Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 18
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201518
VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS
Velferðarkerfi kirkju og fjölskyldna (Suður-Evrópa). Opinberir aðilar og vinnu-
markaður veita takmarkaða tryggingu, en fjölskyldur og kirkja taka ábyrgð á fólki í
vanda. Á vinnumarkaði ríkir aðgreining milli fastráðninga og lausráðninga og ungu
fólki býðst almennt einungis það síðarnefnda, en fastráðning fæst helst í gegnum fjöl-
skyldutengsl.
Velferðarkerfi tengt þátttöku á vinnumarkaði (Þýskaland, Frakkland, Holland).
Tryggingar vegna atvinnuleysis og veikinda byggjast á atvinnuþátttöku og auk þess
markast vegferð af því að nemendum er ungum skipt á milli námsleiða og þar ræður
félagslegur uppruni miklu.
Velferðarkerfi frjálshyggju (Bretland, Írland). Fólk tryggir sig sjálft gegn atvinnu-
leysi og veikindum, hið opinbera veitir lágmarksaðstoð. Ungmenni eru „sinnar gæfu
smiðir“ en félagslegur uppruni vegur þungt.
Almennt velferðarkerfi (Norðurlönd). Ríkið tryggir öllum rétt á heilsugæslu og að-
stoð í atvinnuleysi eða öðrum vanda. Ungmenni njóta stuðnings til náms og leitast er
við að jafna tækifærin.
Í reynd eru skilin milli kerfa á ýmsan hátt óskýr þannig að hvarvetna sækja einstaklingar
velferð og öryggi bæði til fjölskyldu, almannatrygginga, eigin trygginga og trygginga
sem tengjast atvinnuþátttöku, en í mismunandi hlutföllum. Mismunur kerfanna
kemur ekki síst fram í ólíkum aðbúnaði að vegferð ungmenna. Á Norðurlöndum lifir
meirihluti 19–24 ára fólks á námsstyrkjum og námslánum eða eigin vinnutekjum og er
fluttur að heiman, í Suður-Evrópu er meirihluti sama aldurshóps á framfæri foreldra
og býr hjá þeim en Þýskaland og Bretland eru þarna á milli (Walther, 2006; Moreno,
2012). Skólaganga er ekki stakur þáttur í lífi ungmenna, heldur tengist öðrum þáttum
í stöðu þeirra, og því má ekki horfa einungis til skólagöngu þegar stefna í menntun
þessa aldurshóps er mótuð.
LÍFSSAGA VALS: FRJÁLST VAL, BLEKKING EÐA …?
Þótt mjög mismunandi velferðarkerfi sé að finna innan Evrópu, ekki síst hvað varðar
vegferð ungmenna, hafa rannsakendur greint ýmis þróunareinkenni á lífshlaupi ungs
fólks sem finna má í öllum velferðarkerfum. Slík einkenni hafa m.a. verið greind sem
hvörf frá lífssögu viðmiða til lífssögu vals, sem áður er getið. Þetta þróunareinkenni
kom fram í eigindlegum rannsóknum á níunda áratugnum, en síðan hafa fræðimenn
skoðað það bæði á eigindlegan og megindlegan hátt. Hópur ungmennarannsakenda í
Leiden í Hollandi fylgdi um árabil eftir 120 manna hópi sem fæddur var á áttunda ára-
tugnum (du Bois-Reymond, 1998; du Bois-Reymond, Plug, te Poel og Ravesloot, 2001)
og komst m.a. að því að um helmingur hópsins átti lífssögu þar sem samfélagsleg við-
mið voru ráðandi. Þessi helmingur taldist að mestu til verkalýðs- og lægri millistéttar
og lífssaga þeirra ungmenna einkenndist af því að þau gerðu það sem hæfa þótti í
félagslegu umhverfi þeirra – reyndu að komast í fasta vinnu eins fljótt og mögulegt
var og stofna heimili og eignast börn „á réttum tíma“ o.s.frv. Rúman þriðjung mátti