Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 39
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 heimilis. Óánægja kvenna fór vax- andi er leið á 20. öldina. Rauðsokkahreyfingin Hópur ungra kvenna kom saman í kjallara Norræna hússins í lok apríl 1970. Umræðuefni þeirra var staða kvenna á Íslandi og hreyfingin er spratt upp af fundi kvennanna hlaut nafngiftina „Rauðsokkahreyfingin“. Rauðsokkar samanstóðu af körlum og konum og störfuðu til ársins 1982, en það ár stofnaði fjöldi með- lima hennar kvennaframboð og var það fyrsti listi í framboði sem ein- ungis innihélt konur síðan árið 1926. Hreyfing Rauðsokka var áberandi, en meðal baráttumála hennar voru tilurð löggjafar um frjálsar fóstur- eyðingar, réttur kvenna til mennta og fjölgun leikskólaplassa. Konum í opinberum embættum tók smám saman að fjölga þegar líða fór á seinni hluta 20. aldar. Frú Vigdís Finnbogadóttir tók við emb- ætti forseta Íslands árið 1980. Kvennaframboðið í Reykjavík fékk tvær konur kjörnar í borgarstjórn árið 1982 og tvær konur voru einnig kjörnar í bæjarstjórn á Akureyri. Kvennalistinn var stofnaður ári seinna og voru þrjár konur kjörnar á þing. #konurtala Mikill hluti kvenréttindabaráttu 21. aldar fer nú fram á internetinu. Þar er nærtækt að nefna brjóstabylt- inguna „Free the nipple“ sem sumir hafa jafnvel viljað kalla hluta af „klámvæðingu“ nútímans, en hluti byltingarinnar felst í því að konur birta af sér ljósmyndir berum að of- an á samfélagsmiðlum. Þessari gagnrýni svara byltingarkonur þó sem svo að þetta sé akkúrat það sem byltingin gangi út á: brjóst séu eðlileg og myndir af þeim eigi ekki að teljast klámfengnar. Dreifing hefndarkláms eykst sífellt og hyggj- ast konur slá vopnin úr höndum gerenda með því að svipta feimn- ishulunni af berum kvenmanns- brjóstum. Byltingin sem hófst í Face- book-hópnum „Beauty tips“ nú í sumarbyrjun er annað dæmi um byltingu sem fyrst og fremst á sér stað á samfélagsmiðlum, undir myllumerkjunum #þöggun, #out- loud og #konurtala. Gríðarlegur fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá því að hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi. Byltingin lifir og sér þess m.a. merki í myndum á Facebook. Þegar flett er í gegnum síðuna má þannig á myndrænan hátt sjá hversu sláandi algengt kynferðislegt ofbeldi er. Horft til framtíðar Margt hefur unnist síðan Mathilde Fiebiger gaf út byltingarkennda bók sína árið 1850 og hreif með sér Íslendinginn Magnús Eiríksson. Baráttu fyrir jafnrétti kynjanna er þó hvergi nærri lokið. Um leið og litið er um öxl á þeim tímamótum sem konur fagna um þessar mundir er því við hæfi að blása konum nú- tíðar sem framtíðar baráttuanda í brjóst með þessum orðum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur: „Þær [dætur landsins] þurfa að finna, að hið góða og gamla orðtæki: „ef jeg finn ekki veg, ryð jeg mjer sjálfur braut“, á eins við þær og bræður þeirra.“ Heimildir: Á rauðum sokkum – Baráttukonur segja frá, ritstýrt af Olgu Guðrúnu Árnadóttur Veröld sem ég vil eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur Vefur Kvennasögusafnsins, kvennasogusafn.is Passaðu að þetta detti ekki,“segir Björg Baldvinsdóttirog grípur síma blaðamanns sem er um það bil að detta úr kjöltu hans. Ekki er á kvikum hreyfingum hennar að sjá að hún hafi fagnað tíræðisafmæli á þessu ári en hún er fædd 16. júní árið 1915 á Stóra-Eyrarlandi sem var torfbær og stóð á Akureyri, nærri þar sem Lystigarðurinn er nú. Átti eina bláa Nivea-dós Ung fór Björg á skíði á fjallinu Súlum og varð á unglingsaldri fyrsta konan til að fara upp á fjallstindinn að vetrarlagi. „Og nið- ur aftur,“ bætir hún sposk við. Vegna starfa hennar í sport- vöruversluninni í Hamborg höfðu henni verið gefin askskíði. Blaða- maður hefur aldrei heyrt á slík skíði minnst en Björg útskýrir: „Björn frá Múla, kaupmaður í versluninni, pantaði skíðin handa mér frá Noregi en þau voru úr viði sem hvorki brotnaði né flysjaðist upp úr. Framan á þeim var svo krókur, þannig að ef ég keyrði inn í snjóskafl, þá fór ég bara yfir hann,“ segir Björg og hlær. Ekki