Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 21

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Qupperneq 21
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 21 GESTUR GUÐMUNDSSON hluti hverrar kynslóðar stundað sömu atvinnuhætti og foreldrar hennar, t.d. sem bændur, fiskimenn, iðnaðarmenn og verslunarmenn. Í fyrsta lagi hafa orðið gerbylt- ingar í þessum starfsgreinum nánast með hverri kynslóð. Í öðru lagi hafa stór stökk í atvinnuháttum og félagsháttum orðið til þess að afar stór hluti Íslendinga hefur fært sig á milli atvinnuhátta og atvinnugreina frá einni kynslóð til annarrar á síðustu öld. Í þessum ferlum hefur falist gífurlegur og margs konar félagslegur hreyfanleiki, og svo vill til að meðal íslenskra rannsókna leynist merkileg rannsókn á honum og um leið á breyttri vegferð frá lokum 19. aldar og fram til 1970. Rannsókn Wolfgangs Edelstein og samstarfsmanna, Explorations in social inequality: Stratification dynamics in social and individual development in Iceland (Sigurjón Björnsson, Wolfgang Edelstein og Kreppner, 1977), tengdist meira evrópskum rannsóknarhefðum en almennt gerist á Íslandi, þar á meðal rannsóknum á félagslegum hreyfanleika og vegferð kynslóðanna. Þarna birtist vegferð þriggja kynslóða á Íslandi og gögn um hana voru greind með megindlegum aðferðum af vönduðustu gerð síns tíma. Gögnin ná frá lokum 19. aldar og fram yfir 1970 og taka því t.d. ekki til hinnar miklu menntasóknar kvenna sem þá var stutt komin. Með því að tengja rannsókn Wolfgangs og félaga við helstu hagtölur fram til okkar daga má draga upp eftirfarandi mynd: Á síðustu áratugum 19. aldar og fyrstu ára- tugum 20. aldar fluttist um helmingur Íslendinga úr dreifbýli í þéttbýli. Einni til tveim kynslóðum síðar urðu næstu fjöldafólksflutningar frá dreifbýli og strandbyggðum á suðvesturhorn landsins. Þessum flutningum tengdist félagslegur hreyfanleiki milli kynslóða sem var þá mun meiri á Íslandi en í langflestum öðrum Evrópuríkjum. Að verulegu leyti er hreyfanleikinn láréttur, þ.e. frá sveitum til þéttbýlis, frá landbúnaði til annarra starfsgreina o.s.frv. Einnig hefur verið talsverður lóðréttur hreyfanleiki, að hluta til vegna þess að hefðbundnar forréttindastéttir gátu ekki lengur fyllt stór- vaxandi raðir stjórnenda og eigna- og menntamanna. Á rúmri öld hafa hefðbundin forréttindi bændasamfélagsins misst gildi sitt og forréttindahluti hverrar kynslóðir hefur þurft að ummynda forskot sitt í eitthvað nýtt: frá gildum bónda til útgerðar- manns, frá smáatvinnurekanda til menntamanns, o.s.frv. Jafnframt hefur lágstéttar- fólk getað hafið sig til góðra lífskjara með því að ná valdi á nýjum atvinnuháttum í sjávarútvegi, iðnframleiðslu, þjónustu og viðskiptum; sumir efnalitlir hafa gripið tækifæri til auðsöfnunar, aðrir hafa bætt stöðu sína með menntun. Á þessari rúmu öld hefur félagslegur hreyfanleiki tekið á sig margar ólíkar myndir. Með hverri kynslóð hafa boðist ný tækifæri sem margs konar félagslegar aðgerðir samtaka og stjórnvalda hafa veitt stórum hópum aðgengi að og framsýnir og heppnir einstaklingar hafa nýtt sér. Að öllum líkindum geta flestir Íslendingar rakið margvísleg stökk milli undan- genginna þriggja til fimm kynslóða; t.d. er líklegt að ef sá fjórðungur íslenskrar þjóðar sem hefur mest efni og mesta menntun skoðar ættartölu sína geti flestir fundið verka- menn í annarri til þriðju kynslóð forfeðra, en kotbændur og leiguliða ef farið er einni eða tveim kynslóðum aftar. Þegar farið verður í saumana á vegferð til fullorðinsaldurs á allra síðustu áratugum verður margt hægt að sækja í þekkingarsarp íslenskra rannsókna á unglingum og ungmennum, þótt þær hafi almennt ekki verið gerðar undir hatti vegferðar. Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal hafa fylgt eftir rannsóknum Wolfgangs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.