Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.06.2015, Blaðsíða 14
Ferðalög og flakk *Mörg bæði smærri og stærri blogg og fréttaveitur eru tilum ferðalög kvenna. Hérna má nefna adventurouskate.-com, journeywoman.com, women-on-the-road.com,worldofwanderlust.com, legalnomads.com, grrrltravel-er.com og solotravelerblog.com. Þarna er hægt að finnaýmis góð ráð um hverju á að pakka, hvert á að ferðast,hverjar séu öruggustu borgirnar og löndin og margt fleira. Það er vel hægt að byrja ferðalagið með því að leita að innblæstri á netinu. Byrjaðu ferðalagið á netinu H úsmæðraorlofið er enn í fullu gildi en í stað þess að vinkon- urnar fari í borgarferð saman til að versla, drekka og borða hefur það aukist verulega síðustu ár að konur sæki í ævintýraferðir. Margar ferðaskrifstofur sérhæfa sig í því að skipuleggja slíkar ferðir sem leggja áherslu á að ferðalangarnir kynnist ein- hverju nýju. Áhersla er á hreyfingu en líka góðan mat og oftar en ekki böð af einhverju tagi þannig að það er alls ekki búið að taka allt dekur út úr jöfnunni. Beth Whitman stofnaði vefsíðuna Wan- derlust and Lipstick og rekur líka ferða- skrifstofuna WanderTours. „Fólki finnst allt í lagi núna að konur fari frá manni og börnum til að eiga tíma fyrir sjálfa sig og fara í jógafrí, ferðast einar eða með systur, móður eða vini,“ sagði hún í samtali við foxnews.com. Ferðast til að kanna heiminn „Konur eru hugrakkari en þær voru áð- ur þegar kemur að ferðalögum. Konur ferðuðust einu sinni helst til að heim- sækja einhvern, vinkonu eða fjölskyldu- meðlim. Núna ferðumst við bara til að kanna heiminn,“ er haft eftir Marybeth Bond, blaðamanni hjá National Geograp- hic. Í Bandaríkjunum er fjölgun ferðalaga kvenna rakin til þess að fleiri konur séu nú á eftirlaunum en áður og margar átti sig á því að ferðalög geti verið góð leið til að tengjast fjölskyldumeðlimum eða vinum betur á ný og einblína aðeins á sjálfa sig eftir að hafa eytt áratugum í línudans milli fjölskylduskuldbindinga og vinnu. Konur sem fara í þessi skipulögðu ferðalög eru oftar en ekki á aldrinum 45-65 ára þó að algengt sé líka að kon- ur á þrítugs-, fertugs- og áttræðisaldri ferðist á þennan hátt. Whitman segir að margir viðskiptavinir hennar séu konur sem eru búnar að skilja, ekkjur eða konur sem eigi eigin- menn sem hafi hreinlega ekki áhuga á ferðalögum. Þær fara í ferðalag með ókunnum konum sem oftar en ekki eru orðnar góðar vinkonur þeirra í lok ferð- ar. Á meðal áfangastaða sem vinsælir eru í ævintýraferðum eru til dæmis Belís. Balí, Ástralía, Nýja-Sjáland og Alaska auk Íslands eins og rætt er um hér til hliðar. Út fyrir þægindarammann Þessar ævintýraferðir snúast ekki síst um að stíga út úr þægindarammanum. Það þarf ekki að fela í sér að fara í fall- hlífarstökk eða klífa Kilimanjaro heldur að gera eitthvað nýtt. Nýir áfangastaðir fela í sér ný tækifæri, það að uppgötva nýtt bragð í framandi matseld getur ver- ið gefandi og sömuleiðis það að kynnast nýrri menningu. Þetta lætur ferðakonuna sjá heiminn í nýju ljósi á hátt sem er ekki mögulegt