Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Side 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.6. 2015 Kosningaréttur kvenna 100 ára H undrað ár eru nú lið- in frá því að ís- lenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis. Því fer fjarri að kosningarétturinn hafi komið af sjálfu sér, heldur var hann afleiðing og hluti baráttu sem segja má að hafi hafist á þingi árið 1886 með frumvarpi sem þingmaðurinn Sighvatur Árnason bar fram. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir kosningarétti til handa konum, með sömu skilyrðum og kosningaréttur karla laut. Þar sem breyta hefði þurft stjórnarskrá til að frumvarpið næði fram að ganga var því vísað frá. Fyrsti karlkyns feministinn Kvenréttindabarátta á Íslandi á sér langa sögu og er hugsanlega við hæfi að hefja söguna á árinu 1850, þegar íslenskar konur fengu sama erfðarétt og karlmenn. Áður höfðu dætur fengið hálfan þann arf sem synir fengu. Sama ár var gefin út í Kaupmannhöfn bókin Clara Rapha- el – 12 breve, en höfundur hennar var ung stúlka, Mathilde Fiebiger, sem viðraði í bókinni byltingar- kenndar skoðanir sínar á trúmálum og kvenfrelsi. Bókin vakti athygli og árið eftir kom út bókin Breve til Clara Raphael fra Theodor Imm- anuel, en sú var eftir Magnús Eiríksson guðfræðing. Bókin var svar hans við skoðunum Mathilde Fiebiger og lýsti Magnús því í skrif- um sínum að konur stæðu að hans mati ekki körlum að baki í neinu. Magnús varð því með bók sinni fyrsti karlmaður á Norðurlöndum er talaði máli kvenna svo skorinort. Fyrstu kvennaskólarnir Eitt stærsta mál kvenréttinda- baráttu 19. aldar var menntun kvenna en stúlkum var á þeim tíma óheimil seta á skólabekkjum lands- ins. Þóra Grímsdóttir Melsteð hóf undirbúning sérstaks skóla fyrir konur á áttunda áratug 19. aldar. Árið 1871 skoruðu síðan 25 konur á landsmenn að gefa fé til stofnunar sérstaks kvennaskóla í Reykjavík. Skólinn varð að veruleika árið 1874 og var starfræktur í húsi Þóru og manns hennar, Páls Melsteð sagn- fræðings. Í kjölfarið fylgdu fleiri skólar ætlaðir konum og voru þeir styrktir af ríkinu líkt og skólar karla. Gríðarlegur munur var hins vegar á fjárveitingunum – árið 1891 fengu kvennaskólarnir samanlagt 5.000 krónur. Búnaðarskólarnir á Hvanneyri, Hólum, Eiðum og í Ólafsdal fengu hins vegar 10.000 krónur hver, samanlagt 40.000 krónur. Árið 1886 var konum leyft að taka fjórðabekkjarpróf og burt- fararpróf við Latínuskólann í Reykjavík. Þær máttu þó ekki sitja kennslustundir í skólanum. Undir forræði eiginmanns Árið 1861 voru sett lög er tilgreindu að konur yrðu „myndugar með til- sjónarmanni“ 18 ára en fullmynd- ugar 25 ára – þó einungis væru þær ógiftar. Giftar konur voru áfram undir forræði eiginmanns síns. Árið 1882 fengu konur kosningarétt til hreppsnefnda, sýslunefnda, bæjar- nefnda, bæjarstjórna og safnaðar- nefnda. Kosningaréttinn hlutu þó einungis þær konur sem „áttu með sig sjálfar“, þ.e. ekkjur og ógiftar konur sem náð höfðu 25 ára aldri og stóðu fyrir búi. Kjörgengi fengu þessar fáu konur þó ekki og af- spyrnufáar konur nýttu sér þennan takmarkaða rétt. Fulls jafnréttis krafist Ómögulegt er að hlaupa yfir ís- lenska kvennasögu án þess að minn- ast á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem fyrst birtist almenningi sem „ung stúlka í Reykjavík“, en þannig titl- aði hún höfund greinar sinnar, „Nokkur orð um menntun og rétt- indi kvenna“, er birt var í blaðinu Fjallkonunni 1885. Áfram voru kon- ur hvattar til dáða og árið 1888 birt- ist í Þjóðviljanum „Opið bréf til ís- firzkra kvenna frá nokkrum konum í Þingeyjarsýslu“. Var það í fyrsta sinn sem hópur kvenna tjáði sig sameiginlega um eigin réttindamál. Í bréfinu kom fram áskorun sem konurnar hugðust fara með á Þing- vallafund. Í henni var í fyrsta