var munaðurinn þó mikill í uppvexti Bjargar en hún minnist þess að hafa átt eina snyrtivöru í æsku, bláa kremdós frá Nivea. „Ég var öðruvísi í vexti en hinar stelp- urnar í skólanum, mjög mjó. Þær lágu oft á gægjum þegar ég var að laga mig til og héldu að ég réðu yf- ir einhverjum göldrum. En þessi bláa Nivea-dós var nú allur gald- urinn,“ segir Björg og brosir. Varla tími til að borða „Þetta var gott líf,“ segir Björg um æsku sína. „Það var auðvitað ekki hægt að hlaupa út í búð hvenær sem er, svo við notuðum allt sem hægt var að nota af landinu. Gras og alls konar grænmeti sem óx frjálst á grundunum stutt frá. Og svo var mamma með garð þar sem hún ræktaði kartöflur. Mamma útbjó allan mat. Hún var eina kon- an á bænum, við stelpurnar fórum í skólann og út um allar trissur svo við gátum lítið hjálpað til heima. Það var helst að við sæktum fyrir hana vatn, því krani kom ekki inn í torfbæinn fyrr en löngu seinna. Ég held að mamma hafi stundum ekki einu sinni haft tíma til að borða, þótt hún hafi lagað matinn.“ Björg minnist móður sinnar af miklum hlýhug. „Hún vann heima og var krafturinn sem hélt fjölskyldunni saman. Pabbi vann hins vegar hjá bænum, auk þess sem hann sinnti jörðinni okkar. Hann var kinda- lögregla.“ Björg verður kímin á svip. „Þarna áttu allir kindur og á veturna fóru kindurnar niður í bæ og leituðu uppi blómlega garða. Þar átu þær blómin og allt saman. Konurnar voru seinast orðnar svo reiðar að þeir heimtuðu af bæj- arstjóra að settur yrði maður í að reka féð burtu úr bænum undir eins og sæist til þess. Þetta emb- ætti fékk pabbi, því hann kunni öll mörkin á kindunum,“ segir Björg og hlær. Vann á meðan aðrir sváfu Móðir Bjargar fór í vist að Laxa- mýri í Aðaldal, áður en hún giftist föður Bjargar, eftir að hafa misst fyrri mann sinn. Þau áttu þá sam- an tvo drengi, auk þess sem hún bar þriðja barnið undir belti. „Hún gat ekki annað gert en að senda börnin frá sér og fara í vist sjálf. Þar lærði hún mikið af Snjólaugu í Laxamýri. Mamma var óskaplega dugleg,“ segir Björg. „Hún gat sniðið og saumað föt af mikilli leikni en við áttum náttúrlega aldr- ei nein efni. Það var hins vegar hægt að fá notuð föt gefins og það fékk mamma. Svo spretti hún öllu saman upp í smábúta, náði því fal- legasta af efninu og gat svo sniðið úr þessu fínar flíkur á okkur þegar hún saumaði þetta saman. Allt sem við systurnar vorum í hafði mamma annaðhvort saumað eða prjónað. Svo átti hún rokk og spann á nóttunni. Þetta gerði hún þegar hún hefði átt að vera að sofa og hvíla sig. Þá spann hún og spann og maður heyrði suðið í rokkinum í gegnum svefninn. Stundum raulaði hún líka við vinn- una,“ minnist Björg. Heillaðist af leikhúsinu Björg erfði sannarlega sönghæfi- leika móður sinnar en hún söng í fimm kórum. Hún var meðal stofn- enda Kirkjukórs Akureyrar og í stjórn hans í 25 ár, auk þess sem hún var einn af stofnendum söng- félagsins Gígjunnar. Björg tók því mikinn þátt í menningarlífi Akur- eyrar en utan söngsins hefur hún alla tíð haft mikinn áhuga á leik- list. Hún heillaðist af leikhúsinu fimm eða sex ára gömul og steig fyrst á svið Samkomuhússins á Ak- ureyri níu ára gömul í söngleiknum Gleðilegt sumar. Hún lék síðan fyrsta hlutverk sitt hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1943 og eftir það varð ekki aftur snúið, uppfærsl- urnar sem hún hefur tekið þátt í skipta tugum. Oft var hún í aðal- hlutverki. Mamma var fyrirmyndin Björg giftist Kanadamanni sem hún kynntist við verslunarstörf sín. „Hann var sendur til Danmerkur að læra sælgætis- og smjörlík- isgerð og stóð sig ágætlega, þótt hann væri ekki skólagenginn. Hann var duglegur,“ segir Björg sem var heimavinnandi á meðan börnin þeirra tvö, Alice og Ágúst Berg, voru að alast upp. „Hann vann í smjörlíkisgerðinni Akra en ég var heima og sá um börnin og heimilið.“ Leiðir hjónanna skildi og Björg var þá ein með börnin. Ekki var með- lagsgreiðslum fyrir að fara á þess- um tíma og vann Björg því úti fyrir sér og börnunum. „En einhvern veginn komst þetta allt í gegn. Ég tók mömmu mér til fyrirmyndar og vann nótt og dag og þá gekk þetta.