Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 56
föstudagur 22. maí 200956 Sakamál Banvænn ljósmyndari Harvey glatman fæddist í Bronx, en ólst upp í Colorado. glatman sýndi snemma af sér andfélagslega hegðun og tilhneigingu til sadómasókisma. Á unglingsárunum var hann bendlaður við innbrot og kynferðisbrot. glatman stundaði að brjótast inn á heimili kvenna, fjötra konurnar og misnota, og taka af þeim ljósmynd til minja. síðar átti glatman eftir að ganga lengra í tilraunum til að fullnægja kynferðisleg- um hvötum sínum. Lesið um „morðingja hinna einmana hjartna“ í næsta helgarblaði dV. banvænt uppgjör Ekki er fráleitt að ætla að Susan Polk hafi verið fórnarlamb. Hún kynntist Felix, eiginmanni sínum, þegar hún var fjórtán ára. Að sögn Susan einkenndist hjónabandið af stjórnunarhvöt eiginmanns hennar. Uppgjör þeirra átti sér stað í kofa við sundlaug heimilis þeirra og var hún ein til frásagnar um framvindu mála þar. Við hefjum söguna þegar Susan Bolling er fjórtán ára. Þegar þar var komið sögu var ljóst að Susan var afar vel gefin stúlka. Hún hafði lesið verk Turgenevs, Tsjekovs, Tolstojs og fjölda annarra klass- ískra höfunda. En hvað nám varð- aði var annað uppi á teningnum og hún virtist eiga við veruleg vanda- mál að stríða. Hluta vandamálanna mátti ef- laust rekja til skilnaðar foreldra hennar og átti hún vanda til að fá heiftarleg kvíðaköst. Sökum þess brá móðir hennar á það ráð að senda hana til sálfræðings, Felix Polk. Felix var vel metinn barnasál- fræðingur, kvæntur, tveggja barna faðir. Felix Polk hafði lifað af helför gyðinga, var af auðugum austur- rískum gyðingum kominn. Hann var veikur fyrir sambandi við tvær konur; eiginkonu sína og einhverja af þeim konum sem voru í með- ferð hjá honum hverju sinni. Þess var skammt að bíða að Susan sæti í kjöltu hans undir því yfirskyni að um væri að ræða hluta af meðferð- inni. Tebolli og tíminn flýgur „Hann spurði mig hvort ég sam- þykkti að vera dáleidd. Ég kom inn og hann gaf mér tebolla, það næsta sem ég vissi var að ég leit á klukk- una og klukkustund var liðin og ég vissi ekki hvað hafði gerst,“ rifjaði Susan upp löngu síðar. Eitt sinn í hóptíma missti Susan út úr sér að hún og Felix væru elsk- endur, og brást hann ókvæða við þeirri uppljóstrun. Þegar Susan var „læknuð“ af veikindum sínum hélt ástarsam- band þeirra áfram og þegar hún varð 25 ára sagði Felix skilið við eiginkonu sína og hann og Susan giftust. Síðar sagði Susan að það hefði ekki verið það sem hún ósk- aði, en hún hefði verið í eins kon- ar álögum: „Hann hafði orðið eins konar leikbrúðumeistari hvað mig varðaði.“ Felix vildi að Susan sýndi af sér kvenleika, sem í hans huga var undirgefni. Allt að einu, í tímans rás eignuðust þau þrjá syni; Adam, Eli og Gabriel. Susan fær nóg Að sögn Eli átti faðir hans með tímanum erfiðara með að hemja stjórnsemi sína: „Hann var vanur að lemja mömmu mína. Hann átti til að draga hana á hárinu upp stig- ann, gefa henni glóðarauga.“ Þegar synirnir komust á tánings- aldurinn fannst Susan nóg kom- ið, og þrátt fyrir að fjölskyldan lifði og hrærðist á eigin styrjaldarsvæði innan veggja heimilisins virtist allt slétt og fellt út á við, en innan tíð- ar myndi allt fuðra upp. En áður en til þess kom gerði Susan tilraun til sjálfsvígs, í janúar 2001. Haustið 2002 ákvað Felix að koma sér fyrir í kofa við sundlaug hjónanna á ríkmannlegu heim- ili þeirra í Kaliforníu. Vinum sín- um sagði hann að honum fyndist „óþægilegt“ að vera nálægt eigin- konunni, og þó hún hefði margoft hótað að fyrirkoma honum væri hann hikandi við að láta handtaka hana. Skilnaður og morðhótanir Skilnaður var óumflýjanlegur og þegar upp var staðið fékk