Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 14

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 14
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201514 VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS Sá fjölþjóðlegi og þverfaglegi rannsóknarvettvangur sem hér hefur verið lýst hefur ekki fest sig verulega í sessi í Bandaríkjunum, þrátt fyrir þær viðamiklu rannsóknir sem gerðar eru á bandarískum ungmennum, einkum innan fræðigreinanna sálfræði, félagssálfræði, félagsfræði og mannfræði. Þetta má að einhverju leyti rekja til þess að hinn þverfaglegi vettvangur í Evrópu og Ástralíu hefur tengst samhæfðum ríkis- afskiptum af menntun og atvinnuleysi ungmenna, en þau skilyrði hafa ekki verið til staðar í Bandaríkjunum. Einnig hafa þær skýringar komið fram að í bandarísku fræða- samfélagi sé minna um þverfaglega samvinnu en í Evrópu og ekki sé nægileg áhersla á kenningar (sjá yfirlitsgreinar Dornbusch, 1989; Maira og Soep, 2004) Þekktasta framlag bandarískra fræðimanna til vegferðarrannsókna var sennilega frá Glen Elder (1974), en þar var ekki um heildræna sýn á vegferð að ræða (sjá þó nánar síðar). Um síðustu aldamót komu nokkrir fræðimenn með gagnrýnið framlag til vegferðarrann- sókna, sem sýndi einkum fram á að bandarísk vegferð einkennist af kynþáttamisrétti (Giraux, 1996; Newman, 1999; Wacquant, 2002). Um sama leyti setti bandaríski sál- fræðingurinn Jeffrey J. Arnett (2004) fram kenningu um „emerging adulthood“ sem vakti talsverða athygli í Bandaríkjunum og leiddi til fleiri rannsókna. Kenning hans var þó fyrst og fremst þroskasálfræðileg og tók ekki til samfélagsformgerðar, auk þess sem hún tók lítið sem ekkert mið af rannsóknum og kenningaþróun í Evrópu (Bynner, 2005). Sá þverfaglegi rannsóknarvettvangur sem er skyldastur ungmennarannsóknum er barnæskurannsóknir en þær komu fram nokkru á eftir ungmennarannsóknum og undir áhrifum frá þeim. Barnæskurannsóknir hafa á margan átt orðið „þéttari“ vettvangur en ungmennarannsóknir, þannig að þar er frekar um að ræða safn ráð- andi kenninga sem eiga það sameiginlegt að skoða barnæsku sem félagslega smíði og formgerð, með áherslu á ígrundaða virkni barna (t.d. Qvortrup, Bardy, Sgritta og Wintersberger, 1994; James og Prout, 1997). Ungmennarannsóknir eru mun opnari vettvangur ólíkra nálgana. Félagsfræði er fyrirferðarmesta fræðigreinin en þar er einnig að finna sálfræði, mannfræði, menntunarfélagsfræði, menningarlandafræði, hagfræði og fleiri greinar. Mörg nýmæli hafa orðið þegar ungmennarannsóknir mæta kynjafræðum, fjölmiðlafræðum og öðrum þverfaglegum rannsóknarsviðum. Á Íslandi er einungis að finna dreifð brot af greiningu á ungmennamenningu síðustu áratuga. Hins vegar er vegferð þess eðlis að um hana er að finna margháttuð gögn í hagskýrslum, gagnabönkum og ýmiss konar rannsóknum. Í júní 2014 vörðu þrír Íslendingar doktorsritgerðir sem tóku til vegferðar, þær Jóhanna Rósa Arnardóttir, Margrét Einarsdóttir og Sigrún Harðardóttir (og hér á eftir verður vikið að nokkrum meginatriðum þeirra). Ritgerðirnar eiga það sameiginlegt með fyrri rannsóknum á íslenskum ungmennum að tengjast einungis að nokkru leyti alþjóðlegum hefðum í rannsóknum á ungmennum og vegferð þeirra. Til að nýta þá alþjóðlegu þekkingu sem er til staðar þarf að virkja þessar hefðir í heild, og til að stuðla að því verður hér reynt að taka saman meginatriði í alþjóðlegum rannsóknum á vegferð ungmenna á síðustu áratugum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.