Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 77

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 77
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 77 GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON daglegum athöfnum (Bagby, Dickie og Baraneck, 2012; Chamak, Bonniau, Jaunay og Cohen, 2008; Jarþrúður Þórhallsdóttir, 2013). Í bandarískri rannsókn Solish og félaga (2010) var mat foreldra 5–17 ára barna með einhverfu (n = 65) og jafnaldra þeirra (n = 90) á þátttöku barnanna og vina- samböndum borið saman. Tæplega helmingur foreldra barna með einhverfu taldi að börn þeirra ættu enga nána vini en slíkt átti aðeins við um eitt barn í samanburðarhópi. Börn með einhverfu tóku þátt í færri félagslegum og skipulögðum athöfnum en jafn- aldrar þeirra. Algengt var að börn með einhverfu hefðu samneyti við foreldra og aðra fullorðna en börn í samanburðarhópi tækju frekar þátt í athöfnum með jafnöldrum sínum. Sambærilegar niðurstöður komu fram í bandarískri rannsókn Reynolds og fé- laga (2011) þar sem foreldrar barna með og án einhverfu svöruðu matslistanum Child Behavior Checklist (Achenbach og Rescorla, 2001). Börn með einhverfu tóku þátt í færri athöfnum en jafnaldrar þeirra og einnig voru þau líklegri til að stunda athafnir í einveru þar sem ekki reyndi á félagsleg samskipti, til dæmis að lesa og horfa á sjón- varp (Reynolds o.fl., 2011). Foreldrar barna með einhverfu mátu færni barna sinna minni í athöfnum í skólanum en aðrir foreldrar. Í framangreindum rannsóknum voru ekki notaðir matslistar sem voru hannaðir sérstaklega til að kanna þátttöku barna (Reynolds o.fl., 2011; Solish o.fl., 2010). Sjálfsmatslistinn CAPE (skammstöfun fyrir Children´s Assessment of Participation and Environment) (King o.fl., 2004), sem hannaður var til að meta þátttöku barna, var notaður í rannsóknum með börnum með og án einhverfu í Kanada (Hilton o.fl., 2008), Ísrael (Hochauser og Engel-Yeger, 2010) og Bandaríkjunum (Potvin o.fl., 2013). Þátttakendur voru á aldrinum 6–13 ára. Rannsóknirnar þrjár leiddu í ljós að börn með einhverfu tóku þátt í færri athöfnum en jafnaldrar þeirra og að þau voru líklegri til að stunda athafnir í einrúmi eða í félagsskap fullorðinna (Hilton o.fl., 2008; Hochauser og Engel-Yeger, 2010; Potvin o.fl., 2013). Börn með einhverfu tóku jafnframt þátt í færri líkamlegum (Hilton o.fl., 2008; Potvin o.fl., 2013), félagslegum (Hilton o.fl., 2008; Hoc- hauser og Engel-Yeger, 2010) og formlegum (Hochauser og Engel-Yeger, 2010; Potvin o.fl., 2013) athöfnum en jafnaldrar þeirra. Rannsóknir sýna að foreldrar fatlaðra barna upplifa umhverfi þeirra síður styðj- andi en foreldrar annarra barna (Bedell o.fl., 2013; Coster o.fl., 2013; Law o.fl., 2013). Hins vegar benti heimildaleit ekki til þess að áhrif umhverfis á þátttöku barna með einhverfu hefðu verið könnuð sérstaklega eða með skipulegum hætti. Niðurstöður nokkurra eigindlegra rannsókna benda þó til þess að skipulag og regla skipti sköpum fyrir börn með einhverfu (Larson, 2006). Foreldrar virðast eiga auðveldara með að aðlaga umhverfið heima fyrir en úti í samfélaginu þar sem aðstæður einkennast oft af hávaða og skipulagsleysi, til dæmis í afmælisveislum, skemmtigörðum og á öðrum stöðum sem börn og fjölskyldur sækja (Bagby o.fl., 2012; Larson, 2006). Fullorðnir með Aspergersheilkenni í rannsókn Jarþrúðar Þórhallsdóttur (2013) lýstu því hvernig umhverfisáreiti eins og hljóð, lýsing, snerting og lykt torvelduðu félagslega þátttöku bæði á uppvaxtar- og fullorðinsárum. Það virðist því ljóst að þættir í umhverfinu skipta miklu fyrir þátttöku og velsæld barna og unglinga með einhverfu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.