Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 18

Bókasafnið - 01.05.2013, Qupperneq 18
18     Í grein sem höfundar skrifuðu (Hrafn A. Harðarson og Margrét Sigurgeirsdóttir, 2009) um lestur og áhrif hans á heila og lífs- gæði fólks kom fram að bóklestur örvaði heilann það mikið að líkur væru til þess að fólk lifði lengur með því að fara oft á bókasafnið, sækja sér bækur og lesa þær. Sú spurning vaknar hvort hið sama gildi um lestur rafbóka, sem sumir vilja kalla skjábækur. Líklega skiptir ekki máli hvort það er á skjá, á pappír eða á lesbretti, til dæmis Kindle. Niðurstaðan væri þá sú, að lestur sé örvandi fyrir heilastöðv- ar og með reglulegum lestri værum við að lengja ævi okkar og auka gæði lífsins. Það er ekki slæmur kostur, því lestur kostar yfirleitt ekki annað en næði – og svo er auðvitað það skilyrði að hafa lært að lesa, fengið örvun til að æfa og iðka lesturinn til að ná auknum hraða og hæfni og ekki síst að hafa aðgang að góðu almenningsbókasafni, sem er opið þegar okkur hent- ar og býður upp á bókakost sem hvetur okkur til að taka að láni margar bækur – og oft. Bókasafn er geimstöð bóka og upplýsinga á allskonar formi. Með tilkomu rafbóka (e. e-books) má gera því skóna að í framtíðinni verði almenningsbókasöfn lík Hljóðbókasafni Ís- lands (áður Blindrabókasafn Íslands), bókasöfn án bóka! Þá myndi hverfa sá vinsæli þáttur í lífi svo margra, að gramsa í bókaskápum, að þreifa fyrir sér í þéttskipuðum bókahillum, hvort sem er í bókabúð, bókasafni eða heimilisbóka-skápn- um. Hvernig gramsar maður í vefbókasöfnum? Verður til ein- hvers konar sýndargrams? Fortíðarþráin (nostalgían) býður okkur að staðhæfa að það Um rafbækur og bókasöfn verði ekki líkt því eins gaman, spennandi og fróandi að „gramsa“ eða vafra um sýndarhillur á vefnum – og líkurnar á því að maður finni eitthvað bitastætt, forvitnilegt, óvænt og spennandi eru ef til vill hverfandi miðað við það þegar grams- að er í áþreifanlegum bókum, mismunandi stórum, þykkum, ólíkum að lit og viðkomu. En það er þá rómantíkin ein en ekki vísindaleg framtíðarspá. Nú hafa vísindamenn við Kaliforníuháskóla í Los Angeles fundið út að vefleit setji í gang lykilstöðvar í heilanum, sem stjórna ákvarðanatöku og flóknum rökhugsunum þeirra sem eru tölvulæsir, bæði miðaldra og aldraðra einstaklinga. Niður- stöðurnar úr þeirri rannsókn, sem er fyrst sinnar tegundar í að meta áhrif leitariðkunar á frammistöðu heilans, sýna fram á að vefleit (vefleitariðkun eða það að vafra) geti hjálpað til við að örva og hugsanlega bæta heilastarfsemina (Vijayakumar, 2008). Lestur, lesskilningur og yndislestur Kannski gleymist í önnum dagsins að æfa lestur. Fólk sest niður fyrir framan sjónvarpið eða hleypur í ræktina í stað þess að halda lestri að sjálfum sér og sínum. En almennt eyðir fólk þó töluverðum tíma í lestur. Enda er lestur bæði afslappandi og uppörvandi og allt þar á milli. Ekki má heldur gleyma því að lestur er nauðsynleg æfing hverjum og einum þó ekki sé nema til að taka þátt í því samfélagi sem við búum í. Hreyfing augna er kostur við lestur enda talið að hægt sé að þjálfa sjón með reglulegri æfingu þeirra. Menn verða ekki blindir af of Hrafn A. Harðarson er upplýsingafræðingur, með FCLIP (Fellow of the Chartered Institute of Library and Information Professionals) frá Bretlandi og er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs. Margrét Sigurgeirsdóttir er upplýsingafræðingur og viðskiptafræðingur/MSc. og starfar sem safnastjóri á RÚV
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.