Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Kosningaréttur kvenna 100 ára framboðs í bæjarstjórn á Akureyri. Samtök um kvennaathvarf stofnuð og athvarf opnað í Reykjavík. 1983 Kvennalistinn stofnaður og býður fram í þremur kjördæmum við alþingiskosningarnar. Þrjár konur voru kjörnar á þing fyrir Kvennalistann, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórs- dóttir. 1986 Anna Sigurðardóttir, stofn- andi og þáver- andi for- stöðumaður Kvenna- sögusafns Ís- lands, hlýtur heiðurs- doktorsnafnbót við heim- spekideild Há- skóla Íslands, fyrst kvenna. 1988 Berglind Ásgeirsdóttir verð- ur fyrst kvenna til að gegna emb- ætti ráðuneytisstjóra er hún tók við því starfi í félagsmálaráðu- neytinu. Guðrún Helgadóttir verður for- seti sameinaðs þings, fyrst kvenna. 1990 Stígamót stofnuð. Guðrún P. Erlendsdóttir er fyrsta konan sem kjörin er forseti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í ræðustól. Guðrún Helgadóttir Sigríður Snævarr Mér datt aldrei í hug fyrr enég var orðin fullorðin aðþað gæti á einhvern hátt stoppað mig að vera kona,“ segir Sig- rún Óskarsdóttir, verslunareigandi og prestur. Sigrún hætti prestsskap hins vegar í vor eftir að hafa þjónað kirkjunni í tæp 24 ár. Hana langaði að breyta til. „Það var nokkuð jöfn verkaskipt- ing í foreldrahúsum mínum, verk- og uppeldislega. Pabbi gekk í öll störf og eldaði einfaldan en góðan mat. Mamma var virk í pólítík og fé- lagsmálum, matseld og bakstur voru að mestu í hennar höndum enda listakokkur. Það er svolítið skondið til þess að hugsa að góðar og velvilj- aðar konur á Laugarvatni, þar sem ég ólst upp, höfðu áhyggjur af honum og voru fljótar að bjóða honum að- stoð þegar mamma þurfti að dveljast á spítala um tíma en hann afþakkaði það. Svo var ég í sveit hjá ömmu og afa og þar voru kynhlutverkin mun fastmótaðri og líka varðandi okkur krakkana. Ég hefði aldrei verið sett á traktor en bróðir minn var varla far- inn að ná niður á bensínpedalann þegar hann þótti hæfur til verksins. Og amma sá um eldhúsið meðan afi var á fundum og að vinna, samt voru þau mjög róttæk í pólitíkinni. Á mínu fullorðinsheimili höfum við hjónin verið samstiga með að skipta öllu jafnt á milli okkar nema að eld- húsið varð mitt og bílskúrinn hans svo að þar er tiltölulega hefðbundin verkaskipting. Og svo hugsa ég að það séu líka alls konar hlutir sem maður áttar sig ekki á og finnst bara sjálfsagt að ég eða hann geri. Eins og allt í sambandi við bílinn sem hann gerir sem ég get þó alveg gert. Sjálfri datt mér hins ekki í hug að það væri eitthvað til sem héti mis- munun kynjanna fyrr en ég var full- orðin. Mér datt ekki í hug að það gæti eitthvað stoppað mig vegna kyns, ég ætlaði mér einfaldlega að verða háskólarektor. Ég hugsaði því aldrei um að það væri eitthvað til sem héti jafnréttismál, mér fannst það algerlega vera á hreinu að það þyrfti ekki slíkan málaflokk.“ Hvenær sástu fyrst að þetta var ekki eins og þú hafðir ímyndað þér? „Ég var mjög virk í stúdenta- pólitíkinni í Háskóla Íslands og sá þar fyrst hvað strákar áttu miklu auðveldara með að komast áfram. Þeir einhvern veginn gátu skapað sér miklu meira pláss og áttu auðvelt með að komast á lista. Það var bæði pláss sem þeir bara tóku sér og svo pláss sem þeim var gefið.“ Sigrún vígðist sem prestur árið 1991 en þá höfðu rúmir tveir tugir kvenna gegnt prestsþjónustu hér- lendis. Hún var 26 ára, átti eitt barn og var ólétt að öðru. Hún segir að ákveðið öryggisleysi hafi fylgt því að vera kona í starfi þar sem kvenfyr- irmyndirnar voru fáar. Jafnvel kviknuðu spurningar um hvernig hún ætti að klæða sig. Hún hafi velt fyrir sér hvernig hún ætti að sam- ræma það að vera prestur og mamma, til dæmis. „Ég held að ég hafi viljandi og óviljandi horft framhjá því að þessi heimur var mikið karlaveldi því ég vildi ekki taka þann slag en svo rek ég mig fyrst alvarlega á það þegar við flytjum til Noregs þar sem við bú- um í sex ár. Þar er minn næsti yf- irmaður sóknarpresturinn og næst- ráðandi prófasturinn og báðir sáu þeir ástæðu til að koma að máli við mig og segja mér að þeir væru á móti því að konur prestvígðust en það hefði ekkert að gera með mig per- sónulega sem var auðvitað mjög fyndið því auðvitað var þetta per- sónulegt. Þetta var alvöru skellur og mjög óþægilegt. Ég var í tvö ár þarna hjá norsku kirkjunni og var svo fjögur ár hjá íslenska söfn- uðinum. Eftir það var ég í 14 ár í Ár- bæjarkirkju.