Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 17
Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri fjárfestingarfélagsins Mil- estone, átti tvö einkahlutafélög sem fengu 1.500 milljóna króna kúlulán til að kaupa hlutabréf í Milestone og fjárfestingarbankanum Askar Capital. Skuldir félaganna Sáttar og Lokkadísar sem Guðmundur keypti bréfin í gegnum nema nálægt 3.200 milljónum króna í dag. Guðmund- ur á einnig hrossaræktarbúið Torf- unes ásamt Karli Wernerssyni. Torf- unes á hestinn Mátt sem keppti á Heimsmeistaramóti íslenska hests- ins í Brunnadern í Sviss nýverið. DV sagði fyrir um að allir íslensku hest- arnir yrðu seldir að móti loknu og því myndu Guðmundur og Karl græða milljónir á hrossasölu. Í ráðgjöf Guðmundur Ólason stofnaði einka- hlutafélagið Möttul í lok apríl. Það starfar við fjárhagslega endurskipu- lagningu og endurreisn fyrirtækja. Meðeigendur hans eru Arnar Guð- mundsson, fyrrverandi fjármálastjóri Milestone, Jóhannes Sigurðsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Miles- tone, og Guðmundur Hjaltason, fyrr- verandi framkvæmdastjóri hjá Glitni. Þeir vinna í dag við endurskipulagn- ingu sparisjóðanna. Auk þess veitti félagið ráðgjöf þegar fjárfestingar- bankarnir VBS og Saga Capital fengu lán hjá ríkinu til að borga kröfur vegna endurhverfra viðskipta bank- anna við Seðlabankann. Yfirheyrðir Karl Wernersson og Guðmundur Ólason hafa báðir verið yfirheyrð- ir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu Sjó- vá. Karl Wernersson var aðaleigandi Milestone, eignarhaldsfélags Sjó- vár, og Guðmundur var forstjóri eins og áður var nefnt. „Fjármálaráðu- neytinu var ekki kunnugt um tengsl Möttuls og Milestone fyrr en einni til tveimur vikum áður en tilkynnt var um endurfjármögnun Sjóvár,“ sagði Elías Jón Guðjónsson, upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytisins, ný- verið þegar DV spurði hvort fyrrver- andi stjórnendur Milestone væru heppilegir fulltrúar til að koma að uppbyggingu sparisjóða landsins. Steingrímur Wernersson er lyfjafræð- ingur að mennt. Hann er giftur Dinu Akhmetzhanova, sem ættuð er frá Kasakstan. Þau voru nokkuð í frétt- um þegar þau létu rífa 230 fermetra hús að Árlandi 1 í Fossvoginum til að byggja þar nýtt 700 fermetra hús. Blaðið Sirkus mat eigur Steingríms á 43 milljarða króna um sumarið 2007. Steingrímur hefur ekki verið mikið fyrir sviðsljósið og þykir mjög fjöl- miðlafælinn. Steingrímur, sem er búsettur í Bretlandi, á óuppgerðar sakir við málaraverktaka sem hefur stefnt honum vegna tveggja milljóna króna greiðslu sem hann telur Steingrím skulda sér, vegna vinnu við einbýl- ishús hans. Þá sagði DV frá því á dögunum að Steingrímur hefði flutt snekkju sína, sem hefur verið geymd í Snarfarahöfn undanfarin ár, úr landi með gámaflutningaskipi Eim- skips. Þá keypti lögmaður hans lúxu- sjeppa Steingríms og nágrannar lög- mannsins keyptu hjólhýsi af honum. Veðsettu bótasjóðinn Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir eru synir Werners Rassmussen, sem auðgaðist vel sem einn umsvifamesti lyfsali landsins. Grunnurinn að veldi bræðranna var því reistur af föður þeirra. Eftir að Karl tók við fjárfestingum fjölskyld- unnar réðust þeir í gríðarlegar fjár- festingar. Milestone varð til og hóf að kaupa hluti í Lyfjum & heilsu, sem áður hafði keypt fjölskyldufyrirtækið Ingólfsapótek. Bræðurnir eignuðust Lyf & heilsu að fullu og keyptu það út úr Milestone á síðasta ári. Þeir réðust í mikla útrás í Svíþjóð og keyptu sænska tryggingafélag- ið Moderna, en rekstur þess hefur verið yfirtekinn af sænska fjármála- eftirlitinu. Heildareignir Moderna námu um 430 milljörðum króna. Þeir keyptu sænska fjármálafyrirtækið In- vik fyrir 70 milljarða króna árið 2007. Stærstu eignir þeirra á Íslandi voru tryggingafélagið Sjóvá, Askar Capi- tal og fjármögnunarfyrirtækið Avant. Milestone sætir nú rannsókn fyrir að hafa veðsett bótasjóð Sjóvár en bræðurnir keyptu Sjóvá af Íslands- banka árið 2005. fréttir 4. september 2009 föstudagur 17 WWW.SVAR.IS SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 SKÓLATILBOÐ! ACER Asp ire 5536 Öflug fartö lva með st órum og b jörtum 15. 