Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2015
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18,
mán. - fös. 11-18:30
Stóllmeðhvítri eða svartri setu
og viðarfótum. 24.900kr.
Copenhagen-stóll
ÚTSALA
Nú 86.590 kr.
Nú 19.995
SPARAÐU
30%
af öllumsængum
og koddum
200 cm. Hilla og fataslá fylgja. 123.700 kr.
Nú 86.590 kr. Hurðademparar og aðrir
aukahlutir seldir sér.
Bianca-fataskápurmeð hvítum
rennihurðum
SPARAÐU
37.110 kr.
SPARAÐU
10.000
SPARAÐU
30.000kr.
Borðstofuborðmeðhvítri borðplötu ogeikarfótum. 100 x200cm.119.900kr.
Nú89.900kr.
Mallorca-borðstofuborð
Mallorca-borðstofuborð
Nú89.900kr.
Messing loftljós. 40 cm. 29.995kr.
Nú19.995kr.
Atom-loftljós
SPARAÐU
30%
af öllum fataskápum
og aukahlutum
kr.
kr.
Þriggja sæta sófi. L 160 cm. 169.900kr.
Nú124.900kr.
Polo-sófi
Nú 124.900 kr. SPARAÐU
45.000 kr.
Edda Jónsdóttir, mannréttinda-
fræðingur og Sigrún Stefánsdóttir,
forseti hug- og félagsvísindasviðs
Háskólans á Akureyri, skrifuðu
saman bókina Frú ráðherra sem
fjallar um frásagnir kvenna á ráð-
herrastóli. „Edda átti hugmyndina
að bókinni og hringdi í mig og spurði
hvort ég vildi vera ritstjóri hennar.
Mér leist vel á þetta verkefni. Ég
vildi ekki vera ritstjóri, mig langaði
bara til að vera með og fá að skrifa
með henni,“ segir Sigrún og Edda
tók vel í það.
Í bókinni er rætt við 20 sterkar og
flottar konur sem voru ráðherrar á
30 ára tímabili, 1983-2013. „Það var
alveg yndislegt að fá að vinna með
þessum konum og kynnast þeim.
Það kom okkur skemmtilega á óvart
hvað þær voru tilbúnar að vera
hreinskilnar og segja frá þessum
sigrum og baráttu. Það vekur at-
hygli hvað þetta er búið að vera mik-
il barátta, það voru mörg skref stig-
in og þetta er harður heimur fyrir
konur,“ segir Sigrún. „Ég fann til-
vitnun frá Ólöfu Sigurðardóttur frá
Hlöðum þar sem hún segir: „Þið eig-
ið gott að eiga hugsjónir.“ Þetta eru
allt hugsjónakonur sem trúa á það
sem þær berjast fyrir og ég held að
það hafi haldið þeim gangandi.“
Edda segir að titill bókarinnar sé
sprottinn út frá þeirri staðreynd að
þegar karlar ganga inn í dæmigerð
kvennastörf er starfstitlinum breytt,
samanber að hjúkrunarkona er í dag
hjúkrunarfræðingur. „Þeir heita
ekki hjúkrunarkona, karlarnir sem
ganga í þau störf og þá víkur „kon-
an“. Enn er starfstitillinn hins vegar
ráðherra, hvort sem um er að ræða
karl eða konu á bakvið starfið. Ég
lagði nú til að þessu yrði breytt í
ráðstjóri, þannig yrði titillinn ekki
kyngerður,“ segir Sigrún.
Bókina tileinka þær minningu
Auðar Auðuns, sem var fyrsta konan
til þess að gegna embætti ráðherra
árið 1960. gunnthorunn@mbl.is
Frá útgáfuboðinu, frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, Edda Jónsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir, Oddný Harðardóttir og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
SKRIFA BÓK UM FRÁSAGNIR KVENNA Á RÁÐHERRASTÓLI
„Allt hugsjónakonur“
Hálfrar aldar afmælis kosninga-
réttar kvenna á Íslandi var minnst
í Morgunblaðinu 19. júní 1965. Var
þar meðal annars rætt við Sigríði
J. Magnússon, sem um langt árabil
var formaður Kvenréttindafélags-
ins. Þegar hún var spurð hvort
konur hefðu notað sér þessi rétt-
indi svaraði Sigríður:
„Ef maður lítur á þátttöku
kvenna í opinberum málum, er
ekki hægt að segja það, þar sem
við eigum nú aðeins eina konu á
Alþingi og fáar í bæjar- og sveit-
arstjórnum. Hins vegar álít ég að
margar lagabætur, sem gerðar
hafa verið á þessum árum, séu
meira og minna að þakka kosn-
ingarétti kvenna.“
Á sömu opnu er einnig rætt
„snöggvast“ við tvær konur sem
voru í fyrsta kvennahópnum sem
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík sama ár og
konur hlutu kosningarétt, 1915.
Lítill viðbúnaður var vegna
áfangans en nýstúdentum var þó
boðið í súkkulaði á skrifstofu rekt-
ors. „Þegar pabbi kom að okkur
tveimur um kvöldið, sagði hann: –
Hvað eruð þið hér einar? Og svo
sótti hann sérry og skálaði við okk-
ur,“ sagði annar viðmælandi blaðs-
ins, Þórunn Kvaran, dóttir Hann-
esar Hafstein.
GAMLA FRÉTTIN
Kosið í
hálfa öld
Frú Þórunn Kvaran og frú Áslaug Benediktsson fagna hálfrar aldar stúd-
entsafmæli sínu sumarið 1965. Þær voru í fyrsta kvennahópnum í MR.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
söngkona
Björk Guðmundsdóttir
söngkona
Sigrún Hrólfsdóttir
myndlistarkona