Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Síða 33
föstudagur 27. febrúar 2009 33 NefNdiN Þórarinn Þórarinsson fréttastjóri DV og kvikmynda- gagnrýnandi, formaður Ásgrímur Sverrisson leikstjóri og handritshöfundur Sigríður Pétursdóttir umsjónarkona Kviku á Rás 1 Kvikmyndir DV menningarverðlaun Skjaldborg 2008, hátíð íslenskra heimildamynda, tókst frábærlega vel. Hjálpaðist þar allt að; fjölbreytt úrval mynda, heiðursgestur af hæsta kaliberi, gott utanumhald, skemmtileg stemning meðal gesta og afar elskulegar móttökur heimamanna. Svo ekki sé minnst á sjálft kvikmyndahúsið, Skjaldborgarbíó, sem búið er að gera upp af miklum metnaði. Skjaldborg-kvikmyndahátíðin Kjötborg er gullfalleg og lágstemmd „feelgood“ frásögn um afmarkað samfélag í borginni. Þeir Kristján og Gunnar verslunareigendur kunna að vera með síðustu kaupmönnunum á horninu en tilfinningin er samt sú að þeir hafi alltaf verið þarna – og muni vonandi alltaf vera þarna, því það kemst ágætlega yfir að þessir ágætu menn bjóða ekki aðeins upp á fjöl- breytt úrval hvers kyns dagvöru heldur einnig trú, von og kærleika. eftir Helgu rakel rafnsdóttur og Huldu rós guðnadóttur Kjötborg Árið 2008 var sérlega gjöfult þegar leikið efni í sjónvarpi var annars vegar. Sakamálaþættir voru frekir til fjörsins en vel heppnað framhald Næturvaktarinnar stóð þó upp úr ekki síst fyrir fumlaus vinnubrögð, styrk handrits og góðan leik. Tilfærsla þríeykis hinna lánlausu bensínafgreiðslumanna af mölinni út í sveit heppnaðist vonum framar þótt gamanið tæki heldur betur að grána. Dagvaktin er sérlega súr og svört á góðan hátt. Dásamleg tragikóm- edía úr ýktum, íslenskum veruleika. í leikstjórn ragnars Bragasonar Dagvaktin Rúnar Rúnarsson festi sig í sessi sem einn efnilegasti leikstjóri Íslendinga með þessari níst- andi sterku stuttmynd sem hefur vakið verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðum um víða veröld og sópað að sér verðskulduðum verðlaunum. Smáfuglar fylgir hópi unglinga sem segja eina bjarta sumarnótt skilið við sakleysi bernskunnar og stíga inn í harðan veruleika hinna fullorðnu. eftir rúnar rúnarsson Smáfuglar Þessi hressilegi snúningur Baltasars á Ívanov eftir Tsjekov sló hressi- lega í gegn enda alveg sérlega góð bíómynd og skemmtileg upplifun sem líður áfram eins og gott jazzband að improvisera. Þarna kvað við nýjan tón í íslenskri kvikmyndagerð þar sem upp úr einhverju litlu spratt eitthvað stórt. Baltasar fór til Flateyjar með úrvalsmannskap og lék sér eitt sumar og afraksturinn var fullsköpuð kvikmynd þar sem saman fóru góður leikur, leikstjórn og skemmtilegt handrit. eftir Baltasar Kormák Brúðguminn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.