Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015
Tíska
Bianca Jagger Fyrrverandi eiginkona Micks Jagger, samkvæmisljón og einn mesti töffari allra tíma er frú Bianca Jagger. Rokkaður fatastíll með fáguðu yf-
irbragði einkennir stíl hennar. Bianca Jagger kynntist Mick Jagger í eftirpartíi eftir Rolling Stones-tónleika í Frakklandi árið 1970 og gifti parið sig árið 1971.
Bianca var algert partídýr á árunum 1970 og 1980 þar sem hún stundaði íkonískasta skemmtistað allra tíma, Studio 54 í New York, í félagsskap ekki síðri
manna en Andy Warhol. Áttunda áratugar glamúr er einkennandi fyrir konuna sem er svalari en svalt.
AFP
AFP
AFP
BEST KLÆDDU KONUR TÍSKUBRANSANS
Tímalausar
tískugyðjur
ÞÆR ERU NOKKRAR TÍSKUGYÐJURNAR SEM EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ VERA ÁVALLT
FLOTT KLÆDDAR OG MEÐ HEILLANDI PERSÓNULEGAN STÍL. ALLT FRÁ KVIKMYNDA-
STJÖRNUNNI AUDREY HEPBURN SEM HEILLAÐ HEFUR FRÁ ÞVÍ Á GULLÖLDINNI Í HOLLY-
WOOD TIL DANSKA TÍSKUBLOGGARANS PERNILLE TEISBÆK SEM ER DUGLEG VIÐ AÐ ELTAST
VIÐ TÍSKUSTRAUMA SAMTÍMANS. HÉR ER LISTI MEÐ BEST KLÆDDU KONUM ALLRA TÍMA.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Kate Moss
Ofurfyrirsætan Kate Moss er töffari
með afskaplega orginal stíl. Hún er
þekkt fyrir að blanda vintage-flíkum
og highstreet-fatnaði við hátískufatn-
að og gerir það vel. Hún er af-
skaplega afslöppuð sem skín í gegn í
áreynslulausum fatastíl. Moss hefur
einnig hannað línur fyrir stór tísku-
fyrirtæki á borð við Topshop þar sem
hún hannaði línur byggðar á eigin
fataskáp, Longchamp, Coty auk þess
sem hún hefur gefið út fjögur ilmvötn
og sérgerða snyrtivörulínu fyrir Rim-
mer.
AFP
Jane Birkin
Breska leikkonan, leikstjórinn og söngkonan Jane Birkin er þekkt fyrir áreynslulausan, bóhemískan fatastíl.
Frjálslegur hártoppur, langir leggir og fullkomið frelsi einkennir fatastíl þessarar flottu konu sem enn þann dag í dag held-
ur sig við svipaðan stíl og hún gerði á áttunda áratugnum þegar frægðarsól hennar skein sem skærast. Jane átti í 13 ára
sambandi við eitt af menningaríkonum Frakklands á sínum tíma, Sergie Gainsbourg. Það vakti gríðarlega athygli þegar
parið söng lagið Je t’aime... moi non plus sem var bannað í útvarpinu vegna þess að það þótti of kynferðislegt en eftir að
lagið kom út varð Jane Birkin nokkurskonar kyntákn Frakklands.
Ein þekktasta taska heims er Birkin-taskan frá franska tískuhúsinu Hermés en hún er nefnd eftir Jane Birkin. Jean-Louis
Dumas, framkvæmdastjóri Hermés, sat við hlið Jane Birkin í flugvél á leið til London frá París. Hún hafði þá komið bast-
tösku fyrir í farangursrými flugvélarinnar, í fluginu féll taskan og Birkin varð því að skrapa saman eigur sínar á gólfinu í
flugvélinni. Hún útskýrði þá fyrir Dumas hversu erfitt það væri að finna fallega, svokallaða „weekend bag“ úr leðri. Árið
1984 kom þá á markað svört Birkin-taska, sérhönnuð fyrir Jane Birkin.
AFP
AFP
AFP
Pernille Teisbæk
Danski bloggarinn og tískugyðjan
Pernille Teisbæk skaust flótt upp á
stjörnuhimininn þegar hún stofnaði
blogg sitt, Look de Pernille.
Teisbæk hefur mikinn áhuga á tísku
sem skín vel í gegn í óaðfinnanlegum
fatastíl. Hún er jafnframt fljót að til-
einka sér tískustraumana og klæðist
því iðulega sérlega áhugaverðum
fatnaði.
AFP