Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 23

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 23
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 23 GESTUR GUÐMUNDSSON Á síðasta aldarfjórðungi hefur framhaldsskólaganga ungra Íslendinga aukist enn meira en í nágrannalöndum og náð sama hlutfalli, en útskriftarhlutfallið hefur hækkað minna. Það sem gerðist á Íslandi (en ekki í fjölmörgum nágrannalöndum, til að mynda Finnlandi) var að með lögum frá 1988 var framhaldsskólum gert að taka við öllum 16 ára ungmennum, án tillits til árangurs þeirra í grunnskólum. Á síðasta áratug 20. aldar varð ljóst að stór hluti þeirra sem hófu framhaldsskólanám án nægjanlegs undirbúnings lauk aldrei námi. Viðbrögðin voru að setja á stofn svokallaðar „almennar deildir“ í framhaldsskólum en smám saman kom í ljós að þær skiluðu einungis hluta sinna nemenda til loka framhaldsskóla. „Framhaldsskóli fyrir alla“ hafði í för með sér að það teygðist á framhaldsskólanámi og mest á námi þeirra sem ekki hafa fullnægjandi námslok úr grunnskóla og fara í almennar deildir. Stuðningur foreldra og annarra ríður gjarnan baggamuninn í tilvikum þeirra sem eiga við námsörðugleika að stríða (Sigrún Harðardóttir, 2014). Til að örva námslok var nýtt svokallað framhaldsskólapróf innleitt með lögum 2008. Framkvæmd þess lagaákvæðis var ein af mörgum umbótum sem kreppa sama árs seinkaði og nú virðist sem sitjandi menntamálaráðherra vilji fara aðrar leiðir til að draga úr brotthvarfi úr framhaldsskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2014). LOKAORÐ Frá sjöunda áratug 20. aldar og fram á þann níunda voru vegferðarrannsóknir lítil hliðargrein í ungmennarannsóknum og fjölluðu um (ó)samræmi milli skólagöngu og innkomu á vinnumarkað. Þegar atvinnuleysi ungmenna jókst í Bretlandi á níunda áratugnum og um alla Evrópu á tíunda áratugnum urðu þær viðfangsefni stórra rannsóknarverkefna. Æ fleiri rannsakendur létu sér ekki nægja að leita að betri sam- stillingu skólakerfa og eftirspurnar á vinnumarkaði heldur skoðuðu þeir fjölþættari breytingar á viðhorfum og áttun ungmenna, vinnumarkaði og fleiri þáttum samfélags- gerðarinnar. Vandamálið var ekki einfaldlega að sumt ungt fólk kom vanbúið inn á markaðinn heldur ekki síður að væntingar og vilji æ fleiri ungmenna var ekki að fara stystu leið í örugga höfn tryggrar atvinnu og heimilisstofnunar – þau voru í persónulegri leit langt fram á fullorðinsaldur. Jafnframt sýndu rannsóknir að umbrot í vegferð ungmenna eru á margan hátt verulegu ólík frá einu landi til annars og eftir ólíkum hópum í hverju landi (stétt, kynferði, etnískum uppruna, búsetu). Til að skilja þessar breytingar voru ýmsar kenningar og eldri rannsóknarhefðir virkjaðar, ekki síst kenningar Becks um einstaklingsvæðingu og afturblik, kenningar Ziehes um menningarlega leit og rannsóknarhefðir sem snerta lífssögu og lífshlaup. Æ fleiri þættir úr hinni fjölskrúðugu kenningaarfleifð ungmennarannsókna hafa verið nýttir í vegferðarrannsóknum. Þó má segja að tveir meginstraumar þeirra rannsókna séu enn verulega aðskildir – ungmennamenning og vegferð – og ástæða sé til að tengja þá betur saman.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.