Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 9
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 9
GESTUR GUÐMUNDSSON
MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vegferð til fullorðinsaldurs:
Alþjóðlegar fræðahefðir og erindi þeirra
við íslenskar rannsóknir
Í greininni er sögulegt yfirlit yfir fjölþættar hefðir félagsfræði menntunar og þverfaglegra
rannsókna á vegferð ungmenna til fullorðinsára (e. transition to adulthood) og samhengi þeirra
við tilteknar hefðir í ungmennarannsóknum. Vegferðarhugtakið er víðtækt og breytilegt. Það
tekur til skólagöngu frá skyldunámsstigi, til leiða inn á vinnumarkað, til flutnings á eigið
heimili, til ferðarinnar frá upprunafjölskyldu til eigin fjölskyldu (eða einlífis) og til margra
annarra þátta. Í vegferðarrannsóknum eru lífssögur einstaklinga oft skoðaðar en jafnframt
sameiginleg einkenni lífshlaups einstakra kynslóða eða hópa innan kynslóða. Vegferðarrann-
sóknir taka til hlutlægra og huglægra breytinga og menningar ungs fólk á vegferð, og glímt er
við gerbreytingar síðustu áratuga á vegferð. Mismunandi rannsóknarhefðir hafa sprottið upp í
ólíkum löndum, en fjölþjóðlegt svið vegferðarrannsókna hefur einkum þróast í Vestur-Evrópu
og Eyjaálfu. Með tilvísun til íslenskra rannsókna eru tekin dæmi um það hvernig rannsaka má
vegferð íslenskra ungmenna og er greininni ætlað að styrkja grunn slíkra rannsókna.1
Efnisorð: Vegferð, ungmenni, lífshlaup, lífssögur, sögulegt yfirlit
INN GANG UR
Margar helstu rannsóknarspurningar um skólagöngu ungmenna, svo sem um brott-
hvarf sumra þeirra frá námi, félagslega skilvindu framhaldsskólans og það hvað tekur
við að loknum framhaldsskóla, eiga heima bæði innan félagsfræði menntunar og
innan þverfaglegra ungmennarannsókna. Þær kalla m.a. á að viðfangsefnið sé skoðað
í samhengi við samfélagsþróun, að rannsakað sé samhengi skólagöngu og annarra
hliða á lífi viðkomandi ungmenna, og að litið sé til félagslegs uppruna þeirra, lífs-
hlaups og framtíðarsýnar.
Þær miklu og sífelldu breytingar sem orðið hafa á lífsgöngu ungmenna frá
unglingsaldri til fullorðinsaldurs á undangengnum áratugum hafa eðlilega orðið til
þess að fram hafa sprottið nýjar fræðahefðir. Stóran hluta þeirra má taka saman undir
Uppeldi og menntun
24. árgangur 2. hefti 2015