Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 23
föstudagur 27. febrúar 2009 23Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Bardukha á Kaffi Kúlture Hljómsveitin bardukha býður áhorfendum upp á þjóðlagatónlist sem á rætur að rekja í gríska og tyrknesta þjóðlagahefð. tvennir tónleikar verða í boði, klukkan 21 og 23. n Umsvif á Dillon Hljómsveitin umsvif mun spila sína eigin tónlist í bland við tónlist blómatímabilsins. tónar á borð við doors, trúbrot og flowers og Janis Joplin. Hippar reykjavíkur ættu ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. n Dj Hreggo á Sjallanum diskó eða danstónlist. Plötusnúðurinn Hreggo kann að skemmta gestum sjallans á akureyri. Það eru komin mánaðamót og þá er tilvalið að halda upp á það og hrista aðeins á sér bossann. frítt er inn á sjallann. n Dalton á Hressó strákarnir í dalton kunna að skemmta fólki. gleðin byrjar snemma, klukkan 22. bjór á góðu tilboði og eftir miðnæti er það dj erling sem skemmtir fólki til lokunar. n Þórður Daníel á Hverfisbarnum Plötusnúðurinn Þórður daníel hressir, bætir og kætir. tónlistin mun dynja hátt á Hverfisbarnum í kvöld. fjörið byrjar á miðnætti. n Í svörtum fötum á Player´s Loksins, loksins. strákarnir í Í svörtum fötum eru loksins komnir saman eftir langa fjarveru. Þeir munu frumflytja nýtt lag hjá Loga í beinni og bruna síðan beint á Player´s að skemmta aðdáend- um sínum sem beðið hafa lengi eftir þessu. Miðaverð er 1.500 krónur. laugardagur n Bjartmar Guðlaugs, Rottweiler á Prikinu goðsögnin bjartmar guðlaugsson grípur í gítarinn og tekur nokkra slagara á Prikinu á laugardags- kvöldið. Það stendur til að gefa út VIP- passa og fær bjartmar sjálfur fyrsta passann. um miðnætti tekur síðan dj danni deluxxx við. Þess má geta að strákarnir í rotweiler munu taka lagið þegar líður á nóttina. n DJ Casanova á Kaffibarnum Hjörtu munu slá er hjartaknúsarinn dj Casanova setur sig í gírinn á Kaffibarn- um. Valentínusardagurinn er liðinn en ástin blómstrar sem aldrei fyrr á barnum. stuðið hefst á miðnætti. n Sniglabandið á Players Hin geysivinsæla hljómsveit snigla- bandið mun stíga á svið á Players í kvöld við mikinn fögnuð aðdáenda. töffararnir í sniglabandinu svíkja ekki og lofað er brjálaðri stemningu. Miðaverð er 1.500 krónur. n Dj Stef á Hverfisbarnum Það þekkir engin Hverfisbarinn betur en gunni stef. Hann veit hvað stúlkurnar vilja heyra og er óhætt að segja að stemningin verði góð. Plötusnúðurinn byrjar á miðnætti. n Góðir landsmenn á Dillon Sportbar Hljómsveitin góðir landsmenn mun án efa gera góða hluti á dillon sportbar í Hafnarfirðinum. einn kaldur og góð tónlist, klikkar ekki. KaRDemommUBæRinn Klassísk saga sem aldrei deyr. milK Kvikmynd sem fólk mun muna eftir vegna frammistöðu leikaranna. FRoSt / nixon stórskemmtileg mynd um áhugaverða karaktera. FanBoyS fyrir þá sem eru með „Máttinn“, hinir haldi sig í öruggri fjarlægð. PinK PantHeR 2 Það var lítið hlegið í bíóinu. skipti. Til dæmis þegar ég var 16 ára og spilaði Tsjækovsky fyrst dreymdi mig nóttina áður að flygillinn hefði oltið niður af sviðinu og á fyrstu tvær sætaraðirnar og kramið tónleika- gesti. Ég vaknaði í svitakófi. Það var mjög spes og eftirminnilegt.“ Víkingur, sem hefur unnið til fjölda verðlauna og hefur með- al annars unnið tvisvar sinnum Ís- lensku tónlistarverðlaunin, hefur að auki spilað með fjölda merkismanna og segir hann dvöl sína í Juilliard hafa gert honum það kleift. „Ég hef spilað með alveg frábærum músk- íköntum og ætla meðal annars að spila með einum píanóleikara sem ég kynntist þar næsta haust.“ Hlustar á Björk En hvað hlustar píanóleikari sem lifir og hrærist í klassískri tónlist sjálfur á sér til gamans? „Ég hlusta á ýmislegt en ef ég á að nefna eitt er Björk Guð- mundsdóttir flottasti poppari í heim- inum. Hlusta mjög oft á hana þegar ég er að elda eftir langa daga.