“ Fannstu einhvern tímann fyrir einhverju viðlíka hér heima eins og þarna úti? „Ég veit alveg að þessar skoðanir eru hér líka en af því að við erum svo fá þá verða þessar öfgar ekki jafn sýnilegar. Þarna voru þeir nógu margir til að standa saman og verða rödd. Þetta er samt glerþak – það er erfitt að festa hendur á því og benda á einstök atvik þótt þetta sé þarna til staðar. Einu sinni spurði karlkyns kollegi minn mig hvernig mér þætti ef sóknarbarn vildi ekki leita til mín af því að ég væri kona. Ég svaraði honum að mér gæti ekki verið meira sama, ég bara skildi það ef svo væri – alveg eins og það er oft sérstaklega leitað til mín af því að ég er kona, til dæmis fyrir skírnarathafnir. Hann trúði því ekki!“ Finnst þér hlustað að sama skapi á raddir karla og kvenna í dag? „Mér finnst halla á konur. Ég las kynjafræði í Háskóla Íslands og það opnaði augu mín fyrir ýmsu, til dæm- is því að í dagblöðum og fjölmiðlum almennt eru konur bara einstöku sinnum fleiri sýnilegar á síðunum en karlar. Stundum lagast þetta um tíma en þá er viðbúið að það komi fljótt bakslag. Þetta má líka sjá víðar eins og í kvikmyndagerð. Eins og ég gleðst yfir velgengni kvikmyndarinn- ar Hrútar þá fannst mér sér- kennilegt að sjá hópinn sem kom að myndinni þar sem karlar voru allt í öllu. Ef þetta væri öfugt myndi eitt- hvað heyrast og þetta þætti skrýtið.“ Sigrún segir eitt erfiðasta verk- efnið í jafnréttisbaráttunni vera kyn- bundinn launamun, þau mál ættu að vera komin í lag. „Þá þykja mér hvers kyns öfgar, hvort sem þær snúa að trú eða pólitík erfiðar og það á líka við um jafnrétt- ismál. Ég get sjálf ekki samsamað mig við slíka umræðu og þegar það verður til mjög sterkur pólitískur rétttrúnaður bakka ég einfaldlega. Ég held að hann geri ekki gagn. Svo hef ég líka sett spurning- armerki við mál sem hafa komið upp undanfarið sem snúa að samfélags- miðlunum. Ég er á móti þessu gamla íslenska; að fólk eigi að bera harm sinn í hljóði sem þótti bara göfugt, fallegt og gott. En svo er komin upp bylgja þar sem fólk á að segja öllum allt og rekja sín innstu hjartans mál fyrir einhverjum sem þú sérð ekki og veist ekki hver eru. Ég hef verið hugsi yfir því, því að ég veit eftir meira en 20 ára prestsskap að það er mikill ábyrgðarhluti að taka á móti slíkum sögum og umfaðma fólkið. Að móttakandi sé manneskja sem varð- veitir söguna og speglar hana. Ég er hrædd um hvað verður um þá, á eftir, sem deila sínum sögum. Hver tekur ábyrgð á sögunum, hvar lenda þær og hvað svo? Hvar sitja þeir sem hafa deilt sínum innstu leyndarmálum nú og hver tekur utan um þá og leiðbein- ir veginn áfram?“ Hvað finnst þér markverðast sem hefur áunnist í kvennabaráttunni hingað til? „Ég á bæði stelpu og strák og mér finnst frábært að mér dettur ekki til hugar annað en að þau eigi bæði góða möguleika á góðri menntun, starfi og framtíð. Kosningarétturinn fyrir 100 árum er lykillinn að þessu öllu. Og svo ákveðnar vörður á leiðinni eins og þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti lýðveldisins. Ég gleymi því aldrei, ég var 15 ára og ég man hvað ég var innilega glöð. Á 90 ára af- mæli kosningaréttar kvenna sagði Vigdís eitthvað á þá leið að jafnrétti kynjanna næðist aldrei nema með vináttu karla og kvenna. Mér finnst mikill sannleikur í þessu. Ef við erum að skipta okkur í einhver lið – þá gengur þetta ekki. Við þurfum að reyna að rækta vináttuna og í staðinn fyrir öfgar sem þreyta og valda streitu þarf að hvetja strákana okkar og stelpurnar til að standa með hvert öðru.“ „Kosningarétturinn fyrir 100 árum er lykillinn að þessu öllu,“ segir Sigrún Óskarsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Megum ekki skipta okkur í lið SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR HEFUR VERIÐ PRESTUR Í UM 24 ÁR. HÚN SEGIST HAFA FYRST REKIÐ SIG Á FULLORÐIN AÐ ÞAÐ VÆRI EITTHVAÐ TIL SEM HÉTI MISRÉTTI KYNJANNA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR 50 ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.