Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 M örg hugtök lúta landafræðinni þegar kemur að túlkun þeirra og skilningi. Eftir því sem nágrenni mannkynsins eykst liggur það enn frekar í augum uppi. Eftir ferðalag í fáeinar klukkustundir er maður kominn í veröld þar sem haf og himinn skilja að merkingu samhljóða orða. Fundið en ekki tapað Um aldir fóru frægir landkönnuðir um og hlutu frægð og frama heima fyrir er þeir kynntu fund á framandi slóð, sem var þó ekki týnd. Dregin var upp mynd af frumstæðu fólki með allt önnur gildi og viðhorf en tíðkuðust í hámenningarnafla jarðar. Stundum voru tekin með heim sýnishorn af slíku fólki. Í sjálfumgleði Vesturlandabúa þótti þeim víst að afrek landkönnuða væri um leið happ fyrir þá sem „fundust“ og höfðu ekki vitað að þeir voru týndir. Það er þó fjarri því að vera augljóst enn þann dag í dag. Ekki er hægt að gefa sér mynd af því, hvernig mannlíf, dýralíf og náttúra hefðu þróast í álfum Ameríku ef Kól- umbus eða einhverjir síðbúnari hefðu látið vera að „finna“ þær. Haft var eftir Oscar Wilde, að Leifur okkar heppni hefði uppgötvað Ameríku, en hann hefði sýnt það vel- sæmi að týna henni aftur. Vel má vera að Wilde hafi einungis viljað sýna snilldartakta sína í sniðugheitum, en meira kann þó að búa undir. Allt fram á síðustu öld voru landkönnuðir að finna búta úr Afríku, „halanegra“ og „hottintotta“ og halda lærða fyrirlestra um það allt og troðfylla sali og selja bækur í stóru upplagi. Það komu meira að segja eins konar landkönnuðir til Íslands og gáfu út rit og bækur en af því hlaust enginn varanlegur skaði. Enda hafði Ísland um aldir verið þinglýst sínum kóngum og að auki ekki eftir miklu að slægjast. Breyttur heimur Ekki skal gert lítið úr því að landafræðin efldist með verkum þessara afreksmanna, landakort sýndu réttari útlínur fyrir vikið og heimsmyndin varð ljósari. Flota- kapphlaup hófst og grundvöllur nýlendustefnunnar var lagður. Heimamenn voru ekki spurðir hvernig reytunum var skipt. Þeir voru ekki á því menning- arstigi að verðskulda slíka spurningu. Vestræn ríki bjuggu yfir þekkingu og tækni til að nýta sér bæði náttúruauðlindir hinna nýfundnu staða og heimamenn sem vinnuafl, fyrst sem þræla og, eftir að heimurinn tók að sýna þann manndóm að banna það, hræódýrt vinnuafl. Nýlenduhald er formlega um garð gengið en hins gamla auðs sér víða stað. Stórríkin telja enn, án þess að segja það upphátt, að tiltekin lönd og svæði séu á sínu „áhrifasvæði“ og taka það óstinnt upp sé gegn slíku gengið. Ofdekrun leiðir til oftúlkunar Hugtök eins og málfrelsi og mannréttindi hafa allt aðra merkingu í Afríku, löndum múhameðstrúar- manna, Indlandi, Kína, Norður-Kóreu og fjölmörgum öðrum löndum en lögð er í þau hér og í allra næsta ná- grenni. Umræðan um „þak yfir höfuðið“ eða hafa „til hnífs og skeiðar“ og „salt í grautinn“ er um eitthvað allt ann- að hér en þar. Einhver í hátíðarskapi sagði í gær, að enn ættu kon- ur á Íslandi langt í land í jafnréttismálum. Það kom ekki að sök, en það er sjálfsagt óhætt að spara sér að þýða þann vísdóm á mörg tungumál. Reykjavíkurborg eyðir stórfé í „mannréttindaráð“ og „mannréttindaskrifstofu“ sem ekki er vitað til að komi að nokkru gagni. Félagsmálastofnun og fræðslu- skrifstofa borgarinnar voru forðum tíð raunverulegar mannréttindastofnanir og unnu stórvirki, og menn þeirrar tíðar upphöfðu sig ekki með merkingarleysum til að tolla í ímyndaðri tísku. Á meðan raunverulegur ógnarskortur er á lág- marksmannréttindum svo víða er svona pjattrekstur hér um ekkert í besta falli sérkennilegur. Málfrelsismisskilningur Á Íslandi ríkir málfrelsi, ef það ríkir einhvers staðar. Endalaust gætu menn þó spurt sig hvort fullt málfrelsi ríki og hafa, vegna þess, ótæpilegt svigrúm til að þrátta um það. Ritstjórnir blaða finna iðulega fyrir því að sumir þeirra, sem telja mikilvægt að þeir nýti málfrelsið bet- ur en aðrir, vita þó ekki hvað í orðinu felst. Fái einhver af því taginu ekki birt eftir sig efni í blaði Engin mörk eru sjálfsmörk sagði María í Þórsmörk *Og Ríkisútvarpið lét ekki þessaaðkomu duga. Það útvarpaðiskilaboðum ræðumanna og „skipu- leggjandans“ um það hvar tilteknir embættismenn byggju með fjölskyldum sínum. Reykjavíkurbréf 19.06.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.