Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 18

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 18
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201518 VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS Velferðarkerfi kirkju og fjölskyldna (Suður-Evrópa). Opinberir aðilar og vinnu- markaður veita takmarkaða tryggingu, en fjölskyldur og kirkja taka ábyrgð á fólki í vanda. Á vinnumarkaði ríkir aðgreining milli fastráðninga og lausráðninga og ungu fólki býðst almennt einungis það síðarnefnda, en fastráðning fæst helst í gegnum fjöl- skyldutengsl. Velferðarkerfi tengt þátttöku á vinnumarkaði (Þýskaland, Frakkland, Holland). Tryggingar vegna atvinnuleysis og veikinda byggjast á atvinnuþátttöku og auk þess markast vegferð af því að nemendum er ungum skipt á milli námsleiða og þar ræður félagslegur uppruni miklu. Velferðarkerfi frjálshyggju (Bretland, Írland). Fólk tryggir sig sjálft gegn atvinnu- leysi og veikindum, hið opinbera veitir lágmarksaðstoð. Ungmenni eru „sinnar gæfu smiðir“ en félagslegur uppruni vegur þungt. Almennt velferðarkerfi (Norðurlönd). Ríkið tryggir öllum rétt á heilsugæslu og að- stoð í atvinnuleysi eða öðrum vanda. Ungmenni njóta stuðnings til náms og leitast er við að jafna tækifærin. Í reynd eru skilin milli kerfa á ýmsan hátt óskýr þannig að hvarvetna sækja einstaklingar velferð og öryggi bæði til fjölskyldu, almannatrygginga, eigin trygginga og trygginga sem tengjast atvinnuþátttöku, en í mismunandi hlutföllum. Mismunur kerfanna kemur ekki síst fram í ólíkum aðbúnaði að vegferð ungmenna. Á Norðurlöndum lifir meirihluti 19–24 ára fólks á námsstyrkjum og námslánum eða eigin vinnutekjum og er fluttur að heiman, í Suður-Evrópu er meirihluti sama aldurshóps á framfæri foreldra og býr hjá þeim en Þýskaland og Bretland eru þarna á milli (Walther, 2006; Moreno, 2012). Skólaganga er ekki stakur þáttur í lífi ungmenna, heldur tengist öðrum þáttum í stöðu þeirra, og því má ekki horfa einungis til skólagöngu þegar stefna í menntun þessa aldurshóps er mótuð. LÍFSSAGA VALS: FRJÁLST VAL, BLEKKING EÐA …? Þótt mjög mismunandi velferðarkerfi sé að finna innan Evrópu, ekki síst hvað varðar vegferð ungmenna, hafa rannsakendur greint ýmis þróunareinkenni á lífshlaupi ungs fólks sem finna má í öllum velferðarkerfum. Slík einkenni hafa m.a. verið greind sem hvörf frá lífssögu viðmiða til lífssögu vals, sem áður er getið. Þetta þróunareinkenni kom fram í eigindlegum rannsóknum á níunda áratugnum, en síðan hafa fræðimenn skoðað það bæði á eigindlegan og megindlegan hátt. Hópur ungmennarannsakenda í Leiden í Hollandi fylgdi um árabil eftir 120 manna hópi sem fæddur var á áttunda ára- tugnum (du Bois-Reymond, 1998; du Bois-Reymond, Plug, te Poel og Ravesloot, 2001) og komst m.a. að því að um helmingur hópsins átti lífssögu þar sem samfélagsleg við- mið voru ráðandi. Þessi helmingur taldist að mestu til verkalýðs- og lægri millistéttar og lífssaga þeirra ungmenna einkenndist af því að þau gerðu það sem hæfa þótti í félagslegu umhverfi þeirra – reyndu að komast í fasta vinnu eins fljótt og mögulegt var og stofna heimili og eignast börn „á réttum tíma“ o.s.frv. Rúman þriðjung mátti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.