Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 26
Raggý skenkir gestum sínum en boðið var upp á sumarlega sangríu í fordrykk og svo léttvín með matnum. S tóri dagurinn fyrir átta árum var valinn svo alltaf væri frí daginn eftir og því gott að gera eitthvað skemmtilegt þann 16. og vera þakklátar fyrir það gæfuspor okkar,“ segir Inga Hrönn Stefánsdóttir en hún og eig- inkona hennar Raggý Scheving fögnuðu brúðkaupsafmæli í vikunni og buðu nokkrum góðum vinkonum í glæsilega tapasveislu til að fagna með sér. Tapasveisla var það sann- arlega og buðu Inga og Raggý upp á ótal ljúffenga rétti. „Marga af þessum réttum hef ég aldrei gert áður, eins og kjúklinginn, krækling- inn og eftirréttinn. En það er svo mikilvægt að prófa og þora,“ segir Inga sem óhætt er að kalla yf- irkokk heimilisins. Hún er lærður konditor en starfar sem sölufulltrúi hjá Nathan & Olsen. Raggý starfar sem deildarstjóri hjá Borgun. „Ég sé um að elda og baka og Raggý fær þau stórskemmtilegu verkefni að þrífa og sjá um þvotta. Ég veit að hún elskar það svo ég er ekkert að bjóða henni að skipta! Hún er líka alveg útlærð í uppvaski og frá- gangi, enda fráleitt að sama mann- eskjan eldi og þurfi líka að ganga frá,“ segir Inga og hlær. „En ef mikið stendur til þá erum við sam- taka í þessu öllu, hún sér um að leggja á borð og fínisera smáatriði. Svona erum við nú vel giftar og verkaskiptingin á hreinu.“ Saman eiga Inga og Raggý dótt- urina Hjördísi Huld Scheving, sem verður sjö ára í ágúst, og er hún mikill stuð- og gleðigjafi á heim- ilinu. Inga segir fjölskylduna dug- lega við að halda matarboð og vita fátt skemmtilegra en að fá fólk í heimsókn og eiga ljúfa stund. Hjör- dís Huld tekur einnig virkan þátt og dressar sig upp í hvert skipti sem einhver kemur í mat, hversu óformlegt sem það er og segir Inga að hún vilji alltaf vera með í „veisl- unni“. Veislan heppnaðist einstaklega vel og var mikið fjör, allur mat- urinn kláraðist upp til agna. Inga segir þær hafa valið tapas þar sem þeim hjónum þyki orðið best að borða einhvers konar smárétti, ta- pas eða sushi. „Hjördís Huld fékk reyndar sushi þar sem hún borðar ekki svona skrítinn mat frá móður sinni,“ segir Inga kímin. „En það góða við svona smárétti er að þá nær maður að upplifa allskonar bragð og við gerum meira af því að deila nokkrum réttum á veitinga- húsum, frekar en að fá okkur stóra steik eða stóran rétt.“ Inga og Raggý spá mikið í mat og reyna að elda oft í viku. „Mat- argerðin er bara svo skemmtileg, mér þykir gott að hafa nógan tíma, léttvínstár og ljúfir tónar skemma heldur ekki í undirbúningi og að sjá eitthvað verða til úr hráefninu,“ segir Inga. „Oft nota ég uppskriftir til að byrja með og styðjast við, en stundum geri ég bara eitthvað og vona það besta. Aðalatriðið er að prófa sig áfram.“ Morgunblaðið/Þórður „MATARGERÐIN ER BARA SVO SKEMMTILEG“ Gleðjast yfir brúðkaupsafmæli Það var mikið fjör í matarboðinu hjá Ingu og Raggý og maturinn sló rækilega í gegn. HJÓNIN INGA OG RAGGÝ FÖGNUÐU ÁTTA ÁRA BRÚÐ- KAUPSAFMÆLI Í GÓÐRA VINA HÓPI Í VIKUNNI. ÞÆR KUSU AÐ BJÓÐA UPP Á FJÖLBREYTTA SMÁRÉTTI ENDA ÞYKIR ÞEIM ÞAÐ MUN SKEMMTILEGRA EN STÆRRI AÐALRÉTTIR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is  Matur og drykkir *Blæðingar eru misjafnar meðal kvenna og á meðan sumar finna varla fyrirþeim, ganga aðrar í gegnum ömurlega viku í hverjum mánuði. Gott ráð tilað gera þennan tíma bærilegan er að halda sig við hollt mataræði en ekkisækja í skyndibita, eins og líkaminn kallar gjarnan á.Ómega-fitusýrur í laxi, trefjar í brokkolí, magnesíum íbönunum og graskersfræjum, B-vítamín í kínóa ogkalk og D-vítamín í eggjum og mjólkurvörum er kjörin fæða fyrir konur með tíðablæðingar og ætti að létta aðeins undir bólgur, krampa og vanlíðan. Gott fæði fyrir Rósu frænku Getty Images/iStockphoto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.