Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 17

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 17
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 17 GESTUR GUÐMUNDSSON fræðimanna eða við áherslur Bourdieus og fleiri á viðhald félagslegrar lagskiptingar í skólakerfi og vegferð til fullorðinsaldurs. Fræðimenn í Þýskalandi, Hollandi, á Ítalíu, Spáni og víðar tóku sig saman um evrópskan samanburð á breyttu lífshlaupi, m.a. í evrópska rannsóknarnetinu European Group for Integrated Social Research (EGRIS), sem vann mörg evrópsk samstarfsverkefni á árunum 1994–2013 (EGRIS, 2004). Þessi bylgja fann sér aðallega farveg í áætlun breskra stjórnvalda um ungmennarannsóknir, sem var hrint af stokkunum 1997 og tók ekki bara til breskra rannsókna heldur einnig til samstarfs við fræðimenn í nágrannalöndum (Bynner o.fl., 1997; Evans o.fl., 2001). Það var sterkt einkenni á þessum rannsóknum að þar var reynt að skoða samhengi milli ígrundaðrar virkni einstaklinga og félagslegra áhrifavalda. Þannig var einstaklingsbundið val skoðað með tilliti til félagsstéttar, kyns, búsetu, etnísks uppruna og fleiri þátta (sjá t.d. Thomson, Henderson og Holland, 2003). Gagna í slík- um rannsóknum var oft aflað með lífssögulegum viðtölum og gjarnan var leitað að mikilvægum hverfipunktum (e. turning points eða critical moments) sem samþættu bakgrunn og val (Thomson, Bell, Holland, Henderson, McGrellis og Sharpe, 2002). Hin kenningarlega tenging við breiðari samfélagsbreytingar varð fljótt til þess að vegferð var ekki bara skoðuð frá skóla til atvinnulífs heldur sem margþætt ferli frá barnæsku undir forsjá foreldra til fullorðinsaldurs þar sem einstaklingurinn tekur ábyrgð á sjálfum sér og gjarnan á fjölskyldu sinni (sjá t.d. Oinonen, 2003; Moreno, 2012). Vegferð hvers einstaklings var gjarnan skoðuð út frá nokkrum viðmiðunar- atriðum, og meðal þeirra atriða sem oftast hafa verið skoðuð eru: • Opinber aldursmörk sem varða sjálfræði, kosningarétt, rétt til vinnu, hjónaband, rétt til áfengiskaupa, kynlíf og fleira • Hvenær ungt fólk flytur að heiman • Hvenær ungt fólk fer í fyrstu sambúð • Aldur við fyrstu barneign • Aldur við hjónaband • Aldur við námslok/brotthvarf • Aldur við atvinnuþátttöku (t.d. fyrsta starf að loknu námi eða fyrsta „fasta starfið“) Evrópskur samanburður sýndi að hvað varðaði lagaleg aldursmörk höfðu Evrópu- lönd færst nær hvert öðru en ekki hvað varðaði önnur mörk, svo sem aldur við hjóna- band, barneignir og hvenær ungt fólk flytur frá foreldrum. Munurinn hefur heldur ekki minnkað hvað varðar atvinnuþátttöku, háskólanám og hvenær fólk lýkur hæstu prófgráðu (Bynner, 1997). Almennt hefur orðið breyting í átt frá því að ungt fólk taki skrefin frá barnæsku til fullorðinsaldurs í „réttri röð“ (Holland, Reynolds og Weller, 2007). Menningarhefðir fyrir verkaskiptingu kynja og innbyrðis stöðu kynslóða hafa tekið mismiklum breytingum eftir landssvæðum, og samspil slíkra hefða við vinnu- markað, pólitískar hreyfingar og málamiðlanir hafa mótað stofnanalegan ramma og venjur, sem m.a. taka til vegferðar nýrra kynslóða til fullorðinsaldurs. Fræðimenn hafa greint á milli nokkurra megingerða evrópskra velferðarkerfa (Esping-Andersen, 1990; Gallie og Paugam, 2000). Andreas Walther (2006) bætti því við að hverri megin- gerð fylgdi ákveðin tegund vegferðar:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.