6“ skjá. Þæg ilegt lyklab orð með ta lnaborði o g nýjasta ky nslóð sner timúsar. Ö flugur tveg gja kjarna örg jörvi, 3GB vinnslumi nni, 250GB harður dis kur og ATi Radeon 3 200 skjáko rt. FARTÖLVUBAKPOK I FYLGIR Í KAUPBÆ TI 99.900 ACER eMachines e520 Flott fartölva í skólann með 3 GB vinnsluminni, Intel 2Ghz örgjörva og 160 GB hörðum disk. Bjartur og góður 15“ skjár. 119.900 FARTÖL VUBAK POKI FYLGIR Í KAUP BÆTI fjölmiðlafælinn lyfjafræðingur 43 milljarða eignir Steingrímur Wern- ersson, til hægri, ásamt eiginkonu sinni Dinu Akhmetzhanova. Eigur hans voru metnar á 43 milljarða króna árið 2007. 1.500 milljóna kúlulán Hestamenn Guðmundur Ólason til hægri, fyrrverandi forstjóri Milestone, og Karl Wernersson fyrir miðju, fyrrverandi eigandi Milestone, eiga hrossaræktarbúið Torfunes. Karl Wernersson útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands árið 1986. Hann var ráðinn til Örtölvutækni-Tölvukaupa hf í lok ársins 1989, fyrst sem fjármálastjóri, síðan sem sölustjóri, þá aðstoð- arframkvæmdastjóri og loks sem framkvæmdastjóri árið 1994. Fyrir- tækið glímdi við mjög þungan rekst- ur og varð niðurstaðan sú að því var skipt upp í tvö rekstrarfélög. Digi- tal-tölvuumboðið var skilið fá öðr- um rekstri félagsins og var stofnað nýtt fyrirtæki í kringum umboðið. Aðalmennirnir á bak við Örtölvu- tækni ehf voru Werner, faðir Karls, og Árni Fannberg. Félagið réð til sín starfsmenn frá gamla hlutafélaginu og keypti eignir út úr því, en gamla fyrirtækið þurfti að leita nauða- samninga við lánardrottna sína. Á mannamáli mætti ef til vill kalla slíkan gjörning kennitöluflakk. Dýrmæt reynsla Digital á Íslandi ehf., eins og fyrir- tækið hét síðar, undir stjórn Karls og í eigu Werners, sameinaðist svo Tæknivali árið 1999 og vék Karl þá úr stóli framkvæmdastjóra. Karl sem hefur ekki látið fjöl- miðla ná í sig að undanförnu, ræddi hins vegar um vandræðin í kringum Örtölvutækni í viðtali við DV árið 2006. „Það var á þeim tíma sem við áttum Örtölvutækni að við lentum í miklum en lærdómsríkum hremm- ingum. Það var þó fyrir öllu að við náðum að koma fótunum undir fyr- irtækið aftur og seldum það svo,“ segir Karl um tímabilið sem reynd- ist honum mikil reynsla. 65 milljarða eigur Karl var jafnan talinn eiga tvo þriðju í fjárfestingafélaginu Milestone, sem var miðpunktur fjölskyldu- veldisins. Steingrímur átti hins veg- ar einn þriðja. Áður hafði Ingunn, systir þeirra, gengið út úr Milestone og haslað sér völl sem sjálfstæður fjárfestir. Grunninn að fjölskyldu- veldinu reisti apótekarinn Wern- er Rasmussen, faðir systkinanna. Hann fjárfesti í Pharmaco og Delta undir lok síðustu aldar, ásamt því að reka Ingólfsapótek. Karl tók svo að mestu við kyndlinum og fjárfesti grimmt með miklum árangri. Mark- aðurinn, fylgiblað Fréttablaðsins, mat eigur Karls á 62 milljarða króna um mitt sumar 2008. Blaðið Sirk- us hafði metið þær á 65 milljarða króna árið 2007 þegar útrásin stóð sem hæst. Þá vakti athygli að hann átti kraftmesta Hummer landsins, 650 hestafla tryllitæki. Ekki er vitað um fjárhagslega stöðu hans í dag. 65 milljarða maður Réð bróðurpartinum Karl átti tvo þriðju í Milestone á móti þriðjungi Steingríms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.