Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 69

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 69
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 69 ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON að vísindin snúist um rannsókn á raunveruleika, og að skýringar á gangi tilverunnar byggist á raunverulegum orsökum. Okkur er sagt að sannleikurinn sé margur en ekki einn, að veruleikinn sé afstæður við sjónarhorn og að skýringar séu afstæðar við þau hugtök sem við höfum búið til. En þetta þýðir ekki að þekking og merking séu afstæð og að sannleikurinn sé breytilegur frá einni manneskju til annarrar (Boghossian, 2006; Phillis, 1995). Þegar nemandi öðlast hlutdeild í sameiginlegri þekkingu þýðir það að þekkingin verður lifandi fyrir honum, hún setur mark sitt á reynslu nemandans og hefur áhrif á hvað hann hugsar, hvað honum finnst, hvernig hann lítur á umheiminn og hvað hann gerir. Nemandinn öðlast hlutdeild í sjónarhorni sem er til fyrir en sem kann vissulega að breytast ögn við það að nemandinn geri það að sínu og taki þátt í að beita því. Og vissulega er ekkert sem segir að það tiltekna sjónarhorn sem nemandinn fær skilning á sé hið eina mögulega. Í vísindum eru sjónarhornin mörg og oft í sam- keppni hvert við annað. Það er einn lærdómurinn af kenningu Thomasar Kuhn um vísindabyltingar (Kuhn, 1969). Í lýðræðislegum skóla er sérhver nemandi möguleg uppspretta sjónarhorns sem máli skiptir. Það var í raun kjarninn í aðferð Sókratesar: Sérhver þátttakandi í rökræðu er jafngildur hver öðrum og í þekkingarleitinni er það einungis hin röklega framvinda sem ræður því hvaða sjónarhorn halda velli og hver ekki. Í hinni hefðbundnu menntun sem Sókrates andæfði voru „réttu“ sjónarhornin gefin fyrirfram. VIII LOKAORÐ Við heyrum oft minnst á það að skólinn sé undirbúningur fyrir lífið. Það er vissulega satt og hann er mjög mikilvægur undirbúningur – eða ætti að minnsta kosti að vera það. En skólinn er líka lífið sjálft. Hann er hluti af lífinu og raunar getur hann alls ekki verið undirbúningur fyrir líf nema með því að vera hluti af lífi. Þetta þýðir að skólinn verður að taka mið af því að nemendur eiga sér líf, bæði í fortíð, nútíð og framtíð. Lýðræðislegur skóli verður ekki að veruleika nema starfshættir skólanna verði lýð- ræðislegir, nema starf í skólum í stóru og smáu endurspegli lýðræðislegt gildismat – t.d. traust, virðingu, umhyggju og viðurkenningu – og leggi rækt við vitsmunadygðir svo sem forvitni og sannleiksleit. Ef við lítum þessum augum á lýðræði í skóla hverfur þverstæðan sem ég lýsti í upphafi. Annars vegar hverfur hún vegna þess að það er augljóslega ekki satt að hvað eina sem skólar gera sé undirbúningur fyrir líf og starf í lýðræðislegu samfélagi; að því marki sem skólarnir vanvirða siðferðilega dómgreind nemenda þá vinna þeir beinlínis gegn því að þeir þroskist sem lýðræðislegir borgarar, hvað sem margvíslegri fræðslu líður. Hins vegar hverfur hún vegna þess að stjórn- skipulag skóla (sem vissulega er ekki lýðræðislegt) er því óviðkomandi hvort skólinn sé lýðræðislegt lærdómssamfélag. Nemendur verða að eiga þess kost að taka þátt í skólastarfinu sem vitsmunalegir og siðferðilegir gerendur. En lýðræðislegum skóla, í þessum siðferðilega skilningi, verður ekki komið á, hann er ekki eins og bygging sem stendur undir sér sjálf eftir að hún hefur risið. Lýðræðislegur skóli er heldur ekki einhvers konar kerfi sem hægt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.