Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015
Kosningaréttur kvenna 100 ára
Talið er að 25-30.000 manns hafi
verið þar samankomin, aðallega
konur.
Sett ný lög um getnaðarvarnir
og fóstureyðingar. Heimild til
fóstureyðingar var rýmkuð veru-
lega og aðgangur að getnaðar-
vörnum auðveldaður. Skólum var
gert skylt að veita nemendum kyn-
fræðslu.
Þriggja mánaða fæðingarorlof til
allra kvenna samþykkt.
1976 Sett lög um jafnrétti kvenna
og karla. Lögin áttu að stuðla að
jafnrétti og jafnri stöðu karla og
kvenna.
1978 Sett lög um sérsköttun laun-
konurnar sem klæðast einkennis-
búningi lögreglumanna og gegna al-
mennum lögreglustörfum. Kven-
lögregludeild hafði verið stofnuð
innan lögreglunnar árið 1953 en
þar var að mestu unnið að sér-
verkefnum í unglinga- og kvenna-
málum.
1974 Auður Eir Vilhjálmsdóttir
vígð til prests, fyrst kvenna.
1975 Kvennaár Sameinuðu þjóð-
anna. 24. október lögðu íslenskar
konur niður vinnu og flykktust á
baráttufundi víðs vegar um landið.
Í Reykjavík komu konur saman á
Lækjartorgi þar sem haldnar voru
ræður og fluttir baráttusöngvar.Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Morgunblaðið/Jim Smart
Fjölmenni safnaðist saman á kvennafrídeginum 1975.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Þorgerður Benediktsdóttir lög-fræðingur hefur lifað tímanatvenna og hefur upplifað
jafnréttisbaráttuna síðastliðna hálfa
öld. Hún starfaði fyrst hjá Trygg-
ingastofnun en lengst af hjá Félags-
málaráðuneyti, síðar nefndu Vel-
ferðarráðuneyti. Hún varð nýlega
sjötug, er komin á eftirlaun og nýt-
ur lífsins að sinna áhugamálum sín-
um.
Lagast mikið eftir 1970
Þorgerður segir gríðarlega mikið
hafa breyst í jafnréttismálum til
hins betra. Þegar hún var 25 ára
vann hún hjá Borgarfógetanum á
lokaári sínu í náminu og fann hún
þá fyrir mismunun kynjanna. „Þá
var ég oft ekki tekin alvarlega og
spurt hvort tala mætti við hann, þ.e.
karlmanninn sem stóð við hliðina á
mér í afgreiðslu þinglýsinga. Þetta
var 1970. Síðan lagast þetta stórlega
eftir ’70, það gerist svo margt þá.
Þegar ég kom heim úr framhalds-
námi árið 1974 fann ég fyrir fram-
för. Það varð mikil breyting upp úr
’68-byltingunni en þarna voru svo
fáar konur lögfræðingar,“ segir hún.
„Mér fannst þetta vera allt að koma
hjá lögfræðingum, í það minnsta hjá
stjórnsýslunni. Ég var auðvitað að
vinna á mjög upplýstum vinnustað
en maður þurfti samt sem áður að
vanda sig og passa sig að vera tekin
alvarlega,“ segir Þorgerður og bæt-
ir við að þetta hafi því ekki verið
fyrirhafnarlaust.
„Þú bara giftir þig“
Jafnréttismál voru ekki rædd á
æskuheimili Þorgerðar. „Nei, það
var aldrei rætt, ég þekkti enga um-
ræðu um það fyrr en um tvítugt,
þegar ég var búin að taka stúdents-
próf,“ segir hún. „Ég hugleiddi
þessi mál aldrei beint á þessum ár-
um en man þó að ég ætlaði ekki að
verða húsmóðir, það sá ég mjög
snemma. Ég vildi verða eitthvað
fleira. Ég sá alveg að húsmæðrum
leiddist mörgum, þær höfðu ekkert
valið sér þetta,“ segir hún. „Ég er
að tala um þarna árin milli ’50 og
’60 sem ég man svo vel eftir. Ég er
úr litlum hópi þeirra sem tóku stúd-
entspróf, en aðeins mjög fáir af
1945-árganginum fóru í mennta-
skóla,“ segir Þorgerður til að benda
á að stór hópur kvenna á hennar
aldri hafi ekki fengið þau tækifæri
sem hún fékk. „Ég kem úr for-
réttindamillistétt. Á mínu heimili
þótti sjálfsagt að ég yrði stúdent.
En svo kannski ekkert meir og það
var bara sagt: þú bara giftir þig. Þó
var það bara pabbi sem sagði það,
ekki mamma, hún var á undan sinni
samtíð,“ segir hún.
Konur aldrei spurðar
Verkaskiptingin á æskuheimilinu
var mjög hefðbundin, þar sem faðir
hennar vann úti og sá fyrir heimil-
inu en móðirin var heimavinnandi.
„Mamma var heima og gerði allt,
tók slátur, bakaði og saumaði út.
