Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2009, Page 80
n Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt sem gerir út á að lífið verði skemmtilegra, varð afi á uppstign- ingardag þegar Lovísa, dóttir hans, varð léttari og ól sveinbarn. Móður og syni heilsast vel ekki síður en afanum sem þarna fékk sitt fyrsta barnabarn. Enn hefur drengurinn ekki fengið nafn og því ekki vitað hvort hann verður skírður eftir afanum sem gjarnan er kallaður EIR í samræmi við fræga skamm- stöfun nafns síns. „Ég held að þetta sé endur- fæðing. Drengur- inn er einkar vel skapaður og ekki kallaður annað en Litli-Eirík- ur,“ sagði Eiríkur Jónsson í beinu framhaldi fæð- ingarinnar. Ber af eins og gull af EIR! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Kæru landsmenn. Hvers á þjóð- in skilið af okkur, nýju þingi og nýj- um þingmönnum?“ Svona hljóm- uðu upphafsorð jómfrúarræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þing- manns Samfylkingarinnar, á Alþingi á mánudag. Sigmundur lét ekki þar við sitja heldur ítrekaði spurning- una og því útilokað að um mismæli væri að ræða. Þetta orðalag fyrrver- andi fjölmiðlamannsins hefur vakið heitar umræður í bloggheimum þar sem setningin er alls ekki rétt. Rétt er að spyrja „hvað á þjóðin skilið af okkur“. Einhver knár fylgisveinn Sig- mundar hefur greinilega rekið sig í þessa ambögu því inni á vef Alþing- is er búið að breyta þessari frægu spurningu til rétts vegar. Samt sem áður er flennistórt vatnsmerki yfir ræðunni þar sem stendur „Óyfirles- ið“ í hástöfum. Eins og frægt er orðið skrifaði Sig- mundur ævisögu Guðna Ágústsson- ar sem hét því einfalda nafni „Guðni – Af lífi og sál“. Líklegt er að þar hafi Sigmundur spurt Guðna spjörunum úr um hvað felist í því að vera alþing- ismaður og punktað niður heilræði í hvívetna. Hvort það er tilviljun eður ei tók Guðni einmitt upp á því í fyrra að breyta ræðu sinni inni á vef Al- þingis líkt og Sigmundur. Í viðtali við Vísi á þeim tíma segir Guðni að breytingar á ræðum þing- manna, frá því að þær falla í ræðu- stólnum og þangað til þær enda á vefnum, séu víst algengar. Það sé réttur allra þingmanna að mega yf- irfara ræður sínar. Það er þá líklega það sem þjóðin á skilið af þeim. EIR oRðInn afI Sigmundur Ernir Rúnarsson tekur málfræðimistök til baka á vef Alþingis: TEkuR vIð kyndlInum af Guðna n Kirkjunnar menn hafa ekki farið varhluta af góða veðrinu sem hefur glatt hjörtu landsmanna undan- farna daga. Biskupsstofa ákvað að gera vel við starfsfólk sitt á miðviku- daginn og lokaði stofnuninni vegna veðurs. Starfsmenn fengu þá kjörið tækifæri til að sleikja sólina en þessi sólríki frídagur hefði ekki getað komið á betri tíma. Daginn eftir var nefnilega sjálfur uppstigningar- dagur og það segir sig sjálft að þá þurfti bless- að starfsfólk Biskupsstofu ekki að mæta til vinnu. lokað vEGna vEðuRs n Sykurpúðinn og athafnamaður- inn Haffi Haff er duglegur að setja skemmtileg myndbönd af sjálfum sér á Facebook-síðu sína. Í einu af því nýjasta segist hann aldrei taka verðmiðana strax af fötum ef ske kynni að hann vildi skila þeim. Hann hvetur fólk til að gera slíkt hið sama því óvíst er hvað framtíð- in beri í skauti sér. Undir þessum boðskap heyrist taktföst tónlist sem Haffi dillar sér við enda er hann músíkalskur með eindæm- um - bæði þrusu- góður söngvari og knár dansari eins og hann sýnir í einleik Péturs Jó- hanns, Sann- leikan- um. safnaR vERðmIðum Opið laugardaga 10-14 Ræðusnillingar „hvernig myndir þú segja þetta, guðni?“ gæti sigmundur verið að spyrja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.