Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 11

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 11
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 11 GESTUR GUÐMUNDSSON sjónarhornið orðið víðara og oft þverfaglegt og áhersla hefur verið lögð á það hvernig ungmennaskeið og barnæska mótast af samfélagi og virku frumkvæði einstaklinga og hópa á viðkomandi aldri. Þessi þróun varð í ungmennarannsóknum á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar og hliðstæðar barnæskurannsóknir voru fyrst gerðar á níunda og tíunda áratugnum. Um aldamótin 1900 áttu barnarannsóknir reyndar skammvinnt blómaskeið (Key, 1900). Stanley Hall (1904) var þá frumkvöðull rannsókna á ungmennum og lét mörk milli fræðigreina ekki hefta sig í að leita skilnings á fyrirbæri sem fræðin höfðu ekki veitt sérstaka athygli áður, þ.e. unglingunum, þroska þeirra, félagslegum ramma og menningu. Ungmennarannsóknir voru lengi félagssálfræðilegar, bæði þannig að þroski barna og ungmenna var skoðaður og greindur í félagslegu samhengi (Erik- son, 1968) og að athygli var beint að lífi ungmenna í jafningjahópum (Hollingshead, 1949) og í breiðari ungmennamenningu (Parsons, 1951; Coleman, 1961). Stjórnvöld voru fúsust til að fjármagna rannsóknir sem beindust að hættu á frávikshegðun meðal ungmenna (Cohen, 1955; Cloward og Ohlin, 1960) en evrópsk velferðarríki vildu þó jafnframt skoða lífskjör ungmenna á heildrænni hátt og beita sér fyrir uppbyggilegri æskulýðsstarfsemi, ekki síst til að vinna gegn sundurlyndi og menningarlegri upp- lausn sem varð í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar (Ungdomskommissionen, 1952; Nieminen, 1998; Sode-Madsen 2003; Jobs, 2004). Félagslegar umbætur, sem fylgdu New Deal stefnu Franklins D. Roosevelt og stétta- samvinnu á Norðurlöndum og víðar í Evrópu, fengu byr undir báða vængi þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk. Félagsfræði bauð nú fram kenningar sem gátu leiðbeint „félagslegri verkfræði“ (e. social engineering) við að laga einstaklinga og hópa að samfélaginu og nýta krafta þeirra fyrir heildina. Í fararbroddi voru Bandaríkjamenn- irnir Talcott Parsons (1951) og Robert Merton (1957) sem bræddu saman kenningar Max Weber og Emiles Durkheim sem kenningarlega undirstöðu, hvor á sinn hátt. Þeir tóku upp kenningu Durkheims um félagslega samheldni og að hið nýja samfélag yrði að endurmóta og mynda ný samfélagsleg gangvirki sem tryggðu að þegnarnir yrðu aldir upp til samheldni. Hugtak Webers um markmiðsbundnar athafnir og kenningu hans um skynsemisvæðingu notuðu þeir svo til að skoða samspil einstaklinga og félagslegra gangvirkja. Þessi sambræðsla varð burðarás kenninga og rannsókna þar sem leitast var við að móta skipulega stefnu um aðlögun og virkni þjóðfélagsþegn- anna og benda á tæki til að framfylgja stefnunni. Mikilvægur þáttur í þessari félagslegu verkfræði beindist að uppvaxandi kynslóð – tilhneigingar ákveðinna hópa til að feta hjáleiðir afbrota og annarra frávika voru rann- sakaðar og bent á aðgerðir til að rétta stefnu þeirra (sjá Gest Guðmundsson, 2012). Sú hugsun fylgdi ráðandi þróunarhyggju sem gjarnan var felld undir yfirhugtakið nútímavæðingu (e. modernisation, sjá Lipset, 1960; Eisenstadt, 1966). Í þeirri hugmynd fólst áhersla á skynsemi og vísindi, og ekki síst það sem kallað hefur verið á íslensku afhelgun eða veraldarvæðing (e. secularisation). Þetta merkir ekki einungis að æ fleiri þættir mannlífsins eru leystir undan forræði trúarbragða heldur jafnframt að hinir nýju, veraldlegu samfélagshættir endurskapa marga þætti trúarbragðanna í annarri mynd, eins konar dulargervi. Þetta hefur Pierre Bourdieu sýnt fram á í greiningum sínum á menntakerfi og menningu (Bourdieu 1984/1988, 1986/1996). Til dæmis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.