Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2009 19Helgarblað HVAÐ GERA ÞAU NÚ? Alls féllu eða hættu sjálfviljugir 27 þingmenn á Alþingi í vor. Þau koma úr ýmsum greinum, en eiga það öll sameiginlegt að þiggja biðlaun næstu mánuði eftir að hafa hætt á Alþingi. DV sló á þráðinn til fyrr- verandi þingmanna til þess að forvitnast um framtíðaráform þeirra. Fá þeirra hafa tekið ákvörðun um hvað þau ætla að taka sér fyrir hendur. Einn verður skólastjóri, annar ætlar að spila golf og önnur brást öfugsnúin við og þverneitaði að gefa upp áform sín. GUÐjóN A KRistjáNssoN frjálsynda flokki „Það er nú það. Fyrsta verkið mitt er að halda áfram að skoða mál- efni Frjálsynda flokksins og ganga þar frá skuldum og semja um þær. Við getum ekki borgað þær eins og er núna. Það verkefni verð ég að vinna næsta mánuðinn. “ EllERt b. scRHAm samfylkingu „Ég er mjög upptekinn af því að gera ekki neitt. Spila golf, vera með familíunni og anda rólega.“ GUÐfiNNA bjARNAdóttiR sjálfsTÆÐisflokki „Ég gef ekkert upp um það. Ekki neitt.“ EiNAR máR siGURÐARsoN samfylkingu „Ég er búinn að ráða mig sem skólastjóra Valsárskóla. Nú er ég, eins og ég segi í gríni og alvöru, að hefja endurhæfingu. Ég hef áður verið skólastjóri, forstöðu- maður skólaskrifstofu og setið í menntamálanefnd þingsins.“ siGURÐUR KáRi KRistjáNssoN sjálfsTÆÐisflokki „Ég er ekkert búinn að ákveða það. Ég er bara að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni í rólegheitunum og er ekkert að flýta mér að því. Það er ýmislegt sem kemur til greina.“ KARl V.mAttHíAssoN frjálslynda flokki „Ég fer í mitt fyrra starf, ég var vímuvarnaprestur og ég mun fara til þeirra starfa í haust þegar sumarleyfum lýkur.“ HElGA s. HARÐARdóttiR framsóknarflokki „Ég held áfram í laganáminu næsta vetur.“ GUNNAR sVAVARssoN samfylkingu „Það er enn ekkert ákveðið með það. Ég er að hugsa minn gang og það er betra að hugsa í sól og blíðu. Ég hef verið tengdur rekstri og fjármálum og geri ráð fyrir því að kröftum mínum sé best varið þar.“ mAGNÚs stEfáNssoN framsóknarflokki „Það er ekkert ákveðið. Ég er að vinna að því að komast í starf. Ég var sveitarstjóri í Grundarfirði áður en ég settist á þing.“ En hugnast honum sveitarstjórnar- störf nú: „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum.“ KRistiNN H. GUNNARssoN framsóknarflokki „Það liggur ekkert fyrir um það. Það er óskrifað blað. Ég er ekkert farinn að hugsa um það.“ KolbRÚN HAlldóRsdóttiR vinsTri grÆnum „Ég er ekki búin að ákveða neitt hvað ég er að fara.“ GRétAR mAR jóNssoN frjálslynda flokknum „Það er alveg óákveðið. Ég hef verið með útvarpsþátt og verð með hann í klukkustund á viku á nýrri útvarpsstöð á tíðninni 100,5. Það er það eina sem er fast í hendi.“ VAlGERÐUR sVERRisdóttiR framsóknarflokki „Ég er nú bara í sveitinni minni og þar er alltaf nóg að gera. Ég sé fyrir mér að í sumar verði ég bara hér á Lómatjörn að dytta að ýmsu. Hér á ég heima.“ ARNbjöRG sVEiNsdóttiR sjálfsTÆÐisflokki „Ég er að ganga frá ýmsu sem snýr að þingmannsstarfinu og er að leita mér að vinnu. Það er allt opið.“ ástA möllER sjálfsTÆÐisflokki „Það er ekki komið í ljós.“ iNGibjöRG sólRÚN GíslAdóttiR samfylkingu „Verkefnið sem ég stend andspænis er að ná heilsu. Ég bara einhendi mér í það. Þetta krefst vinnu og þolinmæði. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hvað verður.“ Árni Mathiesen, Sjálfstæðisflokki Árni hefur vent kvæði sínu í kross og hafið störf við dýralækningar eftir tæplega tveggja áratuga hlé frá greininni. Ekki náðist í Árna. Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki Björn svaraði ekki fyrirspurn DV. Hann var í vikunni kjörinn formaður Samtaka um vestræna samvinnu. Björn er lögfræðingur að mennt. Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu Ágúst Ólafur ætlar í framhaldsnám erlendis. Fyrir er hann með háskólamenntun í lögfræði og hagfræði. Ekki náðist í Ágúst Ólaf. Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki Geir hefur átt við erfið veikindi að stríða og má búast við að á næstunni fari orka hans í að ná bata. Ekki náðist í Geir. Jón Magnússon, Sjálfstæðisflokki Jón rak lögmannsstofu áður en hann gerðist þingmaður og hélt áfram lögmanns- störfum meðfram þingmennsku. Ekki náðist í Jón. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu Lúðvík er lögfræðingur að mennt og hefur þegar fengið atvinnutilboð án þess að hafa tekið því. Ekki náðist í Lúðvík. Ármann Kr. Ólafsson, Sjálfstæðisflokki Ármann er bæjarfulltrúi í Kópavogi og sinnti því meðfram þingstörfum. Ekki náðist tal af honum. Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki Sturla er húsasmíðameistari og með próf í raungreinum og byggingatæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Ekki náðist í Sturlu. Kjartan Ólafsson, Sjálfstæðisflokki Kjartan var áður viðriðinn ylrækt á Suðurnesjum. Ekki náðist tal af honum. Björk Guðjónsdóttir, Sjálfstæðisflokki Björk er með gagnfræðapróf. Ekki náðist í hana. Herdís Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki Herdís er með sjúkraliðamenntun og er OPJ-þerapisti. Ekki náðist í Herdísi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.