Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Qupperneq 40
föstudagur 27. febrúar 200940 Helgarblað „Mörgæsirnar komu alveg hlaupandi á móti manni,“ segir Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, meistaranemi í Ástralíu, en hún dvaldist við rannsóknir um síðustu jól langt frá öllu sem kallast mannabyggð- ir, nánar tiltekið á Suð- urskautslandinu. Það er óhætt að segja að þessi jól hafi verið ólík öll- um öðrum sem Erla hafði upplif- að. Auk þess að leika sér við mörgæs- irnar var þar að finna ótrúlega víð- áttu og einstaka náttúrufegurð. Kalda og grófa en engu að síður stórbrotna. Jól á hjara veraldar „Ég er í meistara- námi við Mac- quaire University í Sydney þar sem ég legg stund á rann- sóknir á mengun vegna þungmálma í jarðvegi þar sem er frost og þíða,“ segir Erla þegar hún út- skýrir veru sína á einum afskekktasta stað jarðarinnar. „Ástæðan fyrir því að ég fór á suðurskautið var sú að þar er gömul landfylling sem var í notk- un fram á seinni hluta 9. áratugarins og þar á meðal er úrgangur frá ýms- um þungmálmum eins og bygging- arúrgangur, rafhlöður og galvanis- erað stál.“ Erla Guðrún býr í Sydney ásamt áströlskum kærasta sínum Luke Shearman. Hún er menntaður land- fræðingur frá Háskóla Íslands og út- skrifaðist árið 2007. Hún fluttist svo til Ástralíu fyrir rúmu ári. Það var svo um síðustu jól sem Erla dvaldi á suð- urskautinu. Sex daga á sjó „Við lögðum af stað með skipinu Aur- ora Australis 23. nóvember og ég var komin til Casey, vinnustöðvar sem er hluti af umráðasvæði Ástralíu, 29. desember. Sjórinn var svo góð- ur að ferðin tók færri daga en áætlað var eða sex daga. Við þurftum því að bíða á skipinu nokkra daga í viðbót á meðan fólkið sem var í stöðinni var að klára sín verk. Það var ekki svefn- pláss fyrir svo marga,“ segir hún. Erla fór ásamt leiðbeinanda sín- um og fleira fólki sem fór í sama til- gangi og hófust tilraunirnar strax og hún var búin að koma sér fyrir. „Við settum upp tilraun þar sem við blönduðum jarðvegi úr landfylling- unni við okkar sérstöku efnablöndu sem samanstendur aðallega af fos- fati, sem bindur mengunina á form sem skaðar ekki umhverfið.“ Tilraunin var skilin eftir og mun svo Erla fara aftur að ári liðnu til að taka fleiri sýni og sjá hvernig staðan er eftir að náttúruöflin hafa unnið sitt verk. Vann til sex á aðfangadag Það getur verið afar undarlegt að upplifa sína vinnudaga með bara snjó, kulda og víðáttu fyrir augum og sérstaklega yfir jólahátíðina. „Við unnum alveg svakalega mikið á með- an við vorum þarna enda var aðaltil- gangur ferðarinnar að setja upp til- raunina. Ég vann meira að segja til klukkan sex á aðfangadag,“ segir Erla sem eflaust hefur hugsað til okkar hinna hinum megin á hnettinum. Hver dagur var ólíkur þeim fyrri hjá Erlu á meðan verið var að setja tilraunina upp. Eftir það urðu verk- in nokkuð hefðbundin. „Við þurft- um mjög reglulega að taka vatnssýni, fyrst á hverjum degi og svo annan hvern. Það var yfirleitt gert í hádeg- inu og eftir það var farið á tilrauna- stofuna.“ Þar var gengið frá sýnum, ýmsir eiginleikar mældir eins og sýrustig og fleira. Svo þurfti að skrá það niður í tölvuna. „Yfirleitt reynd- um við ekki að vinna mikið lengur en til fimm en það tókst nú ekki alltaf,“ segir hún. Húsverk á laugardögum Þó erfitt sé að ímynda sér að hægt sé Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, meistaranemi við Macquaire-háskólann í Sydney, dvaldi um síðustu jól á Suðurskautslandinu við rannsóknir. Hún segir upplifunina vera afar sérstaka en engu að síður frábæra. Heiðbjartar nætur, víðátta sem fáir geta ímyndað sér og bráðskemmtilegar mör- gæsir sem komu hlaupandi á móti fólki. Hélt jólin á suðurskautinu „Það var samt svo sérstakt að sjá þær og hvað þær eru rosalega gæfar. Þær voru ófeimnar að koma hlaupandi og skoða mann hátt og lágt. Al- veg yndisleg dýr,“ Góðir leikfélagar dýrin leika sér ófeimin innan um mannfólkið. „Komu hlaupandi á móti manni“ erla upplifði mörgæsirn- ar á skemmtilegan hátt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.