Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 VÍKKAÐU HRINGINN Morgunblaðinu er það mikilvægt að sýna lesendum hlutina í víðara samhengi. Fram undan er spennandi sumar fyrir áskrifendur Morgunblaðsins vítt og breitt um landið. Í dag sýnum við hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir einn af áskrifendum okkar. Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum. Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí. Fjölskyldan Facebook-síðan Færni til framtíðar er oft með góðar hugmyndir fyrir fjölskyldu-samveru. Núna skorar hún á foreldra að fara út í náttúruna með börnin og leika sér og skilja símann eftir heima. „Við höfum öll gott af því að hvíla hugann, fá orku úr nátt- úrunni og skapa gott fordæmi með því að vera ekki alltaf með símann við höndina.“ Símalaust síðdegi Á Árbæjarsafni stendur nú yfir sýningin Hjáverkin: Atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970. Sýningin varpar ljósi á veröld kvenna á þessum tíma, hvernig konum tókst að afla tekna í hjá- verkum samhliða skyldustörfum til að sjá sér og sínum farborða. Sýn- ingin er liður í hátíðahöldum Reykjavíkurborgar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Ólaunuð störf „Framlag kvenna til samfélagsins hefur lengi verið vanmetið. Gegn- um tíðina hafa konur sinnt heimili og börnum, þær hafa framleitt fatnað og matvæli og sinnt sjúkum og öldruðum. Framleiðsla og þjón- usta kvenna á eigin heimilum hefur verið ólaunuð og því ekki talist með í hagtölum,“ skrifar Gerður Ró- bertsdóttir í inngangi í sýning- arskrá. Ein leið sem var fær fyrir konur til að afla tekna var að breyta heimilistækjum í atvinnutæki og hefja atvinnustarfsemi á eigin heimili samhliða heimilisstörfunum. Á sýningunni er varpað ljósi á hvaða störf þetta voru og búið er að stilla upp áhugaverðum minjum af ýmsum toga þeim tengdum. Sumar konur seldu fæði og hús- næði, þvoðu þvotta og gerðu við föt. Aðrar konur vélrituðu ritgerðir og skýrslur, sáu um bókhald og skýrslugerð, prjónuðu sokka og lopapeysur, klipptu hár, túberuðu og greiddu. Konur bökuðu kökur, framleiddu stríðstertur og brauð- tertur og sáu um veislur. Enn aðrar yfirdekktu hnappa, gerðu við fatnað eða pössuðu börn þeirra kvenna sem urðu eða vildu vinna úti. Skattkerfið erfitt Þá er ótalið allt það sem þær gerðu fyrir eigin fjölskyldur en þær saum- uðu og prjónuðu, sultuðu og bjuggu til saft, ræktuðu kartöflur og sinntu öldruðum og sjúkum, allt kauplaust. ATVINNUSKÖPUN KVENNA Í HEIMAHÚSUM Framlag kvenna vanmetið Á ÁRBÆJARSAFNI STENDUR NÚ YFIR SÉRSTAKLEGA SKEMMTILEG SÝNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA UM HJÁVERK KVENNA, HVERNIG KONUM TÓKST AÐ AFLA TEKNA SAMHLIÐA SKYLDUSTÖRFUM SÍNUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Á fyrri hluta 20. aldar var húsnæðisskortur í Reykjavík og leituðu þá marg- ir ásjár hjá húsmæðrum, leigðu herbergi og gerðust kostgangarar. Lærðar og ólærðar konur öfluðu tekna með því að greiða hár og klippa í heimahúsum. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Hörður FannbergKonur pössuðu vel upp á sokkana og létu gera við lykkjuföllin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumar konur þvoðu þvotta eða straujuðu fyrir aðra. Það er margt hægt að gera með börnunum í Árbæjarsafni, til dæm- is fá sér kakó í Dillonshúsi, skoða hænurnar og prófa kassabíl. Nauð- synlegur hluti af heimsókn í safnið með börnunum er að kíkja inn í sýninguna Komdu að leika, sem fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla sam- félagið á hverjum tíma. Núna eru kjálkarnir ekki síður notaðir sem byssa heldur en kýr eða hestur. En hvað skyldi börn- unum þykja mest spennandi? Svar- ið er oftar en ekki leikurinn Super Mario Bros. í Nintendo-tölvunni sem gengur enn og er orðin safn- gripur. Búið er að stilla upp nokkrum herbergjum þar sem sýnd eru við- LEIKFÖNG Í ÁRBÆJARSAFNI Herbergin endurspegla tíðarandann og eru í barnastærð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Super Mario og byssu- kjálki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.