“ Það sem heillar hann hvað mest við Björk er að hún er einn af þeim listamönn- um sem gera gjörólíka hluti á ólík- um tímum og nýta sér hæfileika sína til hins ýtrasta. „Það sýnir í raun all- ar hliðar á listamanninum og það er það sem ég leita eftir í tónlist og hrífst af. Þegar listamennirnir eru á fleygi- ferð og taka áhrif úr mörgum áttum.“ Hann segir líka skemmtilegt að pæla í djassi. „Svo eru Bítlarnir alltaf í forgrunni hjá mér, finnst melódísk tónlist líka skemmtileg.“ Hann hefur líka gaman af kvik- myndum og sýgur þessa dagana Bret- land í sig með því að horfa á bresk- ar heimildamyndir að ógleymdum ferðalögum en í gegnum starf sitt hefur hann fengið mörg tækifæri til að sjá heiminn. „Ég var til dæmis á tónleikatúr í nokkrum héruðum í Kína og það var ótrúlegt að sjá kúlt- úrinn þar. Fólk hafði líka afskaplega gaman af því að sjá ljóshærðan pían- ista og hvað þá menntaðan úr Juilli- ard,“ segir hann. „Svo finnst mér líka gaman að lesa og spila fótbolta,“ segir píanósnillingurinn að lokum. asdis- bjorg@dv.is Það er mikið vandaverk að gera heilsteypt leikverk úr jafn flókinni og margradda sögu og Sölku Völku Halldórs Laxness. Það sannaðist á sænsku bíómyndinni hér um árið og það hefur einnig sannast á til- raunum fólks til að flytja verkið á leiksvið, nú síðast dansleik Auðar Bjarnadóttur upp úr sögunni. Þó er þessi sýning á margan hátt glæsilegt verk. Hópdansarnir í fyrri hlutanum eru alveg sérstaklega tilkomumiklir, tón- eða kannski öllu heldur hljóð- list Úlfars Inga mögnuð og djörf notkun á kvikmyndaefni í mynd- rænum undirleik við dansinn geng- ur furðanlega vel upp. Ég veit auð- vitað ekki hvernig þeir, sem þekkja lítið eða ekki neitt til Sölku Völku fyr- ir, kunna að lesa þessa sýningu, en áhorfandi, sem telur sig sæmilega handgenginn sögunni, ætti að geta notið hennar í botn. Salka Valka miðlar sálfræði- legri greiningu, sem vart á sinn líka í íslenskum bókmenntum. Mann- úð skáldsins og skarpskyggni ná hér jafnvægi sem hélst í Sjálfstæðu fólki, en ekki, að ég hygg, í nokkru hinna síðari verka HKL. Dramatísk- ur grunnur sögunnar, baráttan milli Steindórs og Arnalds um ástir Sölku og glíma hennar við sjálfa sig, er í rauninni skýr og einfaldur, en um leið eru tilbrigðin í sögunni nánast óendanleg. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt í hvert sinn sem maður les hana. Hér tekst langbest að sýna þríhyrninginn á milli Sölku, Sigur- línu og Steindórs, enda túlkaði Lára Stefánsdóttir Sigurlínu, einsemd hennar og angist, frábærlega og fékk afbragðs mótdans frá Johann Lindell sem náði ruddaskap og frumstæðri erótík Steindórs mjög vel. Fauta- skapur hópsálarinnar og útskúfun þess, sem fyrir honum verður, er lík- ast til það sem maður geymir lengst með sér úr sýningunni. Þáttur Arn- aldar varð hins vegar miklu óljósari og gufaði að lokum upp í hálfgerð- um vandræðagangi. Úr því að Auð- ur vildi á annað borð halda honum inni, hefði vísast verið farsælla að lengja sýninguna og tvískipta henni, svona eins og skáldið gerði sjálft í sínum ópus. Það breytir ekki því að bestu part- ar sýningarinnar gnæfa yfir flest af því sem ég hef séð á íslensku dans- sviði undanfarin ár, og gott til þess að vita að hún er á leið til Þýskalands. Okkur veitir ekki af slíkri landkynn- ingu þessa dagana. Jón Viðar Jónsson Metnaðarfullt og glæsilegt tHe HoUSe oF tHe DeaD: oveRKill grófur, blóðugur, kjaftfor og jafnvel klámfenginn, en umfram allt fyndinn og skemmtilegur. leiklist Salka Valka eftir Auði Bjarnadóttur svöluleikhúsið í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið tónlist: úlfar Ingi Haraldsson Búningar: sigrún úlfarsdóttir lýsing: garðar borgþórsson m æ li r m eð ... m æ li r eK Ki m eð ... Elti ástina til Oxford Undirbýr fyrstu sólóplötuna Víkingur er útskrifaður úr Juilliard og einn efnilegasti píanóleikari Íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.