Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 31
21.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 * Einhverra hluta vegna gekkst ég ekkivið þeirri staðalímynd að vísindi væruekki fyrir stelpur - Sally Ride eðlisfræðingur og geimfari H inar hefðbundnu karla og kvennastéttir eru að taka nokkrum breyt- ingum því meðan karl- menn eru í auknum mæli að sækja sér menntun í stéttum sem hingað til hafa verið skilgreindar sem kvennastéttir eru konur að feta sig inn á braut hinna hefðbundnu karlastétta. Tæknigreinar, margar raungreinar, verkfræði og stærð- fræði eru þó enn vinsælli náms- brautir meðal stráka en stelpna. Litlu máli skiptir þó nærri því 2/3 háskólanema séu konur, hlutfall þeirra í tækni- og verkfræðinámi endurspeglar ekki þann veruleika. Engu að síður hafa orðið breyting frá fyrri tíð en árið 1988 voru 220 strákar í námi í verkfræðideild Há- skóla Íslands en einungis 31 stelpa. Í dag eru 656 strákar í iðn- aðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild en aðeins 213 stelpur. Í rafmagns- og tölvuverk- fræðideild eru 102 strákar og átta stelpur. Minnstur munurinn í verk- fræðideildum skólans er í umhverf- is- og byggingarverkfræði en þar stundar 101 strákur nám og 77 stelpur. Innan verkfræði- og nátt- úruvísindasviðs er aðeins ein deild þar sem stelpur eru fjölmennari en strákar en það er í líf- og umhverf- isvísindadeild en þar stundar 321 stelpa nám meðan aðeins 185 strákar sækja sama nám. Í öðrum deildum háskólans eru stelpur alla jafna í meirihluta en mestur munurinn er í hjúkrunar- fræðideild þar sem aðeins 7 strák- ar stunda nám en 493 stelpur. Skortir fyrirmyndir? Í nýlegri könnun sem unnin var af Northwestern University og Uni- versity of California-Berkeley var kannað viðhorf til tækni og vís- indagreina. Hátt í 350 þúsund manns í 66 löndum tóku þátt í könnuninni og voru svarendur í 60 prósent tilvika konur undir þrí- tugu. Niðurstaða könnunarinnar leiddi í ljós að flestir samsama vís- indi og tækni við karlmenn, jafnvel konur með menntun á sviði tækni og vísinda. Ekki er ljóst hvað veldur þessu en margir líta til þess að leiðtogar í tölvu-, tækni- og vísindaheiminum eru að mestu leyti karlmenn. Þann- ig er talað um goðsagnirnar Steve Jobs og Bill Gates, strákana í Go- ogle og nýjustu stjörnuna í tækni- geiranum, Elon Musk. Eflaust mun tíminn einn breyta þessu enda fjöldi frambærilegra kvenna að hasla sér völl í tækni- og vís- indaheiminum í dag og aldrei að vita nema næsta stóra tæknifyr- irtæki verði stofnað af ungum og frambærilegum konum. KONUR Í VERKFRÆÐI OG RAUNVÍSINDUM Eru tækni- og vísindastörf hefð- bundin karlastörf? Fleiri konur en karlar námu við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ í fyrra. Konur sækja síður en karlar í iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræði en í þessum deildum samanlagt er hlutfall kvenna fjórðungur af heildarfjölda nemenda. Morgunblaðið/Ómar Fjöldi nemenda eftir deildum 2014 Heimild: Háskóli Íslands Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild 656 213 869 25% Jarðvísindadeild 121 117 238 49% Líf- og umhverfisvísindadeild 185 321 506 63% Rafmagns- og tölvuverkfræðideild 102 8 110 7% Raunvísindadeild 209 152 361 42% Umhverfis- og byggingaverkfræðideild 101 77 178 43% Þverfræðilegt framhaldsnám 67 244 311 78% KK KVK Hlutfall kvennaAlls HLUTFALL KVENNA Í TÆKNI- OG VERKFRÆÐINÁMI ENDURSPEGLAR EKKI ENN ÞANN VERULEIKA AÐ KONUR ERU 2/3 ALLRA HÁSKÓLANEMA. JunoJumper er himnasending fyrir alla þá sem gleyma ljósunum á bílnum. Þetta er rafhlaða á stærð við síma sem getur gefið bílnum þínum start. JunoJumper Ýmiss konar öpp hafa verið að líta dagsins ljós sem einkum þunglyndir og fólk með geðhvörf getur nýtt sér. Á kvöldin er þægilegt að fylla inn í nokkra dálka og merkja við með brosköllum hvernig líðanin var yfir daginn, hvernig nætursvefninn var síðustu nótt og mataræðið. Nokkur af vönduðustu öppunum kortleggja líðanina þannig að hægt er að fá línurit af henni og sjá þá hvort sveifl- ur eru miklar. Þannig má skoða hvort þunglyndistímabil hafa varað lengi, hvort geðheilsan hefur haldist stöðug eða hvort hætta er á að líð- anin sé að stefna niður á við. Öppin sem fá hvað besta einkunn frá notendum eru Depression CBT Self-Help Guide, iMoodJournal, eMoods og T2 Mood Tracker, en það síðastnefnda er ókeypis og fær mjög góða einkunn. Geðhvörf er flókinn sjúk- dómur sem með hjálp tækninnar get- ur verið auð- veldara að eiga við og kort- leggja andlega heilsu frá degi til dags. TÆKNILEG GEÐHEILSA Góð smáforrit til að kortleggja geðheilsuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.