sinn hérlendis krafist fulls jafnréttis kvenna og karla, þar á meðal í fjár- ráðum, rétti til mennta og allra embætta landsins, að ógleymdum kosningarétti og kjörgengi. Örlög þessarar merku áskorunar urðu þó sorgleg, því að þótt Þingvallafundur samþykkti að skora á Alþingi að at- huga málið vel var það ekki nefnt á þinginu 1889. Kvenréttindafélag Ís- lands var stofnað að frumkvæði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur árið 1907 – sama ár og allar konur, ógiftar sem giftar, öðluðust kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórnar í Reykjavík og Hafnarfirði, með sömu skilyrðum og karlar. Nýstofnað Kvenréttindafélag Íslands hóf und- irbúning framboðs og vann frækinn sigur í kosningum 1908, þegar fjórar konur hlutu kosningu. Kosningaréttur kvenna Mikilvægur áfangi vannst árið 1911 þegar lagt var fyrir Alþingi stjórnarskrárfrumvarp sem gerði ráð fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna. Frumvarpið var samþykkt en sökum sambandsmáls Íslands og Danmerkur, sem þá var í hámæli, hlaut það ekki staðfestingu kon- ungs. Alþingi samþykkti nýtt stjórn- arskrárfrumvarp árið 1913, en í því frumvarpi var skilyrði þess efnis að konur og hjú þyrftu að hafa náð fertugsaldri til að öðlast kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis. Einar Arnórsson forsætisráðherra og Klemens Jónsson landritari héldu til Kaupmannahafnar á konungsfund í júní 1915 með ýmis óundirrituð frumvörp í farteskinu. Klemens fékk að velja dag til undirskriftar- innar en hann átti dóttur, Önnu, sem fagnaði 25 ára afmæli 19. júní 1915 og varð sá dagur fyrir valinu. Ekki fékk þó dóttirin kosningarétt í afmælisgjöf, sökum aldursskilyrðis- ins sem fyrr var nefnt. Konur héldu mikla hátíð þann 7. júlí þegar Al- þingi var sett og kosningaréttur og kjörgengi þeim til handa var loksins í höfn. Næstu ár og áratugir urðu baráttukonum hins vegar vonbrigði. Stjórnmálaþátttaka kvenna var hverfandi þrátt fyrir að hinn laga- legi réttur væri nú til staðar. Svo- kölluð kvennastörf voru lágt launuð (og eru raunar enn), fáar konur sátu á þingi eða í embættum og samfélagsskipan hvatti konur síður en svo til mennta og vinnu utan Áralöng atlaga að óréttlætinu KOSNINGARÉTTUR KVENNA DATT EKKI AF HIMNUM OFAN HELDUR VAR HANN AFRAKSTUR LANGRAR BARÁTTU ATORKUSAMRA ÍSLENDINGA SEM ENN SÉR EKKI FYRIR ENDANN Á. HÉR ERU MEGINATBURÐIR Í SÖGU ÍSLENSKRAR KVENNABARÁTTU RAKTIR FRÁ 19. ÖLD OG FRAM Á OKKAR DAGA. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli þann 7. júlí 1915 við setningu nýs þings til að fagna nýfengnum kosningarétti kvenna og vinnumanna. Ljósmynd/Magnús Ólafsson Fyrir árið 1915 höfðu kosningarétt um 65% karlmanna sem náð höfðu 25 ára aldri. 35% karlmanna yfir 25 ára aldri höfðu því ekki kosningarétt en þetta voru vinnumenn, menn sem gátu ekki greitt 4 kr. í útsvar, menn sem stóðu í skuld vegna sveitar- styrks og ólögráða menn. Árið 1915 fengu kosningarétt konur og vinnumenn sem náð höfðu fertugsaldri. Afnumin var einnig krafa um útsvars- greiðslu, en í kosningunum 1916 höfðu kosningarétt um 84% karlmanna yfir 25 ára aldri. Hverjir máttu enn ekki kjósa eftir breytingarnar 1915?  Konur undir fertugsaldri.  Vinnumenn undir fertugsaldri.  Karlmenn undir 25 ára aldri.  Fólk sem þegið hafði sveitarstyrk eða verið svipt lögræði.  Fólk með flekkað mannorð. Fullt jafnrétti fullorðinna þegna hvað varðar kosningarétt náðist ekki fyrr en árið 1984, þegar felld voru niður ákvæði um missi kosningaréttar vegna lögræðissviptingar eða flekkaðs mannorðs. Það ár var kosningaaldur jafnframt færður úr tví- tugu í 18 ár. Heimild: Vísindavefurinn. Hverjir höfðu kosningarétt? Íslenskar konur berbrjósta á Austurvelli í nafni brjóstabyltingarinnar. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.