með því að sitja heima. AFP FERÐASKRIFSTOFUR FYRIR KONUR Ævintýri umfram dekur MARGAR FERÐASKRIFSTOFUR EINBEITA SÉR EINGÖNGU AÐ FERÐUM FYRIR KONUR. SLÍKUM FERÐUM HEFUR FJÖLGAÐ OG STÖÐUGT FLEIRI KONUR KJÓSA AÐ FERÐAST Á EIGIN VEGUM. HÚSMÆÐRAORLOFIÐ ER ENN Í FULLU GILDI OG KONUR FARA UM ALLAN HEIM Í LEIT AÐ ÆVINTÝRUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Konur sem fara í þessi skipulögðu ferðalög eru oftar en ekki á aldrinum 45-65 ára. Á meðal framandi áfangastaða sem helstu kvenna- ferðaskrifstofur bjóða upp á eru ferðir til Íslands. Ástæða þess er meðal annars sú að Ísland hefur lent hátt á listum yfir öruggustu ferðamannastaði fyrir konur. Vefsíðan theblondeabroad.com setur Ísland í efsta sæti yfir lönd sem öruggast er fyrir konur að ferðast til einar. Norðurlöndin í heild sinni lenda í efsta sæti á fleiri listum, sem skýrir aðdráttaraflið að einhverju leyti. Svo er hægt að gera margt spennandi hérlendis sem er framandi og nýtt fyrir ferðalöngum. Ferðaskrifstofan Adventure Women (www.ad- venturewomen.com) verður með ferð til Íslands 18.-25. júlí. Á dagskránni er meðal annars að fara á hestbak, sigla á kajak, fara í fjallgöngu, í sund og í ÆVINTÝRAFERÐIR TIL ÍSLANDS Úr fyrri ferð Adventure Women til Íslands, hér á ferðalagi í Land- mannalaugum þar sem fegurðin ríkir í hverju fótmáli. Ljósmynd/Adventure Women vélsleðaferð á jökul. Enn fremur er lögð mikil áhersla á það í þessari ferð að kynnast sögu lands- ins og ýmsum hefðum. Fjallað er um íslensku ull- ina, víkinga og álfa og ferðalagið endar síðan á slökun í Bláa lóninu. Önnur ævintýraferðaskrifstofa fyrir konur, Ca- nyon Calling (www.canyoncalling.com), verður með Íslandsferð 3.-10. júlí. Þar er áherslan á bændagistingu og heimalagaðan mat, farið verður í rafting í Skagafirðinum, ferðast um Norðurland og fossar og framandi landslag skoðað vel og auðvitað farið á jökul og á hestbak svo eitthvað sé nefnt. Íslenskar konur geta tekið sér þessar ferðir til fyrirmyndar og farið í ævintýraferð um eigið land með vinkonunum. Fleira fólk ferðast nú eitt en áður samkvæmt ferðakönn- un Visa 2015. 24% ferðalanga ferðuðust einir í síðustu skemmtiferð sinni en þessi tala var 15% árið áður. Þetta er rakið meðal annars til þess að fleiri búa einir en líka að fleiri pör kjósi að ferðast í sitthvoru lagi. Einhverjir kjósi að fara í fjallgöngur á meðan makinn vilji fara í golf og báðir láta nú draum sinn rætast. Skipulögðum ferðum sem eru ætlaðar fyrir þá sem eru einir á ferð fjölgar mjög og samhliða þessu hefur kynja- skiptum ferðum fjölgað. Tilgangurinn með kynjaskiptingunni er að taka pressuna aðeins af samskiptunum, konur sem fara í slíkar ferðir eru ekki í leit að maka og vilja ekki daðra. Ný TripAdvisor-könnun sem tók til 9.000 kvenna varpar ljósi á að konum sem ferðast einar er að fjölga mjög. Rúmlega 40% kvennanna höfðu ferðast án ferðafélaga áður en tal- an fór upp í 74% þegar þær sem sögðust ætla að ferðast einar árið 2015 voru teknar með. FLEIRI KONUR FERÐAST EINAR AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.