Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Það veit ég ekki. Ég velti mér voða lítið upp úr þessu. Þessi launabarátta er náttúrlega alltaf í gangi en ég hef það svo sem fínt. Marta Rut Pálsdóttir Mér finnst mikið hafa náðst en samt þarf meira til, sérstaklega í sambandi við launin. Og líka að konur verði svolítið meira áber- andi. Arndís Ellertsdóttir Morgunblaðið/Júlíus Það er svo margt. Það eru fleiri tækifæri á vinnumarkaðnum fyrir konur, alveg klárlega. Það vantar hinsvegar meiri hefð meðal kvenna fyrir því að vera í forystu. Helena Konráðsdóttir Kannski ekki mikið undanfarin ár en þegar til lengri tíma er litið hefur heilmikið áunnist. Það vantar upp á að jafna launin, úr því konur eru farnar að mennta sig til jafns við karla. Bára Sigurjónsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR: HVAÐ HEFUR ÁUNNIST Í JAFNRÉTTISBARÁTTU KYNJANNA UNDANFARIN ÁR? Sunnudagsblað Morg- unblaðsins er að þessu sinni tileinkað 100 á afmæli kosn- ingaréttar kvenna og alfarið helgað konum. Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við tíu konur á aldr- inum 10 til 100 ára þar sem rætt er við þær vítt og breitt um kynhlutverk og réttindi kvenna fyrr og nú. Kosningarétturinn 100 ára 38 Í BLAÐINU Hvernig upplifun var það að vera fjallkonan í Reykjavík á 17. júní? Ég upplifði sterkar tilfinningar þennan morgun. Bland af ótta og tilhlökkun. Þetta er mikil áskorun. Maður fær óneitanlega dálítið mörg fiðrildi í magann. Varstu uppfull af þjóðarstolti? Ekki get ég nú sagt það. Ég var aðallega meðvituð um það að halda ró minni. Ég er sátt og reynslunni ríkari. Hvernig var að vera fjallkona með mótmælendur viðstadda? Ég hefði að sjálfsögðu viljað sleppa við hávær hróp og fram- íköll svo að ljóðið kæmist betur til skila en ég skil reiðina. Fólki er nóg boðið og það dugir ekki að sitja heima í stofu og hafa skoðanir. Við verðum að hafa rödd. Við verðum að beita okkur því að ástandið er slæmt. Heilbrigðiskerfið okkar er á hraðri niðurleið, hjúkrunarfræðingar lítils virtir og margt veikt fólk í tómri óvissu. Er þá bara fátt nefnt. Við eigum að standa saman og mót- mæla og þessi dagur er að sjálfsögðu vel til þess fallinn. Hvaða ljóð lastu? Ljóðið sem flutt var í ár er eftir Þórarin Eldjárn. Ég var hrifin af þessu ljóði, það er innihaldsríkt og vel ort. Nú voru Grímuverðlaunin afhent nýlega, hvernig var stemningin í fólki þar? Ræða Halldóru Geirharðsdóttur var mjög áhrifarík. Hún notaði tæki- færið til að koma mikilvægum skilaboðum áleiðis. Ég geri ráð fyrir að flestir séu búnir að sjá þennan ræðubút á netinu. Ef ekki þá hvet ég fólk til að horfa. Það er óendanlega þakklátt þegar fólk nýtir gluf- ur sem gefast til að hafa áhrif. Hreyfa við samfélaginu. Lýsir þetta ákveðnu andrúmslofti í þjóðfélaginu? Margt fólk er reitt og sjálfsagt margir líka skelkaðir. Við þurfum að horfast í augu við ástandið og beita okkur. Á fjallkonan framtíðina fyrir sér? Það held ég. Hún á að vera sameiningartákn, vegvísir. Bendir á það góða og eins það sem betur mætti fara. Forsíðumyndirnar tóku Árni Sæberg, Ásdís Ásgeirsdóttir og Skapti Hallgrímsson Þær eru ófáar tískugyðjurnar sem heillað hafa gegnum tíðina. Allt frá samkvæmisljóninu Biöncu Jagger sem sló í gegn á áttunda áratuginum til bloggarans Per- nille Teisbæk sem er nokkurs konar táknmynd skandinavískrar tísku. Sunnudagsblaðið rýndi í stíl kvenna sem hafa verið áberandi fyrir fágaðan fatastíl. Tíska 34 Pönksveitin Kælan Mikla undirbýr nú útkomu sinn- ar fyrstu breiðskífu með miklu tónleikasumri. Kælan sameinar mynd, ljóð, gjörninga og tónlist undir einum hatti sem hefur bæði ögrað og heillað þá sem hafa fengið að kynnast honum. Menning 48 Hópur fólks hefur tekið sig saman á Blönduósi og ætlar að hittast einu sinni í viku fram að Húnavöku, 16.-19. júlí, til þess að hekla og prjóna. Afraksturinn verður svo notaður í prjónagraffi utan um ljósa- staura víðsvegar um bæinn. Landið og miðin 10 Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona brá sér í líki fjallkonunnar í Reykjavík 17. júní. Hún er komin í sumarfrí eftir annasaman vetur í Borgarleikhúsinu, en í haust stígur hún aftur á svið við hlið Línu Langsokks. Þá verður hún einnig í sýningunni Mávurinn eftir Tsjekhov í október. M or gu nb la ði ð/ St yr m ir K ár i KATLA MARGRÉT ÞORGEIRSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Dugir ekki að sitja heima í stofu Í fókus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.