“ Borin til mennta Björg vann lengst af á bæjarskrif- stofu Akureyrar og var þar einka- ritari rafveitustjóra. Hún segir sér hafa liðið vel í starfi. „Það var eig- inlega orðið svoleiðis að ég var einkaritari fyrir innheimtustjórann líka. Þeir gátu ekkert vélritað, karl- arnir. Ég gat hins vegar vélritað hratt, á íslensku en einnig á ensku og dönsku og dálítið á þýsku líka,“ segir Björg en tungumálin lærði hún í menntaskóla. Greinilegt er að foreldrar hennar hafa mikið lagt upp úr menntun barna sinna. „Ef það var mikill snjór, þá bar pabbi mig á bakinu til að koma mér í skólann,“ minnist Björg. Henni gekk mjög vel í námi. „Neðstu bekkirnir í Mennta- skólanum á Akureyri voru gagn- fræðaskóli á þessum árum. Krakk- arnir sem fóru þangað þurftu að fá próf og góða einkunn úr barnaskól- anum til að fá að fara í gagnfræða- skólann. Skólastjórinn í barnaskól- anum sagði hins vegar við mig: „Góða mín, farðu bara upp eftir, ég nenni ekki að setja þig í próf, því þú kannt þetta allt saman.“ Þannig að ég fór bara próflaus inn í gagn- fræðaskólann. Svo hélt þetta áfram svona upp menntaskólann, alveg þangað til ég var komin upp í fimmta bekk. Þá var varla til pen- ingur fyrir mat heima og ég varð að hætta í skólanum. Ég fór því aldrei í sjötta bekk en kennararnir þekktu mig allir og vissu nákvæmlega hvað ég gat og hvað ég vissi, þannig að ég fékk samt útskrift,“ segir Björg sem geymir enn stúdentshúfuna hjá sér á vísum stað því til staðfest- ingar. Burstuðu þær reykvísku Björg minnist leikfimitímanna í menntaskóla sérstaklega. „Kenn- ararnir voru Hermann Stefánsson og konan hans, Þórhildur. Þau höfðu farið til Finnlands og lærðu þar að kenna leikfimi eftir músík. Leikfimin hjá okkur var því bæði leikfimi og dans og það varð til þess að við urðum öll svo liðug og gátum snúist í allar áttir eins og vitleysingar,“ segir Björg og hlær en nemendahópurinn ferðaðist um og lék listir sínar. „Svo fórum við líka til Reykjavíkur að spila hand- bolta,“ bætir Björg við. „Við skít- burstuðum reykvísku stelpurnar! Þær urðu svo reiðar að þær not- uðu neglurnar á handleggina á okkur og það rann úr okkur blóð- ið. Þeim hafði náttúrlega ekki komið það til hugar að þessir sveitaræflar sem við vorum færu að bursta þær. En við unnum,“ leggur Björg áherslu á og segir það hafa verið talsvert algengt að stúlkur iðkuðu íþróttir á þessum árum, bæði í skólum og ung- mennafélögum. Föst heima og í vinnu Unga fólkið lét hins vegar ekki staðar numið við dans og hand- bolta því einnig voru farnar skóg- ræktarferðir reglulega. „Við gróð- ursettum trén á Vaðlaheiðinni. Það var alveg viss tími af okkar skóla- göngu sem fór í gróðursetningu og manni fannst sjálfsagt að bæta þessu við þegar maður var búinn í skólanum, til að gera sína skyldu við landið. Landið hafði gefið okk- ur allt. Torf í bæina og fullt af grjóti, yndislegu grjóti til að hlaða úr og svo timbur úr rekavið, stór tré sem höfðu verið höggvin ein- hvers staðar í Síberíu og komu svo fljótandi til okkar. Karlarnir drifu þetta allt á land, létu það skræl- þorna í sólskininu og svo höfðu þeir sagir til að saga þetta niður í fín borð sem við klæddum baðstof- una með að innan. Þetta var skúr- að með hreinu vatni og sandi og lyktin af þessu var alveg yndisleg og hélst við mann lengi,“ minnist Björg og lygnir aftur augunum. Aðspurð hvort hún hafi nýtt sér kosningaréttinn eða tekið þátt í stjórnmálum, segir Björg svo ekki hafa verið. „Nei, ég fór ekki niður í bæ að sinna þessu. Ég hafði bara ekki tíma. Ég var föst á heimilinu og í vinnunni og varð að standa við það sem ég átti að gera. En maður heyrði auðvitað af þessu öllu saman,“ segir Björg að lokum. Vann fyrir sér og börnunum Björg Baldvinsdóttir heillaðist ung af leikhúsinu og lék í tugum leikrita. Morgunblaðið/Árni Sæberg BJÖRG BALDVINSDÓTTIR 100 ÁRA BJÖRG BALDVINSDÓTTIR FAGNAÐI TÍRÆÐISAFMÆLI Í VIKUNNI OG ER ÞVÍ JAFNGÖMUL KOSNINGARÉTTI KVENNA. ANNIR JAFNT INNAN SEM UTAN HEIMILIS VORU ÞÓ SLÍKAR AÐ HÚN KOMST EKKI FRÁ TIL AÐ NÝTA HANN. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.