Þessar konur voru eiginlega alltaf
að. Á mínu heimili var óvenjulegt að
við vorum bara tvær systurnar en
algengt var að heimili væru barn-
mörg. Það var alveg skýr verka-
skipting og þessar konur bara unnu
og unnu. Þær voru aldrei spurðar
hvort þær myndu njóta sín í ein-
hverju öðru, það var aldrei inni í
myndinni,“ segir hún.
Faðir hennar tók ekki þátt í
heimilisstörfum þegar heim var
komið úr vinnunni. „Nei, ekki neitt,
en hann var það upplýstur maður
að hann sinnti okkur börnunum, ég
veit kannski ekki um bleiuskipti, en
eftir því sem ég man. Hann var
auðvitað mjög framsýnn maður,“
segir hún og telur sig lánsama að
hafa fengið að njóta þess að eiga
góðan föður sem sinnti þeim systr-
um.
Hefðbundin verkaskipting
Þorgerður og sambýlismaður henn-
ar skipta nokkuð jafnt með sér
heimilisverkunum en þó er skipt-
ingin nokkuð hefðbundin, segir hún.
„Hann sér um bílinn og viðhald, að
fara í Byko en ég sé meir um elda-
mennsku. Við verslum bæði inn en
hann eldar ekki mat en býr til salöt,
ég er svona smá að kenna honum.
Við teljum þetta vera jafnt en samt
göngum við ekki jafnt í öll verk,“
segir hún og bætir við að hún sé
fegin að þurfa ekki að stússast í
bílamálunum. „Þetta er kannski
ekki eftir femínistakenningum. Ég
er nú líka sjötug en ekki þrítug. Ég
er ekki stíf á kenningum,“ segir hún.
Meiri jafnréttissinni
Þorgerður segir að henni finnist vera
hlustað á raddir kvenna í dag jafnt á
við karla. „Það er búið að taka rosa-
legan tíma og þetta hefur verið bar-
átta sem ég hef tekið þátt í á minn
hátt í fimmtíu ár og framfarirnar eru
miklar. Við þurftum að hafa mikið
fyrir þessu og ungt fólk í dag veit
það kannski ekki,“ segir hún. Hún
segist ekki hafa lent í mismunun
vegna kyns, í það minnsta ekki frá
því á dögum Borgarfógetans. „Mér
finnst ég alltaf hafa notið virðingar,
hef alveg sloppið við mismunun.“
Þorgerður segir að í raun fari ekkert
í jafnréttisumræðunni í taugarnar á
sér. „Ég er ekki alltaf fylgjandi þeim
femínísku sjónarmiðum sem koma
fram á samfélagsmiðlunum því ég er
meiri jafnréttissinni en femínisti,“
segir hún.
Launamunur óþolandi
Margt gott hefur áunnist í jafnréttis-
baráttunni að mati Þorgerðar.
„Númer eitt er hvað karlmenn taka
nú mikinn þátt í uppeldi barna, það
er algjör bylting og er öllum til góðs.
Hérna áður fyrr sást ekki karlmaður
úti á götu með barnavagn en nú er
það alveg eðlilegt. Mér finnst þetta
vera ofboðslega mikilvægt. Auðvitað
höfðu nýju lögin um fæðingarorlof
eitthvað að segja og það þykir ekk-
ert skrítið lengur að segja: „Hann
er í fæðingarorlofi.“ Það þykir alveg
sjálfsagt. Eftir að leikskólar urðu
heilsdags breyttist mikið, því ekkert
er hægt án þeirra. Áður voru þeir
bara hálfan daginn og voru hugs-
aðir til að lyfta barninu upp og ekk-
ert reiknað með að konan tæki full-
an þátt í atvinnulífinu, en nú geta
konur unnið úti. Það sem hamlar
núna er að vinnutíminn er of langur
fyrir smábarnafjölskyldur. Það er
ekki gott að foreldrar hafi of naum-
an tíma fyrir börnin og séu oft upp-
gefnir að sinna börnunum,“ segir
hún og telur það eitt það helsta
sem sé ábótavant í umræðunni.
„Það þarf meiri tengsl milli vinnu-
staðar og fjölskyldu,“ segir hún.
„Svo er auðvitað launamunur
kynjanna. Hann er bara óþolandi.
Þetta hefur ekki náðst að laga og
maður fær engin svör við þessu,
laun eru oft svo mikið einkamál.
Það er leyndarhjúpur yfir þessu.
Þar er alls ekki komið jafnrétti og
það verður að leiðrétta,“ segir Þor-
gerður að lokum.
Leyndarhjúpur yfir launamálum
„Númer eitt er hvað karlmenn taka nú mikinn þátt í uppeldi barna, það er algjör bylting og er öllum til góðs,“ segir Þorgerður.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORGERÐUR BENEDIKTSDÓTTIR 70 ÁRA
ÞORGERÐI BENEDIKTS-
DÓTTUR FINNST HÚN
ALLTAF HAFA NOTIÐ VIRÐ-
INGAR SEM KONA. HÚN
SEGIR AÐ MIKIÐ HAFI
ÁUNNIST Í JAFNRÉTTIS-
MÁLUM EN LAUNAMÁL SÉU
ENN Í ÓLAGI.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is