Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 41
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 41
GERÐUR ÓLÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG BÖRKUR HANSEN
Tafla 4. Bakgrunnur og starfsaðstæður skólastjóra
Grunnskólastjórar
Fjöldi (%)
Leikskólastjórar
Fjöldi (%)
Allir
Fjöldi (%)
Starfsaldur sem kennari
1–5 ár 9 (10) 7 (7) 15 (8)
6–10 ár 18 (22) 12 (11) 30 (16)
11–15 ár 20 (25) 13 (12) 33 (18)
Meira en 16 ár 35 (43) 74 (70) 109 (58)
Starfsaldur sem skólastjóri
1–5 ár 20 (24) 17 (16) 37 (20)
6–10 ár 20 (24) 25 (23) 45 (24)
11–15 ár 20 (24) 21 (20) 41 (22)
Meira en 16 ár 22 (27) 44 (41) 66 (35)
Fjöldi nemenda
50 eða færri 15 (18) 18 (17) 33 (18)
51–150 15 (18) 84 (78) 99 (52)
151–250 14 (17) 5 (5) 19 (10)
250–300 7 (9) 0 7 (4)
300 eða fleiri 31 (38) 0 31 (16)
Fjöldi starfsmanna
5 eða færri 2 (2) 0 2 (1)
6–15 12 (14) 25 (24) 37 (20)
16–25 11 (13) 41 (39) 52 (28)
26 eða fleiri 59 (72) 39 (37) 98 (52)
Vinnutími á viku
39 eða færri 1 (1) 5 (5) 6 (3)
40–45 25 (31) 62 (60) 87 (47)
46 eða meira 56 (68) 37 (35) 93 (50)
Tæp 38% grunnskólastjóra voru með 300 eða fleiri nemendur en 78% leikskólastjóra
voru með 51–150 nemendur. Flestir grunnskólastjórar höfðu mannaforráð yfir fleiri en
26 manns eða 72% en 37% leikskólastjóra (sjá nánar töflu 4).
Nærri því allir grunn- og leikskólastjórar unnu 40 klukkustundir eða meira að
meðaltali á viku, þar af unnu 68% grunnskólastjóra og 35% leikskólastjóra 46 klukku-
stundir eða meira. Marktækur munur var á vinnustundafjölda á viku á milli grunn-
og leikskólastjóra (χ2 (2, N = 186) = 19,96, p < 0,01) en skólastjórar grunnskóla sögðust
vinna fleiri tíma á viku en leikskólastjórar (tafla 4).
Í spurningalistanum voru tvær spurningar um stuðning í starfi, önnur almenn og
hin um stuðning frá fræðsluyfirvöldum. Meira en helmingur skólastjóra sagðist ekki
hafa fengið skipulagðan stuðning fyrsta starfsárið sitt sem skólastjóri og 24% fengu
sjaldan stuðning. Einungis 2% grunnskólastjóra og 3% leikskólastjóra fengu alltaf
skipulagðan stuðning. Ekki var marktækur munur á svörum skólastjóra í leik- og
grunnskólum um skipulagðan stuðning fyrsta starfsárið. Í spurningunni um sérstakan
stuðning frá fræðsluyfirvöldum kom fram marktækur munur, það er að grunnskóla-
stjórar segjast njóta meiri stuðnings en leikskólastjórar (χ2 (4, N = 187) = 12,60, p = 0,01).