Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2009, Side 50
föstudagur 27. febrúar 200950 Helgarblað HIN HLIÐIN Ég er límheili Nafn og aldur? „Jóhannes Ásbjörnsson. Verð þrítugur í nóvember.“ Atvinna? „Mitt aðalstarf er á markaðsdeild Landsbankans. Svo er það Bylgjan og Stöð 2 um helgar.“ Hjúskaparstaða? „Trúlofaður Ólínu Jóhönnu Gísladóttur.“ Fjöldi barna? „Ein þriggja ára stúlka, sem heitir Sóley.“ Hefur þú átt gæludýr? „Ég átti tvo páfagauka þegar ég var lítill. Þeir létust báðir úr búlemíu.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Við frúin buðum mömmu og pabba á Lay Low á Kaffi Rósenberg. Mamma er mikill aðdáandi Lay Low.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei. Ég er klín.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Gallastuttbuxur sem ég vippa mér yfirleitt í þegar ég er heima fyrir.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, var orðinn ansi þéttur um aldamótin. Losnaði þá við 15 kíló og held mér nú í formi í Boot Camp.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Hef lítið velt því fyrir mér. Hugsa meira um að fá sem mest út úr þessu lífi, svo kemur restin í ljós.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég er stoltur af öllum lögum sem ég hef haldið upp á.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Fjölmörg alveg. Þessa dagana er Mykonos með Fleet Foxes í miklu uppáhaldi.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Páskaferðar með fjölskyldunni til Tenerife.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Ég horfi mjög reglulega á The Big Lebowski. Kann hana nánast utanbókar.“ Afrek vikunnar? „Kenndi dóttur minni fyrsta brandarann. Þennan um tómatana sem löbbuðu yfir götuna.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, einhvern tímann spáði Gurrý blaðamaður fyrir okkur Simma þegar við vorum á PoppTíví. Annars gef ég ekki mikið fyrir svoleiðis.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, á gítar.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Kannski.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan og fjölbreytt og krefjandi verkefni.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella full- an og fara á trúnó með? „Ég er ekki viss um að ég vilji gera neitt svoleiðis.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „John Lennon, bara svona til að komast á mynd með honum.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, ég dútlaði við það þegar ég var yngri. Svo sömd- um við Simmi einu sinni popplag sem sló í gegn.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég YouTubaði gömlu myndskeiði af Simma þegar hann var lítill og þybbinn í rólu.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Ég veit ekki til þess að ég líkist neinum frægum ein- staklingi.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég man ótrúlegustu hluti. Er límheili.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, ég held að Íslendingar eigi nóg með að höndla áfengið.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Heimilið og Flatey á Breiðafirði.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég flossa og bursta.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Fólk þarf að halda ró sinni og temja sér jákvætt hug- arfar og útsjónarsemi.“ Hinn sívinsæli fjölmiðlamaður jóHannes Ásbjörnsson er kominn aftur Á skjÁinn Ásamt simma félaga sínum mörgum til mikillar Ánægju. saman stýra þeir þættinum idol - stjörnuleit sem fram fer Á stöð 2 en einnig skemmta þeir Hlustendum bylgjunnar Á laugardagsmorgnum klukkan níu.30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.