Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 51
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Simone de Beauvoir var franskur heimspekingur og rit- höfundur. Hún er einna þekkt- ust fyrir rit sitt Hitt kynið sem birtist á prenti árið 1949. Bókin hafði víðtæk áhrif á rétt- indabaráttu kvenna og talið er að aldrei áður hafi verk eftir konu vakið jafnmikla eftirtekt. Beauvoir færði rök fyrir því að hugmyndir um konuna væru byggðar á túlkunum feðraveld- isins en ekki bláköldum stað- reyndum og afhjúpaði með skrifum sínum fjöldann allan af félagslegum og siðferðilegum gildum sem voru í hávegum höfð á 4. og 5. tug síðustu ald- ar. Hún sagði: „Maður fæðist ekki kona, heldur verður kona“. Simone de Beauvoir Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) hóf snemma að beita sér fyrir auknum réttindum kvenna. Hún var til að mynda aðeins sextán ára gömul þegar hún ritaði greinina „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“, sem birtist í Fjallkonunni árið 1885. Hún var einn af stofnendum Hins íslenska kvenfélags 1894, hóf útgáfu á Kvennablaðinu 1895 og var fyrst kvenna til þess að bjóða sig fram til Alþingis. „Fyrirlestur um hagi og rjett- indi kvenna“, sem hún flutti í Góðtemp- arahúsinu í Reykjavík árið 1887, mun hafa verið fyrsti opinberi fyrirlestur kvenmanns á Íslandi og var gefinn út á bók ári síðar. Þar benti Bríet á launamun kynjanna og hvernig konur gætu bætt stöðu sína í samfélaginu með því að tryggja sér aukin réttindi til náms og vinnu. Hægt er að nálgast fyrirlestur Bríet- ar í riti Johns Stuarts Mills, Kúgun kvenna. Eins er hann aðgengilegur á vefnum bækur.is. Fyrirlestur Bríetar var gefinn út af Sigurði Krist- jánssyni 1888 og kostaði hvert eintak 25 aura. FYRSTI FYRIRLESTUR KVENMANNS Á ÍSLANDI Árið 2011 kom út bók á vegum Háskólaútgáfunnar sem allir sannir formælendur kvenfrelsis á Íslandi ættu að útvega sér. Bókin kallast Á rauðum sokkum og er afrakstur starfs sem fór í hönd eftir sýningar á heimildarmynd Höllu Kristínar Einarsdóttur, Konur á rauðum sokkum, árið 2009. Þetta er raunar ritsafn sem samanstendur af frásögum tólf kvenna sem eiga það allar sameiginlegt að hafa tekið þátt í kvenrétt- indabaráttunni undir merkjum Rauðsokkahreyfing- arinnar árin 1970-1982. Bókin er ekki einungis fróð- leg, heldur er hún dýrmæt og jafnframt persónuleg heimild um stórmerkilegt tímabil í sögu 20. ald- arinnar á Íslandi. Við lestur bókarinnar kemur glögg- lega í ljós hve réttindi kvenna voru lágt skrifuð fyrir áttunda áratuginn og ættu stúlkurnar sem strípa á sér nippurnar í dag áreiðanlega erfitt með að setja sig í spor forgöngukvenna sinna. Vilborg Sigurð- ardóttir ritar gagnlegan inngang að bókinni og Dagný Kristjánsdóttir skrifar eftirmála. Aukalega prýðir ritið fjöldi ljóða eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem voru flest hver samin á tímabilinu. Olga Guðrún Árnadóttir ritstýrði. BARÁTTUKONUR Árið 1792 kom út bók eftir enskan rithöfund, heimspeking og frumkvöðul á sviði kven- réttinda sem kallaðist A Vindication of the Rights of Woman. Þar færir hún rök fyrir því að konur séu langt í frá óæðri mönnum af náttúrunnar hendi, heldur virðist þær eingöngu vera það sökum þess að þær hafi ekki aðgang að sömu mennt- unarmöguleikum og karlmenn. Ennfremur færði hún rök fyrir því að í stað þess að skipa fólki í fylkingar eftir kyni væri ráðlegra að líta á það, burt- séð frá kyni, sem rökhugsandi manneskjur. Mary Wollensto- necraft var jafnframt móðir eins þekktasta rithöfundar hinar vestrænu kanónu, Mary Shelly, sem skrifaði Franken- stein: eða hinn nýi Prómóþeus. Mary Wollstonecraft Öndvegisverk kvenréttinda- baráttunnar GERPLUR Í GÖNGUSKÓM VEGFERÐ KVENNA TIL AUKINS JAFNRÆÐIS HEFUR REYNST BÆÐI LÖNG, STRÖNG OG KRÆKLÓTT. STUNDUM GETUR REYNST GOTT AÐ LÍTA TIL BAKA OG SJÁ HVAÐAN ER KOMIÐ TIL ÞESS AÐ GREINA HVAR ER STÆTT. SEGJA MÁ AÐ ÞESSAR BÆKUR VARÐI ÞÁ LEIÐ SEM HEFUR VERIÐ FARIN, FRAM TIL ÞESSA. Ritgerð Virginiu Woolf, A Room of One’s Own, birtist í bókaformi árið 1929. Þar and- mælir hún þeirri ríkjandi skoðun að kvenmenn séu síðri skáld- sagnahöfundar en karlmenn. Það eina sem konur skortir er tæki- færi, segir hún, sem felst í fjár- hagslegu sjálfstæði og herbergi til þess að loka að sér. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Helgu Kress árið 1983, undir heitinu Sérherbergi. Virginia Woolf Bandaríski rithöfundurinn Naomi Wolf, einn helsti talsmaður þriðju bylgju femínisma, sendi frá sér bókina The Beauty Myth árið 1991. Þar bendir hún á að samfara auknum völd- um kvenna í samfélaginu hafi aukist sú krafa að þær búi yfir ákveðinni tegund af „fegurð“. Eins bendir hún á að þessi „fegurð“ sé ónálganleg. Þannig þjóni þessi krafa sem tæki feðraveldisins til að refsa konum hvort tveggja líkamlega og andlega fyrir að geta ekki samrýmst henni og viðheldur ríkjandi valdafyrir- komulagi. Wolf segir konur undirseldar þessari fegurðarkröfu á fimm sviðum: í vinnu, trú, kynlífi, ofbeldi og hungri. Naomi Wolf BÓKSALA 10.-16. JÚNÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 HamingjuvegurLiza Marklund 2 Blóð í snjónumJo Nesbø 3 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 4 RótlausDorothy Koomson 5 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 6 Risaeðlur í ReykjavíkÆvar Þór Benediktsson 7 SkuggadrengurCarl-JohanVallgren 8 Iceland In a BagÝmsir höfundar 9 25 gönguleiðir á Þingvalla-svæðinu Reynir Ingibjartsson 10 Ljós af hafiM.L.Stedman Kiljur 1 HamingjuvegurLiza Marklund 2 Blóð í snjónumJo Nesbø 3 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 4 RótlausDorothy Koomson 5 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 6 SkuggadrengurCarl-JohanVallgren 7 Ljós af hafiM.L.Stedman 8 HilmaÓskar Guðmundsson 9 Ég á teppi í þúsund litumAnne B. Ragde 10 Stjörnur yfir TókýóHiromi Kawakami
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.