Felix for- ræði yfir yngsta syni þeirra, Gabri- el, 15 ára, auk þess sem heimili hjónanna féll honum í skaut. Susan fékk lítinn hluta tekna Felix í fram- færslueyri, svo lítinn að hún tryllt- ist. Felix flutti úr sundlaugarkofan- um og gott betur því hann leitaði skjóls undan reiði Susan með því að flytja inn á hótel. En Susan var staðráðin í að láta ekki kyrrt liggja og snemma októ- bermánaðar 2002 hringdi Felix þó nokkrum sinnum í neyðarlínuna og sagði að Susan hótaði að myrða hann. Síðar frétti Felix að Susan hefði flutt til Montana og flutti heim á ný, en hafðist við í sund- laugarkofanum. En brátt myndi draga til tíð- inda. Slagsmál í sundlaugarkofanum Sunnudagskvöldið 13. október 2002 bar Susan að garði við sund- laugarkofann og bankaði á hurð- ina. Felix, þá sjötugur, átti sér einskis ills von og kom til dyra íklæddur svörtum nærbuxum ein- um fata. Fundi þeirra lauk með því að Felix lá myrtur í blóði sínu rétt innan við dyrnar. Að sögn Susan hafði hún ein- ungis ætlað að ræða fjármál við Felix, en hann hefði orðið æstur og slegið hana í andlitið. „Ég hrökkl- aðist aftur á bak og dró fram pip- arúða,“ sagði hún og útskýrði að piparúðinn væri til að fæla frá birni þegar hún gengi um skóglendi Montana. „Ég úðaði beint í and- lit hans og hann varð enn reiðari,“ sagði Susan. Susan sagði að fyrr en varði hefðu átökin breyst í baráttu upp á líf og dauða og hún hefði legið á bakinu á gólfinu og hugsað: „Guð minn góður, ég er dauð. Ég er í verstu aðstöðu sem ég gæti verið í.“ Blóðugt og banvænt uppgjör „Ég opnaði augun og sá hnífinn stefna að mér og hann stakkst í buxurnar mínar,“ sagði Susan, en gleymdi að geta þess að umræddur hnífur var úr hennar eigin eldhúsi. Susan sagðist hafa tekið skyndi- ákvörðun og sparkað í klofið á Fel- ix svo hann linaði takið á hnífn- um. Hún náði taki á hnífnum og mundi, að eigin sögn, eftir að hafa stungið Felix sex eða sjö sinnum. Síðar kom í ljós að Felix hafði verið stunginn tuttugu og sjö sinnum. Susan ákvað að fara ekki til lög- reglunnar því hún þyrfti lengri tíma til að útskýra málið fyrir Gabriel, sem bjó hjá föður sínum. Daginn eftir fór Susan með Gabriel í skólann og sinnti ýms- um erindum eins og ekkert hefði í skorist, og þegar Gabriel spurði um föður sinn sagðist hún ekkert um hann vita. Gabriel var ekki sáttur við svar móður sinnar og á mánudags- kvöldinu greip hann vasaljós og fór í sundlaugarkofann. Þar fann hann föður sinn liggjandi í blóði sínu. Gabriel velktist ekki í vafa um sekt móður sinnar og hafði samband við lögregluna. Þegar Susan var handtekin var sólarhringur liðinn frá morðinu. Tveir bræður gegn einum Synir Felix og Susan báru vitni við réttarhöldin. Yngsti sonurinn, Gabriel sem hafði fundið líkið, sagði að móðir hans hefði velt fyr- ir sér leiðum til að drepa Felix vik- urnar fyrir morðið. Elsti sonurinn, Adam, vitnaði einnig gegn móður sinni, en yngsti sonurinn, Eli, vitn- aði fyrir móður sína og sagði föður sinn hafa verið óstöðugt foreldri. Kviðdómarar voru ósammála því að um morð að yfirlögðu ráði hefði verið að ræða en fundu Sus- an seka um annarrar gráðu morð. Susan getur í fyrsta lagi sótt um reynslulausn árið 2017, en hún var dæmd í sextán ára til lífstíðarfang- elsi. umsjón: koLBeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is dV0905204611 dV0905209296 „Ég opnaði augun og sá hnífinn stefna að mér og hann stakkst í buxurnar mínar,“ sagði Susan, en gleymdi að geta þess að umrædd- ur hnífur var úr hennar eigin eldhúsi. Susan Polk getur sótt um reynslulausn árið 2017. Morðingi eða fórnarlamb? kynntist manni sínum þegar hún var fjórtán ára að aldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.