Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Síða 64
föstudagur 22. maí 200964 Helgarblað HIN HLIÐIN Líkt við Prison Break-stjörnu Nafn og aldur? „Víkingur Heiðar Ólafsson, 25 ára.“ Atvinna? „Píanisti.“ Hjúskaparstaða? „Í sambúð með Höllu Oddnýju Magnús- dóttur.“ Fjöldi barna? „Við erum frjáls sem fuglinn, ennþá.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, páfagaukinn Fernöndu til sex ára. Hún leit því miður alltaf á mig sem svarinn óvin sinn.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Hjá sjálfum mér í Háskólabíói á sunnu- daginn.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, þau hafa verið mér hliðholl.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Rauðu flauelsbuxurnar mínar sem ég keypti í Berlín – þær hitta beint í mark. Og svo líka lopapeysurnar þrjár sem mamma hefur prjónað á mig, þær eru fullkomnar.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, ég er meira í þrekun.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Já, einu sinni var mælirinn alveg fullur. En ég sæki í frið.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Ég trúi ýmsu, eitt af því er eilífð sálarinnar.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég hef aldrei skammast mín fyrir að halda upp á tónlist af öllum gerðum.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Píanókonsert nr. 2 eftir Bartók.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til að fara til Oxford í smá af- slappelsi eftir brjálaða törn.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Dr. Strangelove. Hún er fyndnasta mynd sem ég hef séð.“ Afrek vikunnar? „Að ná að gefa út debut geisladiskinn minn á eigið merki um leið og ég undirbjó lista- hátíðartónleikana mína.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, en bara hjá litlu systur í spil.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Stundum spila ég á píanó.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópu- sambandið? „Já, ég er í það minnsta mjög hlynntur aðildarviðræðum.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Fjölskyldan.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Ég myndi ekkert sérstaklega vilja deila neinu trúnó með íslenskum ráðamönn- um.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Flest átrúnaðargoðin mín eru látin, en mig langar mest til að hitta og læra hjá manni sem heitir György Kurtág. Hann er að verða fjörgamall en ég ætla að reyna að láta það rætast ef ég mögulega get.“ Hefur þú ort ljóð? „Nei, það er ekki mitt forte, ég læt kær- ustuna mína alfarið um það.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég man því miður ekki eftir neinu sérstöku, ég ætla að taka mig á í þeim efnum.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Á tónleikaferð í Kína var mér sagt í fjölmörgum borgum að ég væri tvífari aðalleikarans í Prison Break. Það er al- gjör þjóðernisblinda, við erum ekkert líkir.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Nei, því miður.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, mér finnst mótrökin miklu sterk- ari en ávinningurinn.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „New York.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Hlusta á fallega tónlist á iPodnum, helst íslensk þjóðlög af gullfalleg- um diski Snorra Sigfúsar Birgissonar, Heyrðu nú hjarta mitt. Það er íslenska stundin fyrir svefninn.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Gjörbreytt verðmætamat sem leiðir til sterkari sjálfsmyndar.“ Víkingur Heiðar Ólafsson píanÓleikari er einn allra færasti HljÓðfæra- leikari íslands. Hann Heldur upp á rauðu flauelsbuxurnar sínar og átti páfagauk sem leit á Hann sem sVarinn ÓVin sinn. Víkingi Var ítrekað líkt Við aðalsöguHetju þáttanna prison break þegar Hann Var staddur í kína. Hann segir þjÓðfélagsblindu orsökina. mynd rÓbert reynisson 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. H u g sa s ér ! S. 562 2104 Varahlutaverslunin Varahlutaverslunin Kistufell | Brautarholti 16 | Sími: 562 2104 | www.kistufell.is | kistufell@kistufell.is Pakkningar ICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerði BIFREIÐASTIL INGAR Faxafeni 12 ími 588-2455 NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið ... á Dalveg 16a Sími: 554 3430 Erum fluttir...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.