu Erlu Pálma- dóttur sem er yfir Textílsetrinu hérna og hún tók afskapalega vel í þetta en benti mér á, að það væri fremur lítill tími til stefnu. Hún bað mig hins vegar um að hafa samband við sig að ári, sem ég gerði og nú er allt komið á fullt.“ Hittast vikulega - Og viðtökurnar góðar? „Þátttakan hefur verið brjál- æðislega góð. Við hittumst fyrst 10. júní, og það mættu 27 og var alveg rosalega gaman. Það er fundur aftur í kvöld [16. júní] og ég veit að þangað ætla að koma konur sem komust ekki á fyrsta fundinn og svo er fjöldi manns úti í bæ sem ætlar að vera með en kemst ekki á fundina. Sumir eru kannski einhvers staðar í burtu í sumarfríinu sínu en eru með hekl- og prjónadótið sitt með sér. Við ætlum að hittast vikulega í Kvennaskólanum, alltaf klukkan átta. Við miðum við að hvert skipti sé svona klukkutími, en það verður engum hent út klukkan níu.“ Hekla leið að hann- yrðamekkanu - Er búið að ákveða hvað á að prjónagraffa? „Við fórum tvær saman, ég og Erna Björg vinkona mín, um bæ- inn og mældum staura. Við ætlum að byrja á því að hekla og prjóna frá brúnni og að Kvennaskólanum. Kvennaskólinn stendur hér við ós- inn. Þar er líka Textílsetur Ís- lands og Þekkingarsetur og Heim- ilisiðnaðarsafnið. Þetta er nánast hannyrðamekka þarna út við ós- inn. Við ætlum að leiða fólk þang- að.“ Berglind segir að þeim hafi þar að auki veist liðstyrkur í formi gistilistamanna sem eru þarna á vegum Textílsetursins. „Það eru textíllistamenn í Kvennaskólanum og þeir vilja fá að vera með og eigna sér staurana næst skól- anum. Þeir merkja sér þá staura, en eru einnig áhugasamir um að hjálpa til við fleiri staura.“ Að- spurð hvort það þurfi sérstaka hæfileika til þess að hekla eða prjóna utan um ljósastaur, skellir Berglind upp úr, en gerir svo sitt besta til að veita blaðamanni svör. „Ég veit það ekki. Ætli maður ætti ekki að vera með einhvern grunn í hekli eða prjóni. Þú þarft ekki að kunna að hekla einhverjar stórkostlegar fígúrur eða flíkur eða neitt þannig. Það er mælt með grófu garni og grófum hekl- nálum og prjónum af því þetta eru yfirleitt ekki mjög fíngerð verk.“ - Þannig að það getur hver sem er fengið að taka þátt? „Ég er viss um að það verða einhverjir viljugir til þess að kenna prjón eða hekl ef það er einhver sem kann ekki að fitja upp en vill vera með. Við tökum vel á móti öllum. Allir geta lagt eitthvað af mörkum,“ segir hún. Mælt í staurum - Eru þetta eingöngu staurar? „Við mældum helstu staura og skilti við Húnabraut og Árbraut en þetta fer allt eftir því hversu vel okkur vinnst. Miðað við mæt- inguna og áhugann þá á ég von á alveg rosalega flottum bæ hér í sumar.“ - Veistu hvað leiðin er löng frá brúnni að „hannyrðamekkanu“? Berglind hlær við áður en hún svarar og spyr hvort ekki sé gilt að mæla þetta í staurum? „Ég er nefnilega búin að telja staurana og þeir eru nítján talsins. Að auki verður sérstakur Landsmótsstaur skreyttur hér á Landsmóti 50+ sem verður haldið í lok mánaðar- ins. Þar geta áhugasamir til dæm- is látið ljós sitt skína.“ Að lokum segir Berglind að öll- um sé velkomið að taka þátt í verkefninu og áhugasamir geti kynnt sér þetta á Facebook- síðunni Prjónagraff á Blönduósi. BLÖNDUÓS Spariklæddir staurar á leið að hannyrðamekka HÓPUR FÓLKS HEFUR TEKIÐ SIG SAMAN OG PRJÓNAÐ OG HEKLAÐ UTAN UM LJÓSASTAURA Í TILEFNI AF HÚNAVÖKU, SVOKALLAÐ PRJÓNAGRAFF. Kjartan Már Ómarsson kmo@mbl.is Magdalena Berglind Björnsdóttir og Erna Björg Jónsdóttir draga vagninn í sam- vinnuverkefni um prjónagraff eða prjónakrot á Blönduósi. Prjónagraff sem á eftir að festa upp á ljósastaura á Blönduósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.