Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Kosningaréttur kvenna 100 ára Fríða Snædís Jóhannesdóttir ertitluð kattabóndi í síma-skránni. Hún varð tvítug fyrr í mánuðinum og setti upp hvíta kollinn 17. júní þegar stúdentar voru brautskráðir frá Mennta- skólanum á Akureyri. Fjölskyldan bjó lengi á Sel- tjarnarnesi, þar sem Fríða gekk í grunnskóla, en foreldrarnir héldu á æskuslóðirnar í höfuðstað Norður- lands á ný fyrir nokkrum árum og fluttu þá í sveitina; keyptu bæinn Hesjuvelli steinsnar ofan Akur- eyrar, þar sem þau halda ýmis dýr þótt búskapurinn sé reyndar bara tómstundagaman samhliða öðrum störfum. „Ég hef aldrei fundið fyrir neinu misrétta kynjanna í skólanum. Sér- staklega hefur mér þótt gott að vera í MA en það var svipað í grunnskólanum á Seltjarnarnesi,“ segir Fríða Snædís við Sunnudags- blað Morgunblaðsins. „Ég man ekki eftir neinu sem var skrýtið, nema einu; ég skrifaði mjög illa þegar ég var lítil og þurfti að fara í aukatíma. Strákarnir sluppu við það þótt sumir þeirra skrifuðu alls ekkert betur en ég! Mér finnst þetta frekar fyndið eftir á að hyggja.“ Mamma meðvituð Fríða segir móður sína alltaf hafa verið mjög meðvitaða um jafnrétti og hún hafi því í raun drukkið í sig þá hugsjón með móðurmjólkinni. „Ég man reyndar ekki eftir mikilli umræðu um jafnrétti heima og hugsaði ekki mikið um það sem barn og unglingur en eftir að ég varð eldri og þroskaðri hef ég gert það. En jafnrétti þótti sjálfsagt heima. Ég hef hugsað miklu meira um þessi mál eftir að ég kom í framhaldsskóla enda annað varla hægt, vegna þess hve umræðan er mikil. Í MA eru til dæmis jafn- réttisfulltrúar af báðum kynjum, kosnir úr hópi nemenda, og reynt er að ýta undir það að allir eigi að vera jafnir. Femínismi snýst um það og við erum mörg á þeirri skoðun á mínum aldri að enginn geti í raun verið jafnréttissinni nema vera femínisti.“ Fríða Snædís nefndi móður sína, Helgu Björgu Jónasardóttur. Faðir hennar, Jóhannes Már Jóhannes- son, var mikið erlendis vegna at- vinnu sinnar þegar börn þeirra Helgu voru ung en Fríða segist þó aldrei hafa fundið fyrir því að á heimilinu þætti sjálfsagðara að kon- an sæi um húsverkin. Móðir sín hafi þurft að gera það vegna aðstæðna en pabbinn síðan tekið til hendinni þegar hann var heima. „Aldrei kom annað til greina en að allir væru jafnir í þessu sam- bandi og heima var til dæmis aldrei meiri pressa á okkur systur en bróður okkar að hjálpa til.“ Fríðu er ofarlega í huga að hlust- að sé eins á alla. „Mér finnst stund- um eins og meira sé hlustað á karla en konur og þykir það leiðinlegt. Ég held reyndar að það sé að breytast með minni kynslóð og hef- ur líklega verið að breytast til betri vegar í einhvern tíma. Ég fylgist ekki sérstaklega mikið með pólitík en fæ stundum á tilfinninguna að ef kona sé ákveðin sé horft á hana í öðru ljósi en ákveðinn karl. Að hún sé frekja, sem sagt, en hann ákveð- inn ... Þessu er mjög vel lýst á ensku; að hún sé bossy en hann sé boss! Svona á þetta ekki að vera. Ef mig langar einhvern tíma að verða forstjóri í fyrirtæki myndi ég vilja að fólk hlustaði á mig með sama hætti og aðra. Ég vil að hlustað sá eins á alla, konur og karla.“ Hópurinn Beauty Tips á Face- book hefur verið mikið til umfjöll- unar að undanförnu. Fríða Snædís er skráð í hópinn. „Það er ýmislegt þar sem fer í taugarnar á mér. Þegar Free the Fríða Snædís Jóhannesdóttir: Mér finnst afklámvæðingin skipta miklu máli. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vil að hlustað sé eins á alla FRÍÐA SNÆDÍS JÓHANNESDÓTTIR 20 ÁRA FRÍÐA SNÆDÍS JÓHANNESDÓTTIR ER TVÍTUG, NÝÚTSKRIF- AÐUR STÚDENT FRÁ MENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is orlofs lögfestur. Í því felst staðfest- ing á að karlar beri ábyrgð til jafns við konur á uppeldi barna sinna. Með þessu kemur aukið jafnræði með körlum og konum á vinnu- markaði. 2001 Fæðingarorlofssjóður stofn- aður. 2002 Ingibjörg Þorbergs hlýtur heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst ís- lenskra kvenna. 2003 Femínistafélag Íslands stofn- að. 2005 Kristín Ingólfsdóttir skipuð rektor Háskóla Íslands, fyrst kvenna. 2009 Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra, fyrst ís- lenskra kvenna. Ríkisstjórn skipuð jafnt konum og körlum. 2010 Björk Guðmundsdóttir fær Polar-tónlistarverðlaunin fyrst Ís- lendinga. 2012 Sr. Agnes M. Sigurðardóttir kjörin biskup Íslands, fyrst ís- lenskra kvenna. 2015 Elín Pálmadóttir, rithöf- undur og blaðamaður, fær æðstu orðu franska ríkisins fyrst Íslend- inga. Heimildir: mbl.is, kvennasogusafn.is. Kristín Ingólfsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Björk Agnes M. Sigurðardóttir Ég man lítið eftir því aðjafnréttismál hafi verið ræddvið mig þegar ég var að alast upp og held að ég hafi fyrst heyrt orðið femínismi í menntaskóla,“ seg- ir Berglind Ósk Bergsdóttir, 30 ára gamall tölvunarfræðingur. Berglind tilheyrir fámennum hóp kvenna sem eru menntaðir tölvunarfræðingar en í þessu karlafagi segir hún margt spila inn í að það gerist hægt að konum fjölgi. „Ég ólst upp hjá föður mínum og var hjá móður minni aðra hvora helgi þannig að ég þekki ekkert annað en karlmann í kvennastörfum heimilisins. Satt best að segja þegar ég hugsa til baka finnst mér margt hafa verið betra í umhverfi mínu en það sem er haft fyrir börnum í dag. Það var til dæmis ekki til neitt sér- stakt stelpu- eða strákalegó. Við vorum ekki klædd í bleikt eða blátt eða með bleika og bláa fylgihluti. Það voru alls konar litir fyrir alla, rautt, fjólublátt, appelsínugult og það var lítið verið að spá í þetta. Á þann hátt finnst mér hafa orðið afturför þótt margt annað hafi þok- ast fram. Við vinkonurnar erum með þá kenningu að fyrirtæki hafi séð sér hag í að selja tvennt af öllu, nú geta systkin sitt af hvoru kyni ekki deilt með sér leikföngum því ómögulegt er að leika sér með blátt sem stelpa.“ Berglind hefur ágætis viðmið þar sem hún býr ein með syni sínum og segir þetta líka vera áberandi í af- þreyingarefni þar sem bæði vanti hreinlega kvenkyns persónur í teiknimyndirnar eða þá að þær eru í algjöru aukahlutverki. Meira að segja strákurinn hennar hafi rekið augun í það. Finnst þér jafnmikið hlustað á raddir kvenna og karla? „Já. Mér finnst frekar vandamál að konur eru feimnari við að láta heyra í sér, því það er hlustað á þær þegar þær tala. Það eru ennþá einhverjar ómeðvitaðar hugmyndir hjá okkur sjálfum um að konur eigi að láta minna fyrir sér fara og ég var til dæmis þannig sem unglingur og ég upplifði það líka í mínu námi til að byrja með. Þegar karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta í fagi eins og mínu þá kemur upp minnimáttarkennd – maður heldur að þeir sem hafi spilað tölvuleiki frá unga aldri séu svo miklu klárari en maður sjálfur, en það er algjör mis- skilningur þar sem til dæmis stærð- fræði er miklu meiri grunnur á því sviði en tölvuleikjaspil. Ég upplifði að konur þorðu síður að bera fram spurningar í tímum til að gera sig ekki að fífli að því er þær töldu. Þá tekur maður eftir því í vís- indaferðum að konur spyrja miklu, miklu minna en karlmennirnir.“ Látin fara af lyftaranum Af hverju heldurðu að það séu færri konur í þínu fagi heldur en karlar? „Ég hef mikið velt því fyrir mér. Ég held að þar spili nokkrir þættir inn í. Kannski vantar kvenfyr- irmyndir í fagið og þær tengja kannski þess vegna ekki við þetta. Í Háskóla Íslands var hlutfall kvenna í árganginum mínum 10 prósent. Svo skiptir líka máli að við höfum ekki jafnsterkt tengslanet og strák- Konur skortir oft tengslanet Berglind Ósk þekkir ekkert annað en karlmenn í kvennastörfum heimilisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg BERGLIND ÓSK BERGSDÓTTIR STARFAR Í KARLAHEIMI TÖLVUNARFRÆÐINNAR. HÚN FÆR STUNDUM EINKENNILEGAR SPURNINGAR FRÁ ÓKUNNUGUM TENGT ÞVÍ AÐ VERA KONA Í ÞESSU STARFI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is BERGLIND ÓSK BERGSDÓTTIR 30 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.