Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 27. febrúar 200920 Helgarblað Hamingjan Hjálpi ykkur þegar við sleppum Svo er mælt að það „mikilvæga starf“ sem Davíð Oddsson vildi ekki láta trufla sig frá í Seðlabankanum síð- ustu mánuði hafi ekki síst falist í að fara með kvæði. Ráfa um gangana í Svörtuloftum eða loka sig inni og þylja forn íslensk ættjarðarljóð og hetjukvæði. Helst um hinn einmana garp sem stendur einn gegn illum fjendum og ofurefli liðs. Helst eftir Hannes Hafstein. Meistaranum þakkað Því Hannes er náttúrlega sá maður sem Davíð hefur helst mátað sig við í sögunni. Og ekki bara hann einn, heldur aðdáendur hans líka, saman- ber ódauðlegt kvæði Halldórs Blön- dal í sextugsafmæli Davíðs í janúar í fyrra þegar Halldór þakkaði meistara sínum fyrir að hafa skapað skilyrði fyrir útrás og velsæld og kvað svo: „Þjóðskörungur leiddi þjóð sína ódeigur inn í árþúsund nýrra vora, nýrra vona. Heill sé þér Davíð Hannesar jafni.“ Og sé það nú satt – og það full- yrða óljúgfróðir óspart í mín eyru – að kvæðalestur hafi verið megin- iðja Seðlabankastjóra undanfarna mánuði, þá er næsta víst að þar hef- ur hljómað oftar en einu sinni kvæði Hannesar um Skarphéðin í brenn- unni sem birt er hér á opnunni. „Hin dauðadæmda hetja“ Því það er nákvæmlega slíkt kvæði sem höfðar til manna sem heillast af „hinni dauðadæmdu hetju“. Hrifn- ing á slíkri hetju er yfirleitt mest á táningsaldri en sumir vaxa þó aldrei upp úr aðdáun sinni á þeim ber- serkjum sem slást fram í andlátið hugdjarfir, og bugast aldrei og hlæja þegar þeim er skipað að afhenda vopn sín: „Komið þá og sækið þau!“ Og hvíla svo í jörð, hjúpaðir gróandi mold, eins og hinir 300 Spartverjar. Kvæði Hannesar er ekta Lauga- skarðsrómantík, að ég segi ekki Masada-fetis; það endar svona: „Inni við gaflað í ösku stendur Héðinn örendur með opnum sjónum. Heyrzt ei hafði hósti né stunur.“ Að ganga til móts við örlög sín opnum augum en steinþegjandi og æðrulaus, það er hin íslenska hetju- lund sem lesa má um í kvæðum og sögum frá fyrri tíð, og höfðar enn til sumra. Rómantísk hetjudýrkun Þó er langt síðan bent var á hve inn- antóm hún er, sú rómantíska hetju- dýrkun sem kvæði Hannesar var þrungið af. Það gerði Steinn Steinarr í ljóði sem hann stefndi beinlínis til höfuðs kvæði Hannesar og kallaði því sama nafni. Og það sýnir í einni svipan hve óraunhæf, já, hallærisleg, hún er – rómantíkin, aðdáunin á hin- um dauðadæmda sem bregður sér hvorki við sár né bana, heldur glottir við tönn, aleinn örlögum ofurseldur, og heyrist hvorki frá honum hósti né stunur. Því auðvitað er hinn innikróaði Skarphéðinn hræddur, auðvitað vill hann sleppa burt, og lifa – auðvitað vill hann út í sólskinið þar sem hlæj- andi fólkið hæðist að honum. Allt annar Skarphéðinn Kvæði Steins lýsir allt öðrum Skarp- héðni og ég er ekki viss um að það hafi oft hljómað í Svörtuloftum síð- ustu mánuði. Þar hefur líklega seint verið viðurkennt að máttvana skelf- ing hafi gripið menn. Eða útgöngu hafi verið leitað, ár- angurslaust. Á hinn bóginn virðist þetta kvæði Steins geta átt betur við annað fólk en það sem múraði sig inni í Svörtu- loftum allt þar til í þessari viku – já, mér sýnist að sá sem talar í kvæði Steins geti sem hægast verið íslenska þjóðin í þrengingum sínum. Íslenska þjóðin í sínum skuldum, í sínum brunarústum. Hvorki hósti né stuna Og því er iðulega haldið að henni að hún eigi (ekki síður en sá sem sat svo lengi á Svörtuloftum) að bregð- ast við eins og Skarphéðinn Hannes- ar Hafsteins, glotta kalt við tönn, taka örlögum sínum, og horfast óhrædd í augu við eld og dauða – „dauða“ hér notað í táknrænni merkingu, því auðvitað er enginn beinlínis að deyja þótt efnahagskreppa sé skollin á. Helst megi ekki heyrast frá henni hósti né stuna. Áttum að verða ríkasta þjóð í heimi En í raun held ég þjóðinni líði frek- ar eins og hún sé Skarphéðinn Steins Steinars. Hrædd, langar að flýja, langar út í sólskinið. En leiðin er lokuð og úti fyrir heyrir hún fólk hlæja að örlög- um hennar: „Hvað sakar það okkur? Hvað getum við að því gert?“ Sökudólgarnir í hruninu, þeir sem kveiktu eldana og hafa svo sleg- ið hring um þjóðina innilokaða í brennunni og varna henni vegar út í sólskinið – þeir eru margir. Prívat og persónulega er ég þeirrar skoðunar að mesta ábyrgðin liggi hjá íslensk- um stjórnvöldum, þeim sem reistu þann loftkastala sem átti að gera okkur ríkustu þjóð í heimi en brenn- ur nú grimmilega til ösku. Helsti sökudólgurinn Og þar er auðvitað helstur sá söku- dólgur sem að lyktum leit samt á sig sem helsta fórnarlambið og fór með kvæðin í Seðlabankanum, ef það er þá satt, og brast næstum í grát í Kast- ljósi yfir því hve hann væri góður maður og ofsóttur. En að þessu sinni læt ég útrætt um hann. Vissulega dettur mér stundum í hug, þegar menn hamast gegn útrásarvíkingum vorum, kvóta- kóngum og auðmönnum og vilja láta draga þá fyrir dóm og helst fyr- ir landráð, hvort ekki megi þá eins rétta yfir þeim stjórnmálamönnum sem lögðu beinlínis drög að hruninu með aðgerðum sínum og aðgerða- leysi. Hvort þeir séu þá ekki eins sek- ir um landráð. Leiddir út í handjárnum? En látum það altso liggja milli hluta nú. Mig langar að tala um útrásarvík- inga, bankamenn og milljarðamær- inga. Eins og ég sagði: Menn tala um að draga þá fyrir dóm. Og það er auðvitað sjálfsagt, reyn- ist þeir hafa brotið lög. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þess munu finnast dæmi, og jafnvel mörg. Og kannski mun rætast sá óskadraumur margra að sjá suma þessara manna leidda til yfirheyrslu í handjárnum. Höfðað til samvisku auðmanna En í augnablikinu ætla ég samt ekk- ert að fullyrða um það. Ég ætla aftur á móti að höfða til samvisku íslenskra auðmanna. Jafnt útrásarvíkinga sem banka- manna og hvers konar viðhengi- menna þeirra. Og alveg sérstaklega vil ég höfða til samvisku þeirra sem eiga feita reikninga á furðulegum stöðum eins og Tortola og Cayman-eyjum og hvað þær heita þessar eyjar. Ég ætla að höfða til samvisku þeirra og segja: Standið ekki þarna aðgerðalaus úti í sólskininu. Hvíslið ekki: Látum hana farast, um íslensku þjóðina. Því víst sakar það ykkur. Víst getið þið að því gert. Húrrahróp Davíðs og forsetans Eins og fleiri Íslendingar, já, eins og við flestöll, trúði ég því að íslenska útrásin og „góðærið“ væru reist á traustari fótum en síðar kom í ljós. Ég horfði á Davíð Oddsson hrópa húrra fyrir Björgólfsfeðgum þegar þeir eignuðust Landsbankann – til þess beinlínis að bankinn kæmist í eigu manna sem væru „að minnsta kosti í talsambandi við Sjálfstæðis- flokkinn“, eins og Styrmir Gunnars- son orðaði það seinna. Ég horfði á Halldór Ásgrímsson og Valgerði Sverrisdóttur leggja blessun sína yfir allt saman. Ég heyrði viðtalið við Hannes Hólmstein á Stöð 2 haustið 2007 þar sem hann lofaði og prísaði útrásina og bankavöxtinn og þakkaði meist- ara sínum fyrir að hafa gert þetta mögulegt. Fór Davíð með „Skarphéðin í brennunni“ eftir Hannes Hafstein á síðustu dögum sínum í Svörtuloftum? Á „Skarphéðinn í brennunni“ eftir Stein Steinarr við ís- lensku þjóðina? Er hægt að mana íslenska auðmenn til að koma heim með peningana sína? Verða þeir framar í húsum hæfir ef þeir gera það ekki? Illugi Jökulsson skrif- ar um skáld, Davíð Oddsson, útrásarvík- inga og aðra auðmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.