Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 48
Föstudagur 22. maí 200948 Ferðir innanlands Leitarðu tilbreytingar? Þráirðu kyrrð? Viltu sjá stórbrotið landslag? Hér er það allt saman Hótel Djúpavík Símí: 451 4037 - djupavik@snerpa.is - www.djupavik.is H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Við erum farin að kalla Skagafjörðinn tívolí nátt-úrunnar. Hér er svo margt í boði. Við förum með fólk í rafting [flúðasiglingar innsk. blm.] fyrir alla aldurshópa, allt frá ungum börnum til gamalmenna. Við erum með hestaferðir, litbolta og klettasig. Í sumar erum við farin að fá vinnu- staði, skóla og aðra hópa í hópefli auk þess sem við erum í góðu sam- bandi við skotfélagið hér í Skagafirði og getum boðið fólki á leirdúfuskytt- irí,“ segir Katja Bröker, einn af for- svarsmönnum Ævintýraferða. Siglingar fyrir alla Um fimm þúsund manns sigla ár- lega með Ævintýraferðum niður jök- ulárnar Blöndu, Austari-Jökulsá og Vestari-Jökulsá. Fyrirtækið hefur nú 17 ára reynslu af flúðasiglingum og hefur siglt með fólk á öllum aldri, allt frá 6 til 86 ára, að því er kemur fram á heimasíðunni rafting.is. Katja segir að flúðasiglingum þurfi ekki alltaf að fylgja mikill has- ar og spenna, þrátt fyrir að þeir sem sækjast eftir slíku geti fengið það. „Blanda er til dæmis mjög auðveld á og hentar bæði ungum börnum og þeim sem eru eldri. Hún er fyr- ir þá sem vilja sigla rólega eftir ánni og njóta náttúrunnar þannig,“ segir hún. Þeir sem vilja aðeins meiri spennu geta bókað ferð í Vestari-Jök- ulsá. „Hún er tilvalin fyrir fjölskyld- ur sem vijla gera eitthvað skemmti- legt saman. Þar geta börn farið í fylgd með fullorðnum,“ segir Katja en áin er samkvæmt alþjóðlegum stöðlum metin í flokk tvö til þrjú af sex mögu- legum. Hún er því miðlungs erfið. „KiKKið“ í auStari-JöKulSá Spennuþyrstir náttúruunnendur geta svo valið að fara í Austari-Jökul- sá. Hún er þó bönnuð þeim sem eru yngri en 18 ára en Katja segir að áður en farið er í ána þurfi fólk að undir- rita skjal þar sem fram kemur að fólk taki þátt á eigin ábyrgð. Hún er flokk- uð í þriðja til fjórða flokk samkvæmt áðurnefndum staðli. Katja segir að áin sé stundum kölluð rússibani náttúrunnar. Í lýsingu á heimasíðu Ævintýra- ferða er henni lýst á þennan veg: „Flúðasigling á Austari-Jökulsá lætur engan ósnortinn. Hér er „kikkið“! Þú upplifir ógleymanlega náttúrufeg- urð, hörkuspennandi flúðir eins og Græna herbergið, Öskrandi frúna og Skuldbindingu sem stundum sýnast einungis færar fuglinum fljúgandi. Seinni hluta ferðarinnar er straum- hraðinn minni, þá er tækifæri til að virða fyrir sér landslagið, taka sunds- prett og kæla sig eftir róður og átök ofar í gljúfrinu. Ferðin frá Varmahlíð fram undir Ábæ þar sem siglingin hefst er heilt ævintýri ein og sér.“ Enginn SlaSaSt illa Katja segir aðspurð að þrátt fyr- ir þessar lýsingar hafi fyrirtækið að langmestu leyti sloppið við slys. „Sem betur fer hefur enginn slasast illa. Það verða helst lítil óhöpp þegar fólk hlustar ekki á leiðsögumennina. Í eitt skipti fótbrotnaði drengur sem fór ekki að fyrirmælum og stökk fram af kletti á vitlausum stað. En þetta hefur gengið ótrúlega vel í öll þessi ár,“ segir Katja sem hefur starfað hér í níu ár. HópEflið vinSælt Ævintýraferðir bjóða ekki bara upp á flúðasiglingar, eins og áður hefur komið fram. Katja segir að mjög al- gengt sé að skólahópar, vinnustaðir og vinahópar panti tíma í hestaferðir, klettasig, litbolta eða annað það sem fyrirtækið býður upp á. Í sumar sé í fyrsta sinn boðið upp á hópefli. „Við höfum útbúið aðstöðu og förum með hópa í leiki og þrautir og gerum eitt- hvað skemmtilegt saman heilan dag. Það er mjög vinsælt,“ segir hún. Spurð hvort fólk þurfi að panta flúðasiglingar og annað með miklum fyrirvara segir Katja að svo sé yfirleitt ekki. „Það borgar sig alltaf að hringja og kanna málið. Við getum oft tekið hópa með stuttum fyrirvara eða bætt þeim við aðra hópa. Einstaklingum er mjög oft hægt að koma fyrir þótt fyrirvarinn sé stuttur,“ segir hún að lokum. baldur@dv.is Um fimm þúsund manns sigla árlega með Ævintýraferðum niður jökulár í Skagafirði. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 17 ár en þar er einnig hægt að komast í klettasig, hestaferðir og leirdúfuskytterí, svo dæmi séu nefnd. Katja Bröker segir að Ævintýraferðir bjóði upp á flúðasiglingar við allra hæfi. Tívolí náttúrunnar er í skagafirði „Spennuþyrstir náttúru-unnendur geta svo valið að fara í Austari-Jökulsá.“ Fyrir spennufíkla Austari-Jökulsá er aðeins fyrir 18 ára og eldri, enda átökin mikil. Við allra hæfi Blanda og Vestari-Jökulsá eru við allra hæfi. Spennandi hestaferðir Ævintýraferðir bjóða ævin- týrafúsum upp á alls kyns ferðir, allt frá hestaferðum til leirdúfuskytterís. Ekki fyrir loft- hrædda Klettasig er spennandi en hættulaust ef